Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2022 11:26 Grunnskólabörn í Grindavík skiluðu undirskriftarlista með 168 nöfnum þar sem þrýst er á lengri opnunartíma sundlaugarinnar um helgar. Vísir/Vilhelm Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir í samtali við fréttastofu að ungir nemendur í grunnskólanum hafi tekið sig til og safnað alls 168 undirskriftum þar sem lagt var til að sundlaug bæjarins yrði opin til klukkan 21 um helgar. „Þeim fannst heldur stutt að hafa sundlaugina opna til klukkan 16 um helgar og vildu sjá lengingu. Málið fór fyrir frístunda- og menningarsvið bæjarins og svo bæjarráð þar sem vel var tekið í það að lengja opnunartímann til klukkan 18. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/Arnar Þá vorum við búin að skoða hvernig þetta er hjá öðrum bæjarfélögum sem við berum okkur saman við. Það er nú allur gangur á því. Ekkert þeirra sveitarfélaga sem við skoðuðum er með opið í sundlauginni lengur en til 18 um helgar. Við vorum því nokkurn veginn á sama stað og önnur sveitarfélög en það var vel tekið í að þetta unga og myndarlega fólk hefði einhverja rödd í bæjarmálunum og þetta var því samþykkt,“ segir Fannar. Sundlaugin í Grindavík er yfir vetrarmánuðina nú opin á virkum dögum frá 6 til 21, en um helgar milli klukkan 9 og 16. Opnunartíminn mun að óbreyttu lengjast um áramót.Grindavíkurbær Bæjarstjórinn segir að málinu hafi verið vísað inn í fjárhagsáætlunargerðina. „En það var vel tekið í þetta og ég á von á að þetta nái í gegn. Formlega á þó eftir að setja stimpilinn á þetta.“ Hann segist eiga von á að breytingar á opnunartíma sundlaugarinnar myndu taka gildi á sama tíma og fjárhagsáætlunin, það er um áramót. Að ýmsu þurfi þó að huga varðandi slíka breytingu, meðal annars því sem við kemur starfsfólki sundlaugarinnar. Grindavík Sundlaugar Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir í samtali við fréttastofu að ungir nemendur í grunnskólanum hafi tekið sig til og safnað alls 168 undirskriftum þar sem lagt var til að sundlaug bæjarins yrði opin til klukkan 21 um helgar. „Þeim fannst heldur stutt að hafa sundlaugina opna til klukkan 16 um helgar og vildu sjá lengingu. Málið fór fyrir frístunda- og menningarsvið bæjarins og svo bæjarráð þar sem vel var tekið í það að lengja opnunartímann til klukkan 18. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/Arnar Þá vorum við búin að skoða hvernig þetta er hjá öðrum bæjarfélögum sem við berum okkur saman við. Það er nú allur gangur á því. Ekkert þeirra sveitarfélaga sem við skoðuðum er með opið í sundlauginni lengur en til 18 um helgar. Við vorum því nokkurn veginn á sama stað og önnur sveitarfélög en það var vel tekið í að þetta unga og myndarlega fólk hefði einhverja rödd í bæjarmálunum og þetta var því samþykkt,“ segir Fannar. Sundlaugin í Grindavík er yfir vetrarmánuðina nú opin á virkum dögum frá 6 til 21, en um helgar milli klukkan 9 og 16. Opnunartíminn mun að óbreyttu lengjast um áramót.Grindavíkurbær Bæjarstjórinn segir að málinu hafi verið vísað inn í fjárhagsáætlunargerðina. „En það var vel tekið í þetta og ég á von á að þetta nái í gegn. Formlega á þó eftir að setja stimpilinn á þetta.“ Hann segist eiga von á að breytingar á opnunartíma sundlaugarinnar myndu taka gildi á sama tíma og fjárhagsáætlunin, það er um áramót. Að ýmsu þurfi þó að huga varðandi slíka breytingu, meðal annars því sem við kemur starfsfólki sundlaugarinnar.
Grindavík Sundlaugar Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00