Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2022 11:26 Grunnskólabörn í Grindavík skiluðu undirskriftarlista með 168 nöfnum þar sem þrýst er á lengri opnunartíma sundlaugarinnar um helgar. Vísir/Vilhelm Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir í samtali við fréttastofu að ungir nemendur í grunnskólanum hafi tekið sig til og safnað alls 168 undirskriftum þar sem lagt var til að sundlaug bæjarins yrði opin til klukkan 21 um helgar. „Þeim fannst heldur stutt að hafa sundlaugina opna til klukkan 16 um helgar og vildu sjá lengingu. Málið fór fyrir frístunda- og menningarsvið bæjarins og svo bæjarráð þar sem vel var tekið í það að lengja opnunartímann til klukkan 18. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/Arnar Þá vorum við búin að skoða hvernig þetta er hjá öðrum bæjarfélögum sem við berum okkur saman við. Það er nú allur gangur á því. Ekkert þeirra sveitarfélaga sem við skoðuðum er með opið í sundlauginni lengur en til 18 um helgar. Við vorum því nokkurn veginn á sama stað og önnur sveitarfélög en það var vel tekið í að þetta unga og myndarlega fólk hefði einhverja rödd í bæjarmálunum og þetta var því samþykkt,“ segir Fannar. Sundlaugin í Grindavík er yfir vetrarmánuðina nú opin á virkum dögum frá 6 til 21, en um helgar milli klukkan 9 og 16. Opnunartíminn mun að óbreyttu lengjast um áramót.Grindavíkurbær Bæjarstjórinn segir að málinu hafi verið vísað inn í fjárhagsáætlunargerðina. „En það var vel tekið í þetta og ég á von á að þetta nái í gegn. Formlega á þó eftir að setja stimpilinn á þetta.“ Hann segist eiga von á að breytingar á opnunartíma sundlaugarinnar myndu taka gildi á sama tíma og fjárhagsáætlunin, það er um áramót. Að ýmsu þurfi þó að huga varðandi slíka breytingu, meðal annars því sem við kemur starfsfólki sundlaugarinnar. Grindavík Sundlaugar Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir í samtali við fréttastofu að ungir nemendur í grunnskólanum hafi tekið sig til og safnað alls 168 undirskriftum þar sem lagt var til að sundlaug bæjarins yrði opin til klukkan 21 um helgar. „Þeim fannst heldur stutt að hafa sundlaugina opna til klukkan 16 um helgar og vildu sjá lengingu. Málið fór fyrir frístunda- og menningarsvið bæjarins og svo bæjarráð þar sem vel var tekið í það að lengja opnunartímann til klukkan 18. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/Arnar Þá vorum við búin að skoða hvernig þetta er hjá öðrum bæjarfélögum sem við berum okkur saman við. Það er nú allur gangur á því. Ekkert þeirra sveitarfélaga sem við skoðuðum er með opið í sundlauginni lengur en til 18 um helgar. Við vorum því nokkurn veginn á sama stað og önnur sveitarfélög en það var vel tekið í að þetta unga og myndarlega fólk hefði einhverja rödd í bæjarmálunum og þetta var því samþykkt,“ segir Fannar. Sundlaugin í Grindavík er yfir vetrarmánuðina nú opin á virkum dögum frá 6 til 21, en um helgar milli klukkan 9 og 16. Opnunartíminn mun að óbreyttu lengjast um áramót.Grindavíkurbær Bæjarstjórinn segir að málinu hafi verið vísað inn í fjárhagsáætlunargerðina. „En það var vel tekið í þetta og ég á von á að þetta nái í gegn. Formlega á þó eftir að setja stimpilinn á þetta.“ Hann segist eiga von á að breytingar á opnunartíma sundlaugarinnar myndu taka gildi á sama tíma og fjárhagsáætlunin, það er um áramót. Að ýmsu þurfi þó að huga varðandi slíka breytingu, meðal annars því sem við kemur starfsfólki sundlaugarinnar.
Grindavík Sundlaugar Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00