Hvert er eiginlega „pointið“? Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2022 11:31 Fréttamaður spreytti sig á lesfimiprófinu, eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Krakkar í Grandaskóla segja prófið ágætlega skemmtilegt - en kvíðavaldandi. Krakkar í fimmta bekk í Grandaskóla segjast alltaf stressuð fyrir leshraðapróf og skilja ekki alveg tilganginn með því að lesa hratt - upphátt. Fréttamaður ræddi við krakkana og þreytti sjálfur hið umdeilda próf. Lesfimiprófin svokölluðu hafa sætt harðri gagnrýni í vikunni. Reynslumikill grunnskólakennari sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag vilja leggja prófin af. Höfuðáhersla á leshraða, lesin orð á mínútu, væri kvíðavaldandi. Nemendur í fimmta bekk í Grandaskóla eru sammála. „Mér finnst það alveg gaman og allt það en ég er alltaf stressaður. Alltaf,“ segir Leó Hilaj. Baldvin Tómas Sólmundarson tekur undir. „Já, ég er alltaf stressaður í byrjuninni. En svo er það bara skemmtilegt.“ Í prófinu fá nemendur afhentan texta sem þeir hafa ekki séð áður og þeir látnir lesa eins hratt og vel og þeir geta í tvær mínútur. Samkvæmt handbók Menntamálastofnunar er hraðinn einmitt ekki það eina sem telur. „Mælieiningin orð á mínútu er að vissu marki háð stíl, innihaldi og orðfæri textans sem og aldri nemenda,“ segir í handbókinni. Og undirritaður fréttamaður þreytti hið umdeilda próf, með texta sem lagður var fyrir tíunda bekk. Sjá má hvernig tókst til í spilaranum hér fyrir ofan. 194 rétt orð á mínútu Og hvernig eru nemendur metnir? Menntamálastofnun miðar við að 90 prósent nemenda í tíunda bekk nái 145 réttum lesnum orðum á mínútu, helmingur nái 180 orðum og fjórðungur 210 orðum. Fréttamaður las 194 rétt orð á mínútu - og rétt náði því viðmiði 2. Guðbjörg R. Þórisdóttir læsisfræðingur hjá Menntamálastofnun segir að þrátt fyrir gagnrýni á prófin séu þau byggð á mikilvægum og þekktum fræðum. Prófin mæli leshraða og nákvæmni lestrar, grunnfærni sem skipti miklu máli. Nú sé þó síður horft á áðurnefnt viðmið 3 heldur frekar miðað við að flestir nái viðmiði 2. 210 orð á mínútu skili sér enda í hröðum og óheyrilegum lestri sem nýtist ekki. Allt í lagi að dala eftir sumarið Og þó að próftakan sjálf taki á taugarnar reyna krakkarnir að taka niðurstöðurnar ekki of nærri sér. „Við erum dugleg að lesa á sumrin og kvöldin og alls konar en núna datt ég niður um 70 orð. En það er allt í lagi, ég bara bæti mig,“ segir Rakel Harðardóttir í 5. bekk. Þau, eins og margir fullorðnir í vikunni, setja raunar spurningamerki við tilgang prófsins. „Hvað er pointið með að þurfa að lesa hratt upphátt?“ spyr Elín Katrín Þórlindsdóttir, einnig í 5. bekk. „Maður þarf bara að geta lesið upphátt.“ Þannig að þér finnst kannski mikilvægara að geta lesið vel? „Já. Og skýrt,“ segir Elín. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 17. október 2022 20:01 „Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Sjá meira
Lesfimiprófin svokölluðu hafa sætt harðri gagnrýni í vikunni. Reynslumikill grunnskólakennari sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag vilja leggja prófin af. Höfuðáhersla á leshraða, lesin orð á mínútu, væri kvíðavaldandi. Nemendur í fimmta bekk í Grandaskóla eru sammála. „Mér finnst það alveg gaman og allt það en ég er alltaf stressaður. Alltaf,“ segir Leó Hilaj. Baldvin Tómas Sólmundarson tekur undir. „Já, ég er alltaf stressaður í byrjuninni. En svo er það bara skemmtilegt.“ Í prófinu fá nemendur afhentan texta sem þeir hafa ekki séð áður og þeir látnir lesa eins hratt og vel og þeir geta í tvær mínútur. Samkvæmt handbók Menntamálastofnunar er hraðinn einmitt ekki það eina sem telur. „Mælieiningin orð á mínútu er að vissu marki háð stíl, innihaldi og orðfæri textans sem og aldri nemenda,“ segir í handbókinni. Og undirritaður fréttamaður þreytti hið umdeilda próf, með texta sem lagður var fyrir tíunda bekk. Sjá má hvernig tókst til í spilaranum hér fyrir ofan. 194 rétt orð á mínútu Og hvernig eru nemendur metnir? Menntamálastofnun miðar við að 90 prósent nemenda í tíunda bekk nái 145 réttum lesnum orðum á mínútu, helmingur nái 180 orðum og fjórðungur 210 orðum. Fréttamaður las 194 rétt orð á mínútu - og rétt náði því viðmiði 2. Guðbjörg R. Þórisdóttir læsisfræðingur hjá Menntamálastofnun segir að þrátt fyrir gagnrýni á prófin séu þau byggð á mikilvægum og þekktum fræðum. Prófin mæli leshraða og nákvæmni lestrar, grunnfærni sem skipti miklu máli. Nú sé þó síður horft á áðurnefnt viðmið 3 heldur frekar miðað við að flestir nái viðmiði 2. 210 orð á mínútu skili sér enda í hröðum og óheyrilegum lestri sem nýtist ekki. Allt í lagi að dala eftir sumarið Og þó að próftakan sjálf taki á taugarnar reyna krakkarnir að taka niðurstöðurnar ekki of nærri sér. „Við erum dugleg að lesa á sumrin og kvöldin og alls konar en núna datt ég niður um 70 orð. En það er allt í lagi, ég bara bæti mig,“ segir Rakel Harðardóttir í 5. bekk. Þau, eins og margir fullorðnir í vikunni, setja raunar spurningamerki við tilgang prófsins. „Hvað er pointið með að þurfa að lesa hratt upphátt?“ spyr Elín Katrín Þórlindsdóttir, einnig í 5. bekk. „Maður þarf bara að geta lesið upphátt.“ Þannig að þér finnst kannski mikilvægara að geta lesið vel? „Já. Og skýrt,“ segir Elín.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 17. október 2022 20:01 „Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Sjá meira
Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 17. október 2022 20:01
„Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41