Deilur um „örugga eyðingu gagna“ ekki til kasta Hæstaréttar Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2022 08:05 Hæstiréttur taldi að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Gagnaeyðingar. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ákveðið að taka ekki dóm í máli sem snýr að deilum um orðasambandið „örugg eyðing gagna“ til meðferðar. Fyrirtækið Gagnaeyðing ehf. sóttist eftir leyfi til áfrýjunar eftir að Landsréttur ákvað að hafna kröfu fyrirtækisins um að úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála yrði felldur úr gildi. Forsvarsmenn Gagnaeyðingar voru ósáttir með notkun Íslenska gámafélagsins á orðasambandinu „örugg eyðing gagna“, sem Gagnaeyðing taldi sig hafa skapað vörumerkjavernd á með „umfangsmikilli og langvarandi notkun þess“. Vildi Gagnaeyðing sömuleiðis meina að notkun Íslenska gámafélagsins bryti gegn góðum viðskiptaháttum. Gagnaeyðing kvartaði á sínum tíma til Neytendastofu vegna málsins. Úr varð að Neytendastofa bannaði Íslenska gámafélaginu að nota orðasambandið, en áfrýjunarnefnd neytendamála úrskurðaði hins vegar í ársbyrjun 2019 að úrskurður Neytendastofu skyldi felldur úr gildi. Gagnaeyðing leitaði þá til dómstóla, en bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðar Landsréttur töldu að Gagnaeyðing hafi hins vegar ekki fært sönnur á að orðasambandið „örugg eyðing gagna“ hefði öðlast nægilegt sérkenni til að unnt væri að fallast á að það nyti vörumerkjaréttar á grundvelli vörumerkjalaga. Því hafi Íslenska gámafélagið ekki geta gerst brotlegt við lög. Landsréttur komst sömuleiðis að þeirri niðurstöðu að notkun Íslenska gámafélagsins á orðasambandinu hefði ekki verið slík að hún væri til þess fallin að villst yrði á starfsemi þess og Gagnaeyðingar og þeirri þjónustu sem félögin byðu upp á. Hæstiréttur taldi að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Gagnaeyðingar. Sömuleiðis verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Dómurinn hafi því ákveðið að hafna beiðninni. Gagnaeyðing höfðaði á sínum tíma mál gegn bæði Íslenska gámafélaginu og Neytendastofu. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að Íslenska gámafélagið hafi lagst gegn áfrýjunarbeiðninni en Neytendastofa hafi ekki gert það. Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Höfundarréttur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Sjá meira
Fyrirtækið Gagnaeyðing ehf. sóttist eftir leyfi til áfrýjunar eftir að Landsréttur ákvað að hafna kröfu fyrirtækisins um að úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála yrði felldur úr gildi. Forsvarsmenn Gagnaeyðingar voru ósáttir með notkun Íslenska gámafélagsins á orðasambandinu „örugg eyðing gagna“, sem Gagnaeyðing taldi sig hafa skapað vörumerkjavernd á með „umfangsmikilli og langvarandi notkun þess“. Vildi Gagnaeyðing sömuleiðis meina að notkun Íslenska gámafélagsins bryti gegn góðum viðskiptaháttum. Gagnaeyðing kvartaði á sínum tíma til Neytendastofu vegna málsins. Úr varð að Neytendastofa bannaði Íslenska gámafélaginu að nota orðasambandið, en áfrýjunarnefnd neytendamála úrskurðaði hins vegar í ársbyrjun 2019 að úrskurður Neytendastofu skyldi felldur úr gildi. Gagnaeyðing leitaði þá til dómstóla, en bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðar Landsréttur töldu að Gagnaeyðing hafi hins vegar ekki fært sönnur á að orðasambandið „örugg eyðing gagna“ hefði öðlast nægilegt sérkenni til að unnt væri að fallast á að það nyti vörumerkjaréttar á grundvelli vörumerkjalaga. Því hafi Íslenska gámafélagið ekki geta gerst brotlegt við lög. Landsréttur komst sömuleiðis að þeirri niðurstöðu að notkun Íslenska gámafélagsins á orðasambandinu hefði ekki verið slík að hún væri til þess fallin að villst yrði á starfsemi þess og Gagnaeyðingar og þeirri þjónustu sem félögin byðu upp á. Hæstiréttur taldi að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Gagnaeyðingar. Sömuleiðis verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Dómurinn hafi því ákveðið að hafna beiðninni. Gagnaeyðing höfðaði á sínum tíma mál gegn bæði Íslenska gámafélaginu og Neytendastofu. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að Íslenska gámafélagið hafi lagst gegn áfrýjunarbeiðninni en Neytendastofa hafi ekki gert það.
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Höfundarréttur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Sjá meira