„Allt í einu gat ég ekki meir og bókstaflega lagðist í rúmið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. október 2022 11:31 Lydía er sjálf sálfræðingur en trúði því ekki að kulnun væri eitthvað sem gæti gerst fyrir hana. Sífellt fleiri finna fyrir kulnun en hvað er kulnun? Hver eru einkennin og hvers vegna upplifa ekki allir slík veikindi? Sindri Sindrason ræddi við sálfræðinginn Lydíu Ósk Ómarsdóttur í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi um kulnun en hún áttaði sig ekki sjálf á því að hún væri brunnin út á sínum tíma. „Ég sem sagt lenti í því, eins og svo margir gera, að algjörlega missa heilsuna út af langvarandi streitu,“ segir Lydía en það gerðist rétt eftir áramótin 2020 en þá var hún í raun búin að vera þreytt í þrjú ár. Hélt að svona ætti lífið að vera „Ég hélt að ég gæti þetta bara samt og svo myndi ég bara einhvern tímann hvíla mig. En svo allt í einu gat ég ekki meir og bókstaflega lagðist í rúmið. Og ég lág í rúminu í marga marga mánuði. Ég vann alltaf og mikið og það var líka bara strax í menntaskóla þá var ég undir svo allt of miklu álagi. Ég var í MR og var í tónlistarskóla og það var allt of mikið að gera hjá mér. Ég sá bara að ég hef alltaf valið mér svona líf, að hafa brjálað að gera og hélt bara að þannig ætti maður að hafa þetta. Samfélagið segir okkur svolítið að þetta eigi að vera svona,“ segir Lydía en hún seinna giftist og eignaðist þrjú börn með stuttu millibili og vildi að sjálfsögðu ekki gefa afslátt þegar kom að metnaði fyrir vinnu. „Ég vildi hafa heimilið mitt hundrað prósent, ég þurfti að líta vel út og fara reglulega í ræktina og hvergi gaf ég afslátt. Svo bara gerist lífið og ég hef farið í gegnum mín áföll. Ég hef aldrei verið barin eða nauðgað en maður fer í gegnum hluti sem maður skilgreinir sem áföll. Til dæmis þegar ég var tuttugu og fimm ára þá bjó ég í húsnæði sem var mikil mygla og þá missti ég alveg heilsuna. Svo veikist dóttir mín, hún hafði fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga og í raun bara lífið, eins og við flest öll lendum í. Allt þetta saman var of mikið fyrir kerfið mitt og ég leyfði mér aldrei að slaka á.“ Upplifði mikla skömm Hún segist sjálf hafa haldið að hún væri einhver ofurkona og ómeðvitað var hún með fordóma fyrir öðru fólki sem upplifði kulnun. „Svo þegar ég gat ekki meira lengur þá helltist yfir mig svo mikil skömm. Ég bara trúði þessu ekki að þetta gæti gerst hjá mér, að ég gæti ekki höndlað lífið eins og allir aðrir. Svo líka mikið vonleysi að ég gæti ekki komið mér fram úr rúminu. Ég gat ekki unnið, ég gat ekki hugsað um börnin mín og ég hafði ekkert. Ég lá bara upp í rúmi og gat ekki gert neitt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira
Sindri Sindrason ræddi við sálfræðinginn Lydíu Ósk Ómarsdóttur í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi um kulnun en hún áttaði sig ekki sjálf á því að hún væri brunnin út á sínum tíma. „Ég sem sagt lenti í því, eins og svo margir gera, að algjörlega missa heilsuna út af langvarandi streitu,“ segir Lydía en það gerðist rétt eftir áramótin 2020 en þá var hún í raun búin að vera þreytt í þrjú ár. Hélt að svona ætti lífið að vera „Ég hélt að ég gæti þetta bara samt og svo myndi ég bara einhvern tímann hvíla mig. En svo allt í einu gat ég ekki meir og bókstaflega lagðist í rúmið. Og ég lág í rúminu í marga marga mánuði. Ég vann alltaf og mikið og það var líka bara strax í menntaskóla þá var ég undir svo allt of miklu álagi. Ég var í MR og var í tónlistarskóla og það var allt of mikið að gera hjá mér. Ég sá bara að ég hef alltaf valið mér svona líf, að hafa brjálað að gera og hélt bara að þannig ætti maður að hafa þetta. Samfélagið segir okkur svolítið að þetta eigi að vera svona,“ segir Lydía en hún seinna giftist og eignaðist þrjú börn með stuttu millibili og vildi að sjálfsögðu ekki gefa afslátt þegar kom að metnaði fyrir vinnu. „Ég vildi hafa heimilið mitt hundrað prósent, ég þurfti að líta vel út og fara reglulega í ræktina og hvergi gaf ég afslátt. Svo bara gerist lífið og ég hef farið í gegnum mín áföll. Ég hef aldrei verið barin eða nauðgað en maður fer í gegnum hluti sem maður skilgreinir sem áföll. Til dæmis þegar ég var tuttugu og fimm ára þá bjó ég í húsnæði sem var mikil mygla og þá missti ég alveg heilsuna. Svo veikist dóttir mín, hún hafði fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga og í raun bara lífið, eins og við flest öll lendum í. Allt þetta saman var of mikið fyrir kerfið mitt og ég leyfði mér aldrei að slaka á.“ Upplifði mikla skömm Hún segist sjálf hafa haldið að hún væri einhver ofurkona og ómeðvitað var hún með fordóma fyrir öðru fólki sem upplifði kulnun. „Svo þegar ég gat ekki meira lengur þá helltist yfir mig svo mikil skömm. Ég bara trúði þessu ekki að þetta gæti gerst hjá mér, að ég gæti ekki höndlað lífið eins og allir aðrir. Svo líka mikið vonleysi að ég gæti ekki komið mér fram úr rúminu. Ég gat ekki unnið, ég gat ekki hugsað um börnin mín og ég hafði ekkert. Ég lá bara upp í rúmi og gat ekki gert neitt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira