„Allt í einu gat ég ekki meir og bókstaflega lagðist í rúmið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. október 2022 11:31 Lydía er sjálf sálfræðingur en trúði því ekki að kulnun væri eitthvað sem gæti gerst fyrir hana. Sífellt fleiri finna fyrir kulnun en hvað er kulnun? Hver eru einkennin og hvers vegna upplifa ekki allir slík veikindi? Sindri Sindrason ræddi við sálfræðinginn Lydíu Ósk Ómarsdóttur í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi um kulnun en hún áttaði sig ekki sjálf á því að hún væri brunnin út á sínum tíma. „Ég sem sagt lenti í því, eins og svo margir gera, að algjörlega missa heilsuna út af langvarandi streitu,“ segir Lydía en það gerðist rétt eftir áramótin 2020 en þá var hún í raun búin að vera þreytt í þrjú ár. Hélt að svona ætti lífið að vera „Ég hélt að ég gæti þetta bara samt og svo myndi ég bara einhvern tímann hvíla mig. En svo allt í einu gat ég ekki meir og bókstaflega lagðist í rúmið. Og ég lág í rúminu í marga marga mánuði. Ég vann alltaf og mikið og það var líka bara strax í menntaskóla þá var ég undir svo allt of miklu álagi. Ég var í MR og var í tónlistarskóla og það var allt of mikið að gera hjá mér. Ég sá bara að ég hef alltaf valið mér svona líf, að hafa brjálað að gera og hélt bara að þannig ætti maður að hafa þetta. Samfélagið segir okkur svolítið að þetta eigi að vera svona,“ segir Lydía en hún seinna giftist og eignaðist þrjú börn með stuttu millibili og vildi að sjálfsögðu ekki gefa afslátt þegar kom að metnaði fyrir vinnu. „Ég vildi hafa heimilið mitt hundrað prósent, ég þurfti að líta vel út og fara reglulega í ræktina og hvergi gaf ég afslátt. Svo bara gerist lífið og ég hef farið í gegnum mín áföll. Ég hef aldrei verið barin eða nauðgað en maður fer í gegnum hluti sem maður skilgreinir sem áföll. Til dæmis þegar ég var tuttugu og fimm ára þá bjó ég í húsnæði sem var mikil mygla og þá missti ég alveg heilsuna. Svo veikist dóttir mín, hún hafði fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga og í raun bara lífið, eins og við flest öll lendum í. Allt þetta saman var of mikið fyrir kerfið mitt og ég leyfði mér aldrei að slaka á.“ Upplifði mikla skömm Hún segist sjálf hafa haldið að hún væri einhver ofurkona og ómeðvitað var hún með fordóma fyrir öðru fólki sem upplifði kulnun. „Svo þegar ég gat ekki meira lengur þá helltist yfir mig svo mikil skömm. Ég bara trúði þessu ekki að þetta gæti gerst hjá mér, að ég gæti ekki höndlað lífið eins og allir aðrir. Svo líka mikið vonleysi að ég gæti ekki komið mér fram úr rúminu. Ég gat ekki unnið, ég gat ekki hugsað um börnin mín og ég hafði ekkert. Ég lá bara upp í rúmi og gat ekki gert neitt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
Sindri Sindrason ræddi við sálfræðinginn Lydíu Ósk Ómarsdóttur í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi um kulnun en hún áttaði sig ekki sjálf á því að hún væri brunnin út á sínum tíma. „Ég sem sagt lenti í því, eins og svo margir gera, að algjörlega missa heilsuna út af langvarandi streitu,“ segir Lydía en það gerðist rétt eftir áramótin 2020 en þá var hún í raun búin að vera þreytt í þrjú ár. Hélt að svona ætti lífið að vera „Ég hélt að ég gæti þetta bara samt og svo myndi ég bara einhvern tímann hvíla mig. En svo allt í einu gat ég ekki meir og bókstaflega lagðist í rúmið. Og ég lág í rúminu í marga marga mánuði. Ég vann alltaf og mikið og það var líka bara strax í menntaskóla þá var ég undir svo allt of miklu álagi. Ég var í MR og var í tónlistarskóla og það var allt of mikið að gera hjá mér. Ég sá bara að ég hef alltaf valið mér svona líf, að hafa brjálað að gera og hélt bara að þannig ætti maður að hafa þetta. Samfélagið segir okkur svolítið að þetta eigi að vera svona,“ segir Lydía en hún seinna giftist og eignaðist þrjú börn með stuttu millibili og vildi að sjálfsögðu ekki gefa afslátt þegar kom að metnaði fyrir vinnu. „Ég vildi hafa heimilið mitt hundrað prósent, ég þurfti að líta vel út og fara reglulega í ræktina og hvergi gaf ég afslátt. Svo bara gerist lífið og ég hef farið í gegnum mín áföll. Ég hef aldrei verið barin eða nauðgað en maður fer í gegnum hluti sem maður skilgreinir sem áföll. Til dæmis þegar ég var tuttugu og fimm ára þá bjó ég í húsnæði sem var mikil mygla og þá missti ég alveg heilsuna. Svo veikist dóttir mín, hún hafði fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga og í raun bara lífið, eins og við flest öll lendum í. Allt þetta saman var of mikið fyrir kerfið mitt og ég leyfði mér aldrei að slaka á.“ Upplifði mikla skömm Hún segist sjálf hafa haldið að hún væri einhver ofurkona og ómeðvitað var hún með fordóma fyrir öðru fólki sem upplifði kulnun. „Svo þegar ég gat ekki meira lengur þá helltist yfir mig svo mikil skömm. Ég bara trúði þessu ekki að þetta gæti gerst hjá mér, að ég gæti ekki höndlað lífið eins og allir aðrir. Svo líka mikið vonleysi að ég gæti ekki komið mér fram úr rúminu. Ég gat ekki unnið, ég gat ekki hugsað um börnin mín og ég hafði ekkert. Ég lá bara upp í rúmi og gat ekki gert neitt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira