Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2022 22:19 Sergei Surovkin tók nýverið við stjórn innrásar Rússa í Úkraínu. EPA/MICHAEL KLIMENTYEV Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. Sergei Surovkin, herforingi sem fer nú með stjórn innrásarinnar í Úkraínu, sagði í sjónvarpsávarpi í kvöld að aðstæður væru erfiðar fyrir Rússa á vesturbakka Dnipro. Úkraínski herinn hefur valdið miklum skemmdum á helstu birgðaleiðir rússneskra hermanna og hafa hermenn sótt fram gegn Rússum í héraðinu og í att að höfuðborg héraðsins, sem er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar náðu tökum á eftir innrásina í febrúar. „Framtíðaráætlanir okkar varðandi Kherson-borg munu velta á taktískri stöðu þar,“ sagði herforinginn í áðurnefndu ávarpi, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. „Ég endurtek, að í dag er staðan þegar mjög erfið,“ sagði Surovkin. Kherson er eitt fjögurra héraða í Úkraínu sem Rússar hafa að hluta til á sínu valdi og halda fram að hafa innlimað á undanförnum vikum. Kherson er þá líklega mikilvægasta héraðið hvað varðar staðsetningu. Kherson er eina héraðið sem liggur að Krímskaga, sem Rússland innlimaði árið 2014, og stendur við ósar Dnipro, árinnar sem skiptir Úkraínu í tvennt. Meanwhile, Russian General Sergey Armageddon Surovikin sounds even more pessimistic, warning that difficult decisions lie ahead regarding the city of Kherson itself, as Ukraine s counteroffensive nears. Future plans depend on the emerging military-tactical situation. pic.twitter.com/iL22DvEhB8— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) October 18, 2022 Hafa grafið undan Rússum í Kherson Úkraínskir hermenn hafa frá því fyrr í sumar unnið að því að frelsa Kherson-borg úr höndum Rússa. Sókn Úkraínumanna er sögð hafa verið kostnaðarsöm en í aðdraganda hennar fluttu Rússar marga af sínum reyndustu hermönnum til héraðsins og byggðu upp varnir sínar. Það gerði Úkraínumönnum aftur á móti kleift að ná góðum árangri í austurhluta landsins á undanförnum vikum. Sjá einnig: Skipulögðu sóknina með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta Fregnir hafa borist af því að forsvarsmenn rússneska hersins hafi beðið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um leyfi til að hörfa fyrir Dnipro en að hann hafi þvertekið fyrir það. Ummæli Sukovkin þykja til marks um að afstaða Pútíns hafi ef til vill breyst í ljósi erfiðrar stöðu rússneska hersins í Kherson. Grófa mynd af stöðunni í Kherson má sjá á meðfylgjandi korti frá hugveitunni Institute for the study of war. Southern Axis Update:#Russian sources continued to claim that #Ukrainian Forces are conducting counteroffensive operations in #Kherson Oblast on October 16 and 17. /1https://t.co/QnYieBTcgz pic.twitter.com/d05qTvW8ep— ISW (@TheStudyofWar) October 18, 2022 Surovikin sagði einnig að Rússar hefðu séð vísbendingar um að Úkraínumenn ætluðu sér að beita bönnuðum hernaðaraðferðum í grennd við Kherson og þar á meðal kæmi til greina að skjóta eldflaugum á mikilvæga stíflu á svæðinu. Einnig kæmi til greina að Úkraínumenn myndu gera stórskotaliðsárásir á Kherson-borg. Herforinginn sagði að þannig gætu Úkraínumenn valdið skemmdum á innviðum og miklu mannfalli meðal óbreyttra borgara. Hann sagði einnig að eldflaugaárásir Úkraínumanna hefðu leitt til þess að matvæli og vatn skorti í Kherson-borg. Kirill Stremousov, einn af leppstjórum Rússa í Kherson, sagði í ávarpi í kvöld að fólk ætti að flýja Kherson-borg eins fljótt og auðið væri. Úkraínumenn myndu fljótt hefja sókn að henni. Til greina kæmi að Úkraínumenn myndu gera stórskotaliðsárásir á borgina en í stuttu ávarpi laug hann því ítrekað að Úkraínumenn væru nasistar. In a late-night address posted on Telegram, Russian-installed Kherson official Kirill Stremousov calls for people to "evacuate the city as quickly as possible" and says Ukraine "will begin an offensive on the city of Kherson very soon" pic.twitter.com/NBOvy1zJCo— Francis Scarr (@francis_scarr) October 18, 2022 Undanfarnar tvær vikur hafa Rússar gert markvissar dróna- og eldflaugaárásir á innviði Úkraínu og borgaraleg skotmörk. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi að frá því þessar árásir hófust í síðustu viku hefði Rússum tekist að skemma um þriðjung orkuveitna Úkraínu. Sjá einnig: Senda dróna og eldflaugar til Rússa Surovkin hélt því einnig fram að leiðtogar Atlantshafsbandalagsins væru að þvinga Úkraínumenn til að sækja fram í Kherson, þrátt fyrir mikið mannfall hermanna og óbreyttra borgara. Hann staðhæfði að Úkraínumenn væru að missa milli sex hundruð og þúsund hermenn á dag. Þegar mest var sögðust Úkraínumenn vera að missa allt að tvö hundruð menn á dag. „Óvinur okkar er glæpsamleg ríkisstjórn sem þvingar íbúa Úkraínu út í dauðann,“ sagði Surovkin. Hann sagði einnig að þjóðir Úkraínu og Rússlands væru „ein þjóð“ og það eina sem Rússar vildu væri Úkraína sem væri laus við Vesturlönd og NATO og vinveitt Rússlandi. Sjá einnig: Úkraínuforseti segir árásir Rússa sameina þjóðina Blaðamaður BBC segir umæli Surovkin benda til þess að markmið Rússa væri að þvinga Úkraínumenn til vináttu við Rússa. Russian Commander Surovikin tells Russian TV: We & Ukrainians are one people. We want Ukraine to be independent of the West & Nato, a state that is friendly to Russia. Moscow's aim is clear: to force Ukraine to be 'friends' with Russia (ie force Ukraine into Russia's orbit). pic.twitter.com/vem2rv6MuX— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) October 18, 2022 Herforinginn sagði einnig að helsta verkefni Rússa í héraðinu væri að verja líf og heilsu borgara. Því myndi herinn aðstoða við að flytja fólk á brott frá Kherson. Rússar hafa verið sakaðir um að flytja tugi þúsunda Úkraínumanna nauðungaflutningum til afskekktra héraða Rússlands og að ræna börnum og ættleiða þau til rússneskra foreldra, hvort sem þau séu munaðarlaus eða ekki. Sjá einnig: Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Surovkin hélt því fram að Úkraínumenn hefðu sent allt herlið sem hægt væri til Kherson og væru að nota óþjálfaða hermenn í árásir á Rússa. Þeir hefðu lítinn baráttuvilja og því notuðust Úkraínumenn við sérstakar sveitir þjóðernissinna til að skjóta hermenn sem reyna að flýja. Engar fregnir hafa borist frá Úkraínu sem styðja þessi ummæli herforingjans. Segja hermenn ekki fá neina þjálfun Rússneskir hermenn sem hafa verið kvaddir til herþjónustu hafa fallið í átökum í Úkraínu einungis nokkra daga eftir herkvaðningu. Þegar Pútín var spurður út í þetta í síðustu viku sagði hann að í einhverjum tilfellum fengju mennirnir einungis tíu daga þjálfun áður en þeir væru sendir til Úkraínu. Rússneski miðillinn Moscow Times segir til dæmis að Igor Puchkov, hafi dáið í Kherson í Úkraínu, tíu dögum eftir herkvaðningu. Fjölskylda hans segir að Puchkov, sem var 27 ára gamall, hafi ekki fengið neina þjálfun, fyrir utan þá sem hann fékk við herkvaðningu sem táningur. Hann var í hernum árið 2015 en ungir menn sem kvaddir eru í herinn á hverju ári í Rússlandi eru ekki sagðir fá mikla þjálfun. Fjölskyldan segir einnig að hann hafi verið sendur til Úkraínu með einungis þrjátíu skot fyrir byssu sína. Moscow Times segir einnig frá öðrum manni sem féll sama dag og Puchkov en hann hét Igor Solodaev og var 35 ára gamall. Þeir voru báðir frá sama bænum í Síberíu. Vinur Solodaevs segir að þeir hafi enga þjálfun fengið og að Solodaev hafi þurft að kaupa sér föt sjálfur. Degi áður en hann hafi verið sendur til Kherson hafi hann fyrst fengið byssu í hendurnar. Reports of mobilized soldiers dying in Ukraine have emerged with increasing rapidity in recent days, suggesting that new soldiers have been thrown into battle with minimal training. https://t.co/ItL6hubRd6— The Moscow Times (@MoscowTimes) October 18, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Borgir vatns- og rafmagnslausar eftir árásir Rússa Íbúar úkraínsku borgarinnar Zhytomyr voru án rafmagns og vatns í morgun eftir flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði en við borgina eru herstöðvar í um 140 kílómetra fjarlægð frá Kænugarði, sem einnig var skotið á. Fleiri borgir í Úkraínu urðu sömuleiðis fyrir árásum í morgunsárið. 18. október 2022 10:34 Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu. 17. október 2022 23:54 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Sergei Surovkin, herforingi sem fer nú með stjórn innrásarinnar í Úkraínu, sagði í sjónvarpsávarpi í kvöld að aðstæður væru erfiðar fyrir Rússa á vesturbakka Dnipro. Úkraínski herinn hefur valdið miklum skemmdum á helstu birgðaleiðir rússneskra hermanna og hafa hermenn sótt fram gegn Rússum í héraðinu og í att að höfuðborg héraðsins, sem er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar náðu tökum á eftir innrásina í febrúar. „Framtíðaráætlanir okkar varðandi Kherson-borg munu velta á taktískri stöðu þar,“ sagði herforinginn í áðurnefndu ávarpi, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. „Ég endurtek, að í dag er staðan þegar mjög erfið,“ sagði Surovkin. Kherson er eitt fjögurra héraða í Úkraínu sem Rússar hafa að hluta til á sínu valdi og halda fram að hafa innlimað á undanförnum vikum. Kherson er þá líklega mikilvægasta héraðið hvað varðar staðsetningu. Kherson er eina héraðið sem liggur að Krímskaga, sem Rússland innlimaði árið 2014, og stendur við ósar Dnipro, árinnar sem skiptir Úkraínu í tvennt. Meanwhile, Russian General Sergey Armageddon Surovikin sounds even more pessimistic, warning that difficult decisions lie ahead regarding the city of Kherson itself, as Ukraine s counteroffensive nears. Future plans depend on the emerging military-tactical situation. pic.twitter.com/iL22DvEhB8— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) October 18, 2022 Hafa grafið undan Rússum í Kherson Úkraínskir hermenn hafa frá því fyrr í sumar unnið að því að frelsa Kherson-borg úr höndum Rússa. Sókn Úkraínumanna er sögð hafa verið kostnaðarsöm en í aðdraganda hennar fluttu Rússar marga af sínum reyndustu hermönnum til héraðsins og byggðu upp varnir sínar. Það gerði Úkraínumönnum aftur á móti kleift að ná góðum árangri í austurhluta landsins á undanförnum vikum. Sjá einnig: Skipulögðu sóknina með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta Fregnir hafa borist af því að forsvarsmenn rússneska hersins hafi beðið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um leyfi til að hörfa fyrir Dnipro en að hann hafi þvertekið fyrir það. Ummæli Sukovkin þykja til marks um að afstaða Pútíns hafi ef til vill breyst í ljósi erfiðrar stöðu rússneska hersins í Kherson. Grófa mynd af stöðunni í Kherson má sjá á meðfylgjandi korti frá hugveitunni Institute for the study of war. Southern Axis Update:#Russian sources continued to claim that #Ukrainian Forces are conducting counteroffensive operations in #Kherson Oblast on October 16 and 17. /1https://t.co/QnYieBTcgz pic.twitter.com/d05qTvW8ep— ISW (@TheStudyofWar) October 18, 2022 Surovikin sagði einnig að Rússar hefðu séð vísbendingar um að Úkraínumenn ætluðu sér að beita bönnuðum hernaðaraðferðum í grennd við Kherson og þar á meðal kæmi til greina að skjóta eldflaugum á mikilvæga stíflu á svæðinu. Einnig kæmi til greina að Úkraínumenn myndu gera stórskotaliðsárásir á Kherson-borg. Herforinginn sagði að þannig gætu Úkraínumenn valdið skemmdum á innviðum og miklu mannfalli meðal óbreyttra borgara. Hann sagði einnig að eldflaugaárásir Úkraínumanna hefðu leitt til þess að matvæli og vatn skorti í Kherson-borg. Kirill Stremousov, einn af leppstjórum Rússa í Kherson, sagði í ávarpi í kvöld að fólk ætti að flýja Kherson-borg eins fljótt og auðið væri. Úkraínumenn myndu fljótt hefja sókn að henni. Til greina kæmi að Úkraínumenn myndu gera stórskotaliðsárásir á borgina en í stuttu ávarpi laug hann því ítrekað að Úkraínumenn væru nasistar. In a late-night address posted on Telegram, Russian-installed Kherson official Kirill Stremousov calls for people to "evacuate the city as quickly as possible" and says Ukraine "will begin an offensive on the city of Kherson very soon" pic.twitter.com/NBOvy1zJCo— Francis Scarr (@francis_scarr) October 18, 2022 Undanfarnar tvær vikur hafa Rússar gert markvissar dróna- og eldflaugaárásir á innviði Úkraínu og borgaraleg skotmörk. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi að frá því þessar árásir hófust í síðustu viku hefði Rússum tekist að skemma um þriðjung orkuveitna Úkraínu. Sjá einnig: Senda dróna og eldflaugar til Rússa Surovkin hélt því einnig fram að leiðtogar Atlantshafsbandalagsins væru að þvinga Úkraínumenn til að sækja fram í Kherson, þrátt fyrir mikið mannfall hermanna og óbreyttra borgara. Hann staðhæfði að Úkraínumenn væru að missa milli sex hundruð og þúsund hermenn á dag. Þegar mest var sögðust Úkraínumenn vera að missa allt að tvö hundruð menn á dag. „Óvinur okkar er glæpsamleg ríkisstjórn sem þvingar íbúa Úkraínu út í dauðann,“ sagði Surovkin. Hann sagði einnig að þjóðir Úkraínu og Rússlands væru „ein þjóð“ og það eina sem Rússar vildu væri Úkraína sem væri laus við Vesturlönd og NATO og vinveitt Rússlandi. Sjá einnig: Úkraínuforseti segir árásir Rússa sameina þjóðina Blaðamaður BBC segir umæli Surovkin benda til þess að markmið Rússa væri að þvinga Úkraínumenn til vináttu við Rússa. Russian Commander Surovikin tells Russian TV: We & Ukrainians are one people. We want Ukraine to be independent of the West & Nato, a state that is friendly to Russia. Moscow's aim is clear: to force Ukraine to be 'friends' with Russia (ie force Ukraine into Russia's orbit). pic.twitter.com/vem2rv6MuX— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) October 18, 2022 Herforinginn sagði einnig að helsta verkefni Rússa í héraðinu væri að verja líf og heilsu borgara. Því myndi herinn aðstoða við að flytja fólk á brott frá Kherson. Rússar hafa verið sakaðir um að flytja tugi þúsunda Úkraínumanna nauðungaflutningum til afskekktra héraða Rússlands og að ræna börnum og ættleiða þau til rússneskra foreldra, hvort sem þau séu munaðarlaus eða ekki. Sjá einnig: Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Surovkin hélt því fram að Úkraínumenn hefðu sent allt herlið sem hægt væri til Kherson og væru að nota óþjálfaða hermenn í árásir á Rússa. Þeir hefðu lítinn baráttuvilja og því notuðust Úkraínumenn við sérstakar sveitir þjóðernissinna til að skjóta hermenn sem reyna að flýja. Engar fregnir hafa borist frá Úkraínu sem styðja þessi ummæli herforingjans. Segja hermenn ekki fá neina þjálfun Rússneskir hermenn sem hafa verið kvaddir til herþjónustu hafa fallið í átökum í Úkraínu einungis nokkra daga eftir herkvaðningu. Þegar Pútín var spurður út í þetta í síðustu viku sagði hann að í einhverjum tilfellum fengju mennirnir einungis tíu daga þjálfun áður en þeir væru sendir til Úkraínu. Rússneski miðillinn Moscow Times segir til dæmis að Igor Puchkov, hafi dáið í Kherson í Úkraínu, tíu dögum eftir herkvaðningu. Fjölskylda hans segir að Puchkov, sem var 27 ára gamall, hafi ekki fengið neina þjálfun, fyrir utan þá sem hann fékk við herkvaðningu sem táningur. Hann var í hernum árið 2015 en ungir menn sem kvaddir eru í herinn á hverju ári í Rússlandi eru ekki sagðir fá mikla þjálfun. Fjölskyldan segir einnig að hann hafi verið sendur til Úkraínu með einungis þrjátíu skot fyrir byssu sína. Moscow Times segir einnig frá öðrum manni sem féll sama dag og Puchkov en hann hét Igor Solodaev og var 35 ára gamall. Þeir voru báðir frá sama bænum í Síberíu. Vinur Solodaevs segir að þeir hafi enga þjálfun fengið og að Solodaev hafi þurft að kaupa sér föt sjálfur. Degi áður en hann hafi verið sendur til Kherson hafi hann fyrst fengið byssu í hendurnar. Reports of mobilized soldiers dying in Ukraine have emerged with increasing rapidity in recent days, suggesting that new soldiers have been thrown into battle with minimal training. https://t.co/ItL6hubRd6— The Moscow Times (@MoscowTimes) October 18, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Borgir vatns- og rafmagnslausar eftir árásir Rússa Íbúar úkraínsku borgarinnar Zhytomyr voru án rafmagns og vatns í morgun eftir flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði en við borgina eru herstöðvar í um 140 kílómetra fjarlægð frá Kænugarði, sem einnig var skotið á. Fleiri borgir í Úkraínu urðu sömuleiðis fyrir árásum í morgunsárið. 18. október 2022 10:34 Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu. 17. október 2022 23:54 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Borgir vatns- og rafmagnslausar eftir árásir Rússa Íbúar úkraínsku borgarinnar Zhytomyr voru án rafmagns og vatns í morgun eftir flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði en við borgina eru herstöðvar í um 140 kílómetra fjarlægð frá Kænugarði, sem einnig var skotið á. Fleiri borgir í Úkraínu urðu sömuleiðis fyrir árásum í morgunsárið. 18. október 2022 10:34
Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu. 17. október 2022 23:54