Vilja grípa til lagasetningar til að koma í veg fyrir ráðningar til Kína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2022 10:44 Yfirvöld á Bretlandseyjum vilja koma í veg fyrir að fyrrverandi og núverandi hermenn ráði sig til Kína. epa/Henning Bagger Breskir ráðherrar vilja breyta lögum til að koma í veg fyrir að fyrrverandi flugmenn breska flughersins séu Kínverjum innan handar við þjálfun herflugmanna. Fregnir hafa borist af því að að minnsta kosti 30 Bretar hafi ráðið sig til kínverska hersins, sem ku hafa boðið einstaklingunum afar álitlega ráðningarsamninga. Yfirvöld á Bretlandseyjum eru sögð uggandi vegna málsins þar sem þau segja ráðningarnar ógn við hagsmuni Bretlands og Vesturlanda. James Heappey, ráðherra heraflans, segir vilja til að breyta lögunum á þann veg að mönnum yrði gefin ein viðvörun áður en þeir yrðu sóttir til saka. Hann segir yfirvöld hafa sett sig í samband við umrædda einstaklinga og látið það skýrt í ljós að hernaðaryfivöld gerðu þá kröfu að þeir störfuðu ekki með Kínverjum. Heappey segir Kínverja ógna hagsmunum Breta víðsvegar í heiminum. Á sumum sviðum ættu þjóðirnar í samstarfi en það væri ekkert launungarmál að Kínverjar hefðu gert tilraunir til að komast yfir leyndarmál Breta og að ráðningar breskra herflugmanna væru liður í því að greina getu flughersins. Breska varnarmálaráðuneytið hefur gefið út yfirlýsingu um að það freisti þess nú að koma í veg fyrir að fyrrverandi og núverandi flugmenn ráði sig til Kína. Allir umræddir einstaklingar séu þegar bundnir af lögum um þagnarskyldu en ný lög um þjóðaröryggi muni taka enn harðar á öryggisógnum á borð við þessa. Kína Bretland Hernaður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Fregnir hafa borist af því að að minnsta kosti 30 Bretar hafi ráðið sig til kínverska hersins, sem ku hafa boðið einstaklingunum afar álitlega ráðningarsamninga. Yfirvöld á Bretlandseyjum eru sögð uggandi vegna málsins þar sem þau segja ráðningarnar ógn við hagsmuni Bretlands og Vesturlanda. James Heappey, ráðherra heraflans, segir vilja til að breyta lögunum á þann veg að mönnum yrði gefin ein viðvörun áður en þeir yrðu sóttir til saka. Hann segir yfirvöld hafa sett sig í samband við umrædda einstaklinga og látið það skýrt í ljós að hernaðaryfivöld gerðu þá kröfu að þeir störfuðu ekki með Kínverjum. Heappey segir Kínverja ógna hagsmunum Breta víðsvegar í heiminum. Á sumum sviðum ættu þjóðirnar í samstarfi en það væri ekkert launungarmál að Kínverjar hefðu gert tilraunir til að komast yfir leyndarmál Breta og að ráðningar breskra herflugmanna væru liður í því að greina getu flughersins. Breska varnarmálaráðuneytið hefur gefið út yfirlýsingu um að það freisti þess nú að koma í veg fyrir að fyrrverandi og núverandi flugmenn ráði sig til Kína. Allir umræddir einstaklingar séu þegar bundnir af lögum um þagnarskyldu en ný lög um þjóðaröryggi muni taka enn harðar á öryggisógnum á borð við þessa.
Kína Bretland Hernaður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira