Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 18. október 2022 06:01 Leikkonan og nú handritshöfundurinn Aníta Briem var gestur í Bakaríinu síðasta laugardag þar sem hún ræddi um þættina Svo lengi sem við lifum. Handritið segir hún innblásið af eigin reynslu. Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. Aum í hjartanu eftir krefjandi tökutímabil Fyrir rúmri viku lauk tökum á seríunni og viðurkennir Aníta að tökuferlið hafi tekið töluvert á andlega. „Þegar þú ert að segja sögur þá eru það yfirleitt sögur af fólki sem er að ganga í gegnum eitthvað sem er það mest krefjandi eða mikilvægasta tímabil í þeirra lífi. Þá þarftu einhvern veginn að vera að ganga í gegnum það sjálfur. Þannig að maður kemur stundum út úr svona tímabilum svolítið aumur í hjartanu.“ Upplifði sig eina í heiminum Handritið hefur hún sagt vera einhvers konar óð til ástarinnar en sagan sé á margan hátt ólík öðrum ástarsögum. Það séu vissulega til mikið af sögum um ástina, þetta spennandi upphaf hennar og öll ævintýrin. Hvernig ástin kviknar og svo hvernig hún endar, sambandsslitin og skilnaðina. En í raun sé lítið til af frásögnum og sögum af því hvernig það er raunverulega að vera í langtímasambandi, með tilheyrandi áskorunum. Það sem keyrði mig áfram að segja þessa sögu er svolítið að ég lenti á stað í mínu lífi, með ástina, með hjónabandið, sem ég var ekki að heyra um, sem að ég vissi ekki um. Þar af leiðandi upplifði ég þessa hluti eins og ég væri alein í heiminum að upplifa þá eða að það væri eitthvað stórkostlegt að mér. Að fjarlægjast eða þroskast saman Aníta segir fólk í langtímasamböndum oft á tíðum gleyma að fara í gegnum ákveðið þroskaferðalag saman og fjarlægist því frekar smátt og smátt og fari í ólíkar áttir. „Ég fékk alveg ofboðslegan áhuga á þessu fyrirbæri sem er kallað „seven year itch“ og hversu oft þessi munstur koma upp í samböndum út um allt í okkar lífi og samfélagi.“ Viðtalið við Anítu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Persónuleg en ekki sannsöguleg Aðspurð hvort að það hafi verið ákveðin þerapía að fara í gegnum þetta ferli að skrifa svo persónulegt handrit byggt á hjónabandi sínu, segir Aníta það sannarlega hafa verið mikilvægt skref fyrir sig. „Sagan er mjög persónuleg en hún er klárlega ekki sannsöguleg,“ segir Aníta og hlær. Þó svo að atburðir í sjálfri sögunni séu ekki allir sannir séu spurningarnar sem komi fram í handritinu þó sannar og mjög persónulegar. Þættirnir Svo lengi sem við lifum verða sex talsins og með aðalhlutverk fara ásamt Anítu þau, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Bakaríið Ástin og lífið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Aum í hjartanu eftir krefjandi tökutímabil Fyrir rúmri viku lauk tökum á seríunni og viðurkennir Aníta að tökuferlið hafi tekið töluvert á andlega. „Þegar þú ert að segja sögur þá eru það yfirleitt sögur af fólki sem er að ganga í gegnum eitthvað sem er það mest krefjandi eða mikilvægasta tímabil í þeirra lífi. Þá þarftu einhvern veginn að vera að ganga í gegnum það sjálfur. Þannig að maður kemur stundum út úr svona tímabilum svolítið aumur í hjartanu.“ Upplifði sig eina í heiminum Handritið hefur hún sagt vera einhvers konar óð til ástarinnar en sagan sé á margan hátt ólík öðrum ástarsögum. Það séu vissulega til mikið af sögum um ástina, þetta spennandi upphaf hennar og öll ævintýrin. Hvernig ástin kviknar og svo hvernig hún endar, sambandsslitin og skilnaðina. En í raun sé lítið til af frásögnum og sögum af því hvernig það er raunverulega að vera í langtímasambandi, með tilheyrandi áskorunum. Það sem keyrði mig áfram að segja þessa sögu er svolítið að ég lenti á stað í mínu lífi, með ástina, með hjónabandið, sem ég var ekki að heyra um, sem að ég vissi ekki um. Þar af leiðandi upplifði ég þessa hluti eins og ég væri alein í heiminum að upplifa þá eða að það væri eitthvað stórkostlegt að mér. Að fjarlægjast eða þroskast saman Aníta segir fólk í langtímasamböndum oft á tíðum gleyma að fara í gegnum ákveðið þroskaferðalag saman og fjarlægist því frekar smátt og smátt og fari í ólíkar áttir. „Ég fékk alveg ofboðslegan áhuga á þessu fyrirbæri sem er kallað „seven year itch“ og hversu oft þessi munstur koma upp í samböndum út um allt í okkar lífi og samfélagi.“ Viðtalið við Anítu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Persónuleg en ekki sannsöguleg Aðspurð hvort að það hafi verið ákveðin þerapía að fara í gegnum þetta ferli að skrifa svo persónulegt handrit byggt á hjónabandi sínu, segir Aníta það sannarlega hafa verið mikilvægt skref fyrir sig. „Sagan er mjög persónuleg en hún er klárlega ekki sannsöguleg,“ segir Aníta og hlær. Þó svo að atburðir í sjálfri sögunni séu ekki allir sannir séu spurningarnar sem komi fram í handritinu þó sannar og mjög persónulegar. Þættirnir Svo lengi sem við lifum verða sex talsins og með aðalhlutverk fara ásamt Anítu þau, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Bakaríið Ástin og lífið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira