Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2022 10:18 Þórdís Jóna Sigurðardóttir. Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Hún mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem koma mun í stað Menntamálastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Það er Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra sem skipar Þórdísi Jónu. Thelma Cl. Þórðardóttir lögfræðingur hefur gegnt forstjórastöðunni síðan Arnór Guðmundsson lét af störfum þann 1. mars eftir sjö ára starf. Í tilkynningunni segir að hlutverk nýrrar stofnunar sé að tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Þórdís Jóna var metin hæfust úr hópi fjölda hæfra umsækjenda að fenginni umsögn frá ráðgefandi hæfninefnd. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsfólki Menntamálastofnunar tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar á fundi með Ernu Kristínu Blöndal ráðuneytisstjóra í mennta- og barnamálaráðuneytinu í morgun. Þar kom meðal annars fram að starfsfólki við stofnunina verði sagt upp við fyrirhugaðar breytingar. Leggja niður Menntamálastofnun Ásmundur Einar kynnir í dag viðamiklar breytingar sem ráðist verður í á menntakerfinu. Skólaþjónusta verður styrkt þvert á skólastig með nýjum heildarlögum um skólaþjónustu og nýrri stofnun. Menntamálastofnun verður lögð niður. Hlutverk nýrrar stofnunar er að tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Arnór Guðmundsson var skipaður forstjóri Menntamálastofnunar árið 2015. Hann var endurskipaður til fimm ára fyrir tveimur árum en hætti fyrr á árinu.Vísir/Vilhelm Aðgerðirnar eru liður í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030, samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og Barnvænu Íslandi. „Engin heildarlöggjöf er til staðar um skólaþjónustu fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og engin miðlæg stofnun með skilgreint hlutverk að framkvæma og samhæfa þessa þjónustu. Aðgengi að þjónustu og ráðgjöf er mismunandi, bæði milli og innan skólastiga og sveitarfélaga, sem leiðir til ójafnræðis,“ segir Ásmundur. Skilvirkari úrræði fyrir börn „Við þurfum að samhæfa kerfin til að tryggja yfirsýn, skilvirkni og gæði þjónustunnar, svo sem þegar nemendur flytjast á milli skóla eða færast milli skólastiga. Meiri ráðgjöf við starfsfólk skóla og stuðningur við skólastarfið leiðir til hraðari og skilvirkari úrræða fyrir börn og ungmenni. Allt sem við gerum á að miða að farsæld þeirra,“ segir Ásmundur Einar. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Einar Markmið nýrra laga um skólaþjónustu er að tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum ásamt því að efla þverfaglega samvinnu milli skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu í þágu nemenda. Ný stofnun tekur við hluta verkefna Menntamálastofnunar. Eftirlit með skólastarfi verður aðgreint frá þjónustu og ráðgjöf og færist til mennta- og barnamálaráðuneytisins fyrst um sinn. Reynsla af umbreytingarverkefnum Þórdís Jóna er með B.A.-próf í stjórnmálafræði og M.A.-próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands og MBA-próf frá Vlerick Business School. Þá hefur hún einnig lokið leiðtoganámi og námi í innleiðingu stefnumótunar frá Harvard Business School. Hún hefur umfangsmikla reynslu af fjölbreyttum umbreytingarverkefnum innan menntakerfisins og víðar og starfað við góðan orðstír. Þar má nefna uppbyggingu MBA-náms og stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík; endurskipulagningu fjármála, stjórnunar og skipulags í Hjallastefnunni; stefnumótun, sameiningu og endurskipulagningu fjölda fyrirtækja, íslenskra sem erlendra; auk aðkomu að endurskipulagningu, mótun og innleiðingu stefnu hjá fjölda stofnana. Á starfsferli sínum hefur Þórdís Jóna komið að verkefnum úr ólíkum áttum m.a. sem framkvæmdastjóri, forstjóri, stjórnarmaður og stjórnarformaður. Víðtæk og umfangsmikil reynsla Þórdísar mun nýtast einkar vel í þeim verkefnum sem framundan eru við mótun nýrrar stofnunar sem ætlað er að styðja heildstætt við skólaþróun og farsæld barna til framtíðar. Vistaskipti Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Það er Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra sem skipar Þórdísi Jónu. Thelma Cl. Þórðardóttir lögfræðingur hefur gegnt forstjórastöðunni síðan Arnór Guðmundsson lét af störfum þann 1. mars eftir sjö ára starf. Í tilkynningunni segir að hlutverk nýrrar stofnunar sé að tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Þórdís Jóna var metin hæfust úr hópi fjölda hæfra umsækjenda að fenginni umsögn frá ráðgefandi hæfninefnd. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsfólki Menntamálastofnunar tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar á fundi með Ernu Kristínu Blöndal ráðuneytisstjóra í mennta- og barnamálaráðuneytinu í morgun. Þar kom meðal annars fram að starfsfólki við stofnunina verði sagt upp við fyrirhugaðar breytingar. Leggja niður Menntamálastofnun Ásmundur Einar kynnir í dag viðamiklar breytingar sem ráðist verður í á menntakerfinu. Skólaþjónusta verður styrkt þvert á skólastig með nýjum heildarlögum um skólaþjónustu og nýrri stofnun. Menntamálastofnun verður lögð niður. Hlutverk nýrrar stofnunar er að tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Arnór Guðmundsson var skipaður forstjóri Menntamálastofnunar árið 2015. Hann var endurskipaður til fimm ára fyrir tveimur árum en hætti fyrr á árinu.Vísir/Vilhelm Aðgerðirnar eru liður í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030, samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og Barnvænu Íslandi. „Engin heildarlöggjöf er til staðar um skólaþjónustu fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og engin miðlæg stofnun með skilgreint hlutverk að framkvæma og samhæfa þessa þjónustu. Aðgengi að þjónustu og ráðgjöf er mismunandi, bæði milli og innan skólastiga og sveitarfélaga, sem leiðir til ójafnræðis,“ segir Ásmundur. Skilvirkari úrræði fyrir börn „Við þurfum að samhæfa kerfin til að tryggja yfirsýn, skilvirkni og gæði þjónustunnar, svo sem þegar nemendur flytjast á milli skóla eða færast milli skólastiga. Meiri ráðgjöf við starfsfólk skóla og stuðningur við skólastarfið leiðir til hraðari og skilvirkari úrræða fyrir börn og ungmenni. Allt sem við gerum á að miða að farsæld þeirra,“ segir Ásmundur Einar. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Einar Markmið nýrra laga um skólaþjónustu er að tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum ásamt því að efla þverfaglega samvinnu milli skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu í þágu nemenda. Ný stofnun tekur við hluta verkefna Menntamálastofnunar. Eftirlit með skólastarfi verður aðgreint frá þjónustu og ráðgjöf og færist til mennta- og barnamálaráðuneytisins fyrst um sinn. Reynsla af umbreytingarverkefnum Þórdís Jóna er með B.A.-próf í stjórnmálafræði og M.A.-próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands og MBA-próf frá Vlerick Business School. Þá hefur hún einnig lokið leiðtoganámi og námi í innleiðingu stefnumótunar frá Harvard Business School. Hún hefur umfangsmikla reynslu af fjölbreyttum umbreytingarverkefnum innan menntakerfisins og víðar og starfað við góðan orðstír. Þar má nefna uppbyggingu MBA-náms og stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík; endurskipulagningu fjármála, stjórnunar og skipulags í Hjallastefnunni; stefnumótun, sameiningu og endurskipulagningu fjölda fyrirtækja, íslenskra sem erlendra; auk aðkomu að endurskipulagningu, mótun og innleiðingu stefnu hjá fjölda stofnana. Á starfsferli sínum hefur Þórdís Jóna komið að verkefnum úr ólíkum áttum m.a. sem framkvæmdastjóri, forstjóri, stjórnarmaður og stjórnarformaður. Víðtæk og umfangsmikil reynsla Þórdísar mun nýtast einkar vel í þeim verkefnum sem framundan eru við mótun nýrrar stofnunar sem ætlað er að styðja heildstætt við skólaþróun og farsæld barna til framtíðar.
Vistaskipti Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira