Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar en vegna veðurs varð sjúkraflugvél Mýflugs frá að hverfa. Þyrlan lenti í Grímsey upp úr klukkan hálf tvö í nótt og var ökumaður fluttur á bráðamóttöku.
Ökumaðurinn var einn í bílnum og ekki er vitað um meiðsl að svo stöddu. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá.