Stjörnukokkurinn Heston Blumenthal fékk sína verstu máltíð á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2022 23:30 Heston Blumenthal er einn þekktasti kokkur Breta. Getty/Stuart C. Wilson Breski sjónvarpskokkurinn Heston Blumenthal átti eina verstu matarupplifun sína á Íslandi þegar hann lagði sér kæsta skötu til munns. Er þetta eina skiptið sem líkami hans hafnaði máltíð með svo afgerandi hætti að hún staldraði stutt við. Þetta kemur fram í viðtali við stjörnukokkinn í breska miðlinum The Guardian í dag. Blumenthal hefur komið að gerð fjölda matreiðsluþátta í Bretlandi og hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar eldunaraðferðir, bragðsamsetningar og svokallaða fjölskynjunarmatargerð. Í viðtalinu er kokkurinn meðal annars spurður að því hvort það sé einhver matur sem hann þoli ekki. Þar stendur ekki á svörum. „Eini maturinn sem ég man eftir að hafi gert það að verkum að hálsinn sagði restinni af líkama mínum að fara til fjandans fékk ég á fiskveiðibát á Íslandi. Þar fékk ég kæsta skötu sem er gerjuð skata. Ég held að þau hafi áður migið á hana en grafi hana núna til að ná fram ammoníakinu.“ Hrifnari af íslenska þorskinum Kokkurinn tekur fram að skatan hafi litið út fyrir að vera fullkomlega elduð og að eldri kynslóðin á Íslandi telji kæsta skötu vera hið mesta lostæti. „En ég reyndi að kyngja henni og hálsinn á mér slöngvaði fisknum beinustu leið út úr munninum á mér. Líkami minn eða maginn tilkynnti: „Nei, þú færð ekki að koma hér inn fyrir.““ Blumenthal mærði íslenskan þorsk í auglýsingu fyrir bresku verslunarkeðjuna Waitrose árið 2011. Þar er hvergi minnst á skötuna góðu sem hefur ekki komist á lista yfir helstu útflutningsvörur Íslands. Matur Bretland Íslandsvinir Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við stjörnukokkinn í breska miðlinum The Guardian í dag. Blumenthal hefur komið að gerð fjölda matreiðsluþátta í Bretlandi og hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar eldunaraðferðir, bragðsamsetningar og svokallaða fjölskynjunarmatargerð. Í viðtalinu er kokkurinn meðal annars spurður að því hvort það sé einhver matur sem hann þoli ekki. Þar stendur ekki á svörum. „Eini maturinn sem ég man eftir að hafi gert það að verkum að hálsinn sagði restinni af líkama mínum að fara til fjandans fékk ég á fiskveiðibát á Íslandi. Þar fékk ég kæsta skötu sem er gerjuð skata. Ég held að þau hafi áður migið á hana en grafi hana núna til að ná fram ammoníakinu.“ Hrifnari af íslenska þorskinum Kokkurinn tekur fram að skatan hafi litið út fyrir að vera fullkomlega elduð og að eldri kynslóðin á Íslandi telji kæsta skötu vera hið mesta lostæti. „En ég reyndi að kyngja henni og hálsinn á mér slöngvaði fisknum beinustu leið út úr munninum á mér. Líkami minn eða maginn tilkynnti: „Nei, þú færð ekki að koma hér inn fyrir.““ Blumenthal mærði íslenskan þorsk í auglýsingu fyrir bresku verslunarkeðjuna Waitrose árið 2011. Þar er hvergi minnst á skötuna góðu sem hefur ekki komist á lista yfir helstu útflutningsvörur Íslands.
Matur Bretland Íslandsvinir Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira