Katarína prinsessa flýr stúdentaíbúð sína vegna öryggisógnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. október 2022 07:51 Amalía hóf nám við háskólann í Amsterdam í september. Getty/P van Katwijk Katarína Amalía krónprinsessa Hollands hefur þurft að yfrgefa stúdentaíbúðina sem hún hefur búið í í Amsterdam í haust vegna öryggisógnar. Þetta segir konungsfjölskyldan í yfirlýsingu en prinsessan hefur nú snúið aftur í konungshöllina. Prinsessan, sem er all jafna kölluð Amalía, hóf nám við háskólann í Amsterdam í september og tók ákvörðun um að búa i stúdentaíbúð í Amsterdam á meðan. Að sögn konungshjónanna var Amalía að einbeita sér að náminu og gerði fátt annað en að mæta í tíma en öryggi hennar var samt ógnað. Vilhjálmur Alexander konungur sagði í opinberri heimsókn í Svíþjóð í gær að staðan væri mjög flókin en Maxíma drottning sagði að Amalía hafi varla þorað út úr húsi. „Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyurir líf hennar. Þetta þýðir að hún getur ekki búið í Amsterdam og að hún getur í rauninni ekki farið út úr húsi,“ sagði drottningin. „Afleiðingarnar eru mjög erfiðar fyrir hana. Hún getur ekki lifað stúdentalífinu eins og aðrir stúdentar... Það er ekki gaman að sjá barnið sitt lifa þannig. Hún getur stundað námið en það er það eina.“ Amalía flutti vegna ógnanna aftur heim til foreldra sinna í Huis ten Bosch höllina í Haag. Ekki hefur verið greint frá hvers eðlis ógnanirnar voru en í síðasta mánuði birtu nokkrir hollenskir fjölmiðlar fréttir um að öryggisgæsla prinsessunnar hafi verið efld vegna hættu á að glæpagengi beindu spjótum sínum að henni, annað hvort til að ræna henni eða ráðast á hana. Amalía krónprinsessa hefur verið gífurlega vinsæl meðal hollensku þjóðarinnar en í fyrra óskaði hún eftir því við forsætisráðherrann að fá ekki 1,6 milljóna evra árslaun sem hún á rétt á, sem nemur um 226 milljónum króna, til að halda heimili og í persónuleg útgjöld. Ástæða þess var að henni þætti óþægilegt að taka við fénu á meðan hún sinnti ekki starfi fyrir konungsfjölskylduna. Kóngafólk Holland Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Prinsessan, sem er all jafna kölluð Amalía, hóf nám við háskólann í Amsterdam í september og tók ákvörðun um að búa i stúdentaíbúð í Amsterdam á meðan. Að sögn konungshjónanna var Amalía að einbeita sér að náminu og gerði fátt annað en að mæta í tíma en öryggi hennar var samt ógnað. Vilhjálmur Alexander konungur sagði í opinberri heimsókn í Svíþjóð í gær að staðan væri mjög flókin en Maxíma drottning sagði að Amalía hafi varla þorað út úr húsi. „Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyurir líf hennar. Þetta þýðir að hún getur ekki búið í Amsterdam og að hún getur í rauninni ekki farið út úr húsi,“ sagði drottningin. „Afleiðingarnar eru mjög erfiðar fyrir hana. Hún getur ekki lifað stúdentalífinu eins og aðrir stúdentar... Það er ekki gaman að sjá barnið sitt lifa þannig. Hún getur stundað námið en það er það eina.“ Amalía flutti vegna ógnanna aftur heim til foreldra sinna í Huis ten Bosch höllina í Haag. Ekki hefur verið greint frá hvers eðlis ógnanirnar voru en í síðasta mánuði birtu nokkrir hollenskir fjölmiðlar fréttir um að öryggisgæsla prinsessunnar hafi verið efld vegna hættu á að glæpagengi beindu spjótum sínum að henni, annað hvort til að ræna henni eða ráðast á hana. Amalía krónprinsessa hefur verið gífurlega vinsæl meðal hollensku þjóðarinnar en í fyrra óskaði hún eftir því við forsætisráðherrann að fá ekki 1,6 milljóna evra árslaun sem hún á rétt á, sem nemur um 226 milljónum króna, til að halda heimili og í persónuleg útgjöld. Ástæða þess var að henni þætti óþægilegt að taka við fénu á meðan hún sinnti ekki starfi fyrir konungsfjölskylduna.
Kóngafólk Holland Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning