Sprengjum rignir enn yfir borgir Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 10:05 Sjálfboðaliðar hjálpa til við að hreinsa til eftir sprengjuárás í borginni Saporisjía í vikunni. AP/Leo Correa Ráðamenn í Kænugarði segja að það muni taka nokkrar vikur að gera að fullu við orkuver og dreifikerfi Úkraínu eftir umfangsmiklar árásir á innviði landsins í vikunni. Um þriðjungur rafmagnsinnviða landsins er sagður hafa orðið fyrir skemmdum og rafmagnsleysi er víða. Rússar héldu árásum sínum á þessa innviði og óbreytta borgara áfram í morgun en eldflaugar og drónar ku hafa verið notaðar til að gera árásir á rúmlega fjörutíu borgir og bæi í dag. Í frétt New York Times er haft eftir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að í þessari viku hafi árásir verið gerðar á tólf orkuver og raforkuinnviði í Kænugarði. Forsetinn sagði að búið væri að laga mikið af skemmdunum en það myndi taka meiri tíma í fjórum héruðum landsins. AP fréttaveitan segir að sprengjum hafi rignt yfir Míkólaív í suðurhluta Úkraínu í nótt. Þar hafi ellefu ára dreng verið bjargað úr rústum húss en hann hafi verið þar fastur í sex klukkustundir. Enn er leitað að sjö sem sagðir eru hafa verið í húsinu. Ráðamenn í Míkólaív segja S-300 flugskeyti hafa verið notað til árása á borgina en fullyrt er að árásum með þess konar flugskeytum hafi færst í aukana. Það eru þó flugskeyti sem við eðlilegar kringumstæður eru notaðar til að skjóta niður herflugvélar en hægt er að notað til ónákvæmra sprengjuárása á skotmörk á jörðu niðri. Þetta vekur upp spurningar um hve lengi Rússar geta haldið umfangsmiklum eldflauga- og flugskeytaárásum áfram. Árásir þessar hófust í vikunni, í kjölfar sprengingar á Kerch-brúnni sem tengir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, við meginland Rússlands. Sú brú er gífurlega mikilvæg Rússum varðandi birgðaflutninga til hersveita þeirra í suðurhluta Úkraínu. Rússar hafa hingað til átt fá svör gegn velgengni Úkraínumanna á vígvöllunum síðustu vikur og virðast þeir hafa tekið þá ákvörðun að reyna að draga úr baráttuvilja Úkraínumanna með árásum á innviði og óbreytta borgara. Bakhjarlar Úkraínu vinna nú hörðum höndum að því að koma fleiri og betri loftvarnarkerfi svo Úkraínumenn geti betur varist þessum árásum. Hingað til hafa loftvarnir Úkraínumanna byggt á gömlum loftvarnarkerfum frá tímum Sovétríkjanna sem úkraínski herinn átti fyrir og vopnum sem bakhjarlar Úkraínu sendu í flýti í kjölfar innrásarinnar. Þar á meðal eru Stinger-flugskeyti og önnur sovésk loftvarnarkerfi frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Úkraínumenn fengu í gær nýtt og háþróað kerfi frá Þýskalandi og stendur til að þeir fá fleiri, bæði til skamms og langs tíma. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. 12. október 2022 07:12 Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Rússar héldu árásum sínum á þessa innviði og óbreytta borgara áfram í morgun en eldflaugar og drónar ku hafa verið notaðar til að gera árásir á rúmlega fjörutíu borgir og bæi í dag. Í frétt New York Times er haft eftir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að í þessari viku hafi árásir verið gerðar á tólf orkuver og raforkuinnviði í Kænugarði. Forsetinn sagði að búið væri að laga mikið af skemmdunum en það myndi taka meiri tíma í fjórum héruðum landsins. AP fréttaveitan segir að sprengjum hafi rignt yfir Míkólaív í suðurhluta Úkraínu í nótt. Þar hafi ellefu ára dreng verið bjargað úr rústum húss en hann hafi verið þar fastur í sex klukkustundir. Enn er leitað að sjö sem sagðir eru hafa verið í húsinu. Ráðamenn í Míkólaív segja S-300 flugskeyti hafa verið notað til árása á borgina en fullyrt er að árásum með þess konar flugskeytum hafi færst í aukana. Það eru þó flugskeyti sem við eðlilegar kringumstæður eru notaðar til að skjóta niður herflugvélar en hægt er að notað til ónákvæmra sprengjuárása á skotmörk á jörðu niðri. Þetta vekur upp spurningar um hve lengi Rússar geta haldið umfangsmiklum eldflauga- og flugskeytaárásum áfram. Árásir þessar hófust í vikunni, í kjölfar sprengingar á Kerch-brúnni sem tengir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, við meginland Rússlands. Sú brú er gífurlega mikilvæg Rússum varðandi birgðaflutninga til hersveita þeirra í suðurhluta Úkraínu. Rússar hafa hingað til átt fá svör gegn velgengni Úkraínumanna á vígvöllunum síðustu vikur og virðast þeir hafa tekið þá ákvörðun að reyna að draga úr baráttuvilja Úkraínumanna með árásum á innviði og óbreytta borgara. Bakhjarlar Úkraínu vinna nú hörðum höndum að því að koma fleiri og betri loftvarnarkerfi svo Úkraínumenn geti betur varist þessum árásum. Hingað til hafa loftvarnir Úkraínumanna byggt á gömlum loftvarnarkerfum frá tímum Sovétríkjanna sem úkraínski herinn átti fyrir og vopnum sem bakhjarlar Úkraínu sendu í flýti í kjölfar innrásarinnar. Þar á meðal eru Stinger-flugskeyti og önnur sovésk loftvarnarkerfi frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Úkraínumenn fengu í gær nýtt og háþróað kerfi frá Þýskalandi og stendur til að þeir fá fleiri, bæði til skamms og langs tíma.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. 12. október 2022 07:12 Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11
Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. 12. október 2022 07:12
Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38