Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2022 07:53 Dýrum hefur fækkað gríðarlega í heiminum öllum á undanförnum fimmtíu árum. Vísir/Vilhelm Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. Skýrslan var unnin af WWF og Dýrafræðingasamfélagi Lundúna (e. Zoological Society of London). Þar kemur fram að á milli ársins 1970 og 2018 hafi dýrum fækkað um 60 prósent. Tveimur árum síðar, árið 2020 hafi fækkunin frá 1970 verið 68 prósent. Fram kemur í frétt Guardian um málið að margir vísindamenn líti svo á að við lifum nú á tímum sjöttu fjöldaútrýmingarinnar. Við séum að verða vitni að mestu útrýmingu lífs á jörðinni síðan tími risaeðlanna rann sitt skeið. Í þetta skiptið sé það ekki gríðarstór loftsteinn sem beri ábyrgðina heldur við, mannfólkið. Áttatíu og níu höfundar skýrslunnar skora á þjóðarleiðtoga heimsins að grípa til aðgerða og samþykkja áætlun á Cop15 ráðstefnunni um fjölbreytni í lífríkinu, sem fer fram í Kanada í desember. Þá skora þeir á leiðtoga að takmarka hækkun hitastigs við 1,5°C á þessum áratug í von um að stöðva eyðileggingu náttúrunnar. Fram kemur í skýrslunni að villtum dýrum hafi fækkað lang mest í Suður- og Mið-Ameríku og eyjum Karíbahafsins, þar með talið Amazon regnskóginum. Þar hafi dýrum fækkað um 94 prósent á undanförnum 48 árum. Skógarhöggið er sagt spila stóran þátt í þessu, sérstaklega í Amazon skóginum sem er stærsti regnskógur heims. Næstmest fækkun sé í Afríku, þar sem dýrum hafi fækkað um 66 prósent, þar á eftir í Asíu og Kyrrahafi, 55 prósent, og Norður-Ameríku þar sem dýrum hefur fækkað um 20 prósent. Í Evrópu og Mið-Asíu hafi dýrum fækað um 18 prósent á þessu tímabili. Í skýrslunni er þessari fækkun líkt við að allt fólk í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Eyjaálfu og Kína hyrfi á fimmtíu ára tímabili. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Við verðum að grípa í taumana“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. 12. október 2022 22:23 Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum. 12. október 2022 14:54 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Skýrslan var unnin af WWF og Dýrafræðingasamfélagi Lundúna (e. Zoological Society of London). Þar kemur fram að á milli ársins 1970 og 2018 hafi dýrum fækkað um 60 prósent. Tveimur árum síðar, árið 2020 hafi fækkunin frá 1970 verið 68 prósent. Fram kemur í frétt Guardian um málið að margir vísindamenn líti svo á að við lifum nú á tímum sjöttu fjöldaútrýmingarinnar. Við séum að verða vitni að mestu útrýmingu lífs á jörðinni síðan tími risaeðlanna rann sitt skeið. Í þetta skiptið sé það ekki gríðarstór loftsteinn sem beri ábyrgðina heldur við, mannfólkið. Áttatíu og níu höfundar skýrslunnar skora á þjóðarleiðtoga heimsins að grípa til aðgerða og samþykkja áætlun á Cop15 ráðstefnunni um fjölbreytni í lífríkinu, sem fer fram í Kanada í desember. Þá skora þeir á leiðtoga að takmarka hækkun hitastigs við 1,5°C á þessum áratug í von um að stöðva eyðileggingu náttúrunnar. Fram kemur í skýrslunni að villtum dýrum hafi fækkað lang mest í Suður- og Mið-Ameríku og eyjum Karíbahafsins, þar með talið Amazon regnskóginum. Þar hafi dýrum fækkað um 94 prósent á undanförnum 48 árum. Skógarhöggið er sagt spila stóran þátt í þessu, sérstaklega í Amazon skóginum sem er stærsti regnskógur heims. Næstmest fækkun sé í Afríku, þar sem dýrum hafi fækkað um 66 prósent, þar á eftir í Asíu og Kyrrahafi, 55 prósent, og Norður-Ameríku þar sem dýrum hefur fækkað um 20 prósent. Í Evrópu og Mið-Asíu hafi dýrum fækað um 18 prósent á þessu tímabili. Í skýrslunni er þessari fækkun líkt við að allt fólk í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Eyjaálfu og Kína hyrfi á fimmtíu ára tímabili.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Við verðum að grípa í taumana“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. 12. október 2022 22:23 Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum. 12. október 2022 14:54 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
„Við verðum að grípa í taumana“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. 12. október 2022 22:23
Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum. 12. október 2022 14:54
Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53