Parið opinberaði sambandið síðasta sumar. Ingó greindi frá því að von væri á barni þegar meiðyrðamál hans gegn Sindra Þór Sigríðarsyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí fyrr á árinu.
Ingó stefndi Sindra fyrir ummæli sem hann lét falla um hann ári áður, þegar Ingó var sakaður um kynferðisbrot. Sindri var sýknaður af stefnu Ingó um meiðyrðin en sá síðarnefndi áfrýjaði dómnum.
Barnalán í fjölskyldunni
Bróðir Ingó á einnig von á sínu fyrsta barni. Guðmundur Þórarinsson, tónlistar- og fótboltamaður á von á stúlku ásamt kærustu sinni Guðbjörgu Ósk Einarsdóttur, skipulagsverkfræðing. Því er mikið barnalán í fjölskyldunni.