Telja sig geta varist flugskeytum frá nágrönnum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2022 08:40 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ræðir við fréttamenn i Seúl. Hann segir þjóð sinni að hafa ekki of miklar áhyggjur af kjarnorkubrölti Norður-Kóreu jafnvel þó að ógnin sé alvarleg. AP/Ahn Jung-hwan Suðurkóreski herinn fullyrðir að hann sé fær um að koma auga á og stöðva flugskeyti sem Norðurkóreumenn hafa gert tilraunir með upp á síðkastið. Alvarleg hætta stafi engu að síður af kjarnorkubrölti nágrannanna í norðri. Stjórnvöld í Pjongjang sögðu frá því í gær að tilgangur ítrekaðra flugskeytatilrauna þeirra upp á síðkastið hafi verið að líkja eftir kjarnorkuárásum á skotmörk í Suður-Kóreu. Tilraunirnar hafi verið stjórnvöldum í Washington og Seúl viðvörun vegna heræfinga þeirra. Moon Hong Sik, talsmaður suðurkóreska varnarmálaráðuneytisins, segir kjarnorkuhótanir norðanmanna afar alvarlegar. Eldflaugavarnarkerfi Suður-Kóreu ráði þó við að finna og stöðva þau eldflaugakerfi sem Norðurkóreumenn segjast hafa notað í tilraunum undanfarinna vikna, að því er AP-fréttastofan segir frá. Sumir sérfræðingar vara þó við því að ný hljóðfrá stýriflaug Norðurkóreumanna kunni að geta brotist í gegnum varnir Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Ef Norðurkóreumenn skytu nokkrum flugskeytum frá nokkrum stöðum í einu kynni það að reynast bandalagsríkjunum erfitt að ná þeim öllum. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, vill styrkja varnir landsins. Rætt hefur verið um koma upp njósnagervihnöttum, eftirlitsdrónum og fleiri njósnatækjum til að fylgjast betur með nágrannaríkinu í norðri. „Norður-Kórea hefur stöðugt unnið að þróun kjarnavopnagetu sinnar og ógnar nú ekki aðeins Suður-Kóreu heldur öllum heiminum en ég held að Norður-Kórea græði ekkert á kjarnorkusprengjum,“ sagði forsetinn. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. 10. október 2022 10:35 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Stjórnvöld í Pjongjang sögðu frá því í gær að tilgangur ítrekaðra flugskeytatilrauna þeirra upp á síðkastið hafi verið að líkja eftir kjarnorkuárásum á skotmörk í Suður-Kóreu. Tilraunirnar hafi verið stjórnvöldum í Washington og Seúl viðvörun vegna heræfinga þeirra. Moon Hong Sik, talsmaður suðurkóreska varnarmálaráðuneytisins, segir kjarnorkuhótanir norðanmanna afar alvarlegar. Eldflaugavarnarkerfi Suður-Kóreu ráði þó við að finna og stöðva þau eldflaugakerfi sem Norðurkóreumenn segjast hafa notað í tilraunum undanfarinna vikna, að því er AP-fréttastofan segir frá. Sumir sérfræðingar vara þó við því að ný hljóðfrá stýriflaug Norðurkóreumanna kunni að geta brotist í gegnum varnir Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Ef Norðurkóreumenn skytu nokkrum flugskeytum frá nokkrum stöðum í einu kynni það að reynast bandalagsríkjunum erfitt að ná þeim öllum. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, vill styrkja varnir landsins. Rætt hefur verið um koma upp njósnagervihnöttum, eftirlitsdrónum og fleiri njósnatækjum til að fylgjast betur með nágrannaríkinu í norðri. „Norður-Kórea hefur stöðugt unnið að þróun kjarnavopnagetu sinnar og ógnar nú ekki aðeins Suður-Kóreu heldur öllum heiminum en ég held að Norður-Kórea græði ekkert á kjarnorkusprengjum,“ sagði forsetinn.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. 10. október 2022 10:35 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. 10. október 2022 10:35