Telja sig geta varist flugskeytum frá nágrönnum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2022 08:40 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ræðir við fréttamenn i Seúl. Hann segir þjóð sinni að hafa ekki of miklar áhyggjur af kjarnorkubrölti Norður-Kóreu jafnvel þó að ógnin sé alvarleg. AP/Ahn Jung-hwan Suðurkóreski herinn fullyrðir að hann sé fær um að koma auga á og stöðva flugskeyti sem Norðurkóreumenn hafa gert tilraunir með upp á síðkastið. Alvarleg hætta stafi engu að síður af kjarnorkubrölti nágrannanna í norðri. Stjórnvöld í Pjongjang sögðu frá því í gær að tilgangur ítrekaðra flugskeytatilrauna þeirra upp á síðkastið hafi verið að líkja eftir kjarnorkuárásum á skotmörk í Suður-Kóreu. Tilraunirnar hafi verið stjórnvöldum í Washington og Seúl viðvörun vegna heræfinga þeirra. Moon Hong Sik, talsmaður suðurkóreska varnarmálaráðuneytisins, segir kjarnorkuhótanir norðanmanna afar alvarlegar. Eldflaugavarnarkerfi Suður-Kóreu ráði þó við að finna og stöðva þau eldflaugakerfi sem Norðurkóreumenn segjast hafa notað í tilraunum undanfarinna vikna, að því er AP-fréttastofan segir frá. Sumir sérfræðingar vara þó við því að ný hljóðfrá stýriflaug Norðurkóreumanna kunni að geta brotist í gegnum varnir Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Ef Norðurkóreumenn skytu nokkrum flugskeytum frá nokkrum stöðum í einu kynni það að reynast bandalagsríkjunum erfitt að ná þeim öllum. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, vill styrkja varnir landsins. Rætt hefur verið um koma upp njósnagervihnöttum, eftirlitsdrónum og fleiri njósnatækjum til að fylgjast betur með nágrannaríkinu í norðri. „Norður-Kórea hefur stöðugt unnið að þróun kjarnavopnagetu sinnar og ógnar nú ekki aðeins Suður-Kóreu heldur öllum heiminum en ég held að Norður-Kórea græði ekkert á kjarnorkusprengjum,“ sagði forsetinn. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. 10. október 2022 10:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Stjórnvöld í Pjongjang sögðu frá því í gær að tilgangur ítrekaðra flugskeytatilrauna þeirra upp á síðkastið hafi verið að líkja eftir kjarnorkuárásum á skotmörk í Suður-Kóreu. Tilraunirnar hafi verið stjórnvöldum í Washington og Seúl viðvörun vegna heræfinga þeirra. Moon Hong Sik, talsmaður suðurkóreska varnarmálaráðuneytisins, segir kjarnorkuhótanir norðanmanna afar alvarlegar. Eldflaugavarnarkerfi Suður-Kóreu ráði þó við að finna og stöðva þau eldflaugakerfi sem Norðurkóreumenn segjast hafa notað í tilraunum undanfarinna vikna, að því er AP-fréttastofan segir frá. Sumir sérfræðingar vara þó við því að ný hljóðfrá stýriflaug Norðurkóreumanna kunni að geta brotist í gegnum varnir Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Ef Norðurkóreumenn skytu nokkrum flugskeytum frá nokkrum stöðum í einu kynni það að reynast bandalagsríkjunum erfitt að ná þeim öllum. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, vill styrkja varnir landsins. Rætt hefur verið um koma upp njósnagervihnöttum, eftirlitsdrónum og fleiri njósnatækjum til að fylgjast betur með nágrannaríkinu í norðri. „Norður-Kórea hefur stöðugt unnið að þróun kjarnavopnagetu sinnar og ógnar nú ekki aðeins Suður-Kóreu heldur öllum heiminum en ég held að Norður-Kórea græði ekkert á kjarnorkusprengjum,“ sagði forsetinn.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. 10. október 2022 10:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. 10. október 2022 10:35