Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2022 08:38 Minnst nítján féllu í loftárásum Rússa í Úkraínu í gær. AP Photo/Andriy Andriyenko Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í frétt AP um málið. Þar kemur fram að þjóðhollir fréttamenn í Rússlandi hafi fagnað árásum sem gerðar voru víða um Úkraínu í gær. Minnst nítján létust í árásunum og hundrað særðust að sögn úkraínskra stjórnvalda. Ríkisfréttamiðlar í Rússlandi sögðu í gær frá því að árásirnar, sem beindust að almennum borgurum, hafi verið tímabært svar við velgengni Úkraínumanna á vígvellinum undanfarnar vikur. Herinn hafi skort sterkan leiðtoga Úkraínumenn hafa síðustu vikur náð miklu landsvæði frá Rússum í austur- og suðurhluta landsins og gengi Rússa í stríðinu verið lýst sem vandræðalegu. Svo virðist sem árás, sem Úkraínumenn eru taldir bera ábyrgð á, á Kerch brúnna um helgina hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Brúin hefur verið álitin sem táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga árið 2014 en hún var reist árið 2018 og er eina tenging Rússlands við skagann. Árásin var gerð á aðfaranótt laugardags og sama dag var nýr herforingi skipaður yfir stríðsrekstrinum í Úkraínu, Sergei Surovikin. Hlutverk hans er sagt mikilvægt þar sem rússneska herinn hafi skort einn sterkan leiðtoga. Pútín orðinn fangi eigin óákveðni Fram kemur í frétt AP að sérfræðingar séu nú farnir að leiða að því líkum að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé að verða fangi skoðana stuðningsmanna sinna á því hvernig stríðið í Úkraínu eigi að fara. Pútín hafi lítið sem ekkert frumkvæði og hann stóli alltaf meira og meira á stöðu stríðsins hverju sinni og þá sem lýsi grimmustu skoðununum á stríðsrekstrinum í Úkraínu. „Hræðslan við ósigur er svo sterk, sérstaklega hjá þeim sem eru búnir að sökkva sér algerlega í stríðsreksturinn, að óákveðni Pútins, sérstaklega með rökum hans um að „ekkert sé enn hafið“ og „að hógværar aðgerðir hafi skilað sér“, er orðin að vandamáli,“ skrifaði sérfræðingurinn Tatyana Stanovaya, stofnandi R. Politik, í grein í gær. Rússneskir fréttamenn gerðu lítið úr árásinni á Kerch brúna um helgina og í gær og sögðu að nú væri kominn tími til að sýna Úkraínumönnum hvað í Rússlandi býr. Þingmaðurinn Sergei Mironov skrifaði á Twitter í gær að nú væri kominn tími til að berjast. Með krafti og jafnvel „grimmd.“ ... . ! , . - . ! ! . . ! ! pic.twitter.com/L2IquUdRSY— (@mironov_ru) October 8, 2022 Í gærmorgun var svo brugðist við ákallinu þegar Rússar gerðu fjölda loftárása á úkraínskar borgir. Árásunum var beint að almennum borgurum, þó Rússar hafi haldið því fram að þær hafi beinst að innviðum Úkraínu. Árásirnar beindust að fimmtán úkraínskum borgum. Minnst nítján létust, yfir hundrað særðust, rafmagnslínur rofnuðu, lestarstöðvar skemmdust og vatnsbirgðir borga skemmdust. Enn eru tæplega hundrað námuverkamenn fastir neðanjarðar í Kryvyi Rih vegna rafmagnsleysis. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10. október 2022 21:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt AP um málið. Þar kemur fram að þjóðhollir fréttamenn í Rússlandi hafi fagnað árásum sem gerðar voru víða um Úkraínu í gær. Minnst nítján létust í árásunum og hundrað særðust að sögn úkraínskra stjórnvalda. Ríkisfréttamiðlar í Rússlandi sögðu í gær frá því að árásirnar, sem beindust að almennum borgurum, hafi verið tímabært svar við velgengni Úkraínumanna á vígvellinum undanfarnar vikur. Herinn hafi skort sterkan leiðtoga Úkraínumenn hafa síðustu vikur náð miklu landsvæði frá Rússum í austur- og suðurhluta landsins og gengi Rússa í stríðinu verið lýst sem vandræðalegu. Svo virðist sem árás, sem Úkraínumenn eru taldir bera ábyrgð á, á Kerch brúnna um helgina hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Brúin hefur verið álitin sem táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga árið 2014 en hún var reist árið 2018 og er eina tenging Rússlands við skagann. Árásin var gerð á aðfaranótt laugardags og sama dag var nýr herforingi skipaður yfir stríðsrekstrinum í Úkraínu, Sergei Surovikin. Hlutverk hans er sagt mikilvægt þar sem rússneska herinn hafi skort einn sterkan leiðtoga. Pútín orðinn fangi eigin óákveðni Fram kemur í frétt AP að sérfræðingar séu nú farnir að leiða að því líkum að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé að verða fangi skoðana stuðningsmanna sinna á því hvernig stríðið í Úkraínu eigi að fara. Pútín hafi lítið sem ekkert frumkvæði og hann stóli alltaf meira og meira á stöðu stríðsins hverju sinni og þá sem lýsi grimmustu skoðununum á stríðsrekstrinum í Úkraínu. „Hræðslan við ósigur er svo sterk, sérstaklega hjá þeim sem eru búnir að sökkva sér algerlega í stríðsreksturinn, að óákveðni Pútins, sérstaklega með rökum hans um að „ekkert sé enn hafið“ og „að hógværar aðgerðir hafi skilað sér“, er orðin að vandamáli,“ skrifaði sérfræðingurinn Tatyana Stanovaya, stofnandi R. Politik, í grein í gær. Rússneskir fréttamenn gerðu lítið úr árásinni á Kerch brúna um helgina og í gær og sögðu að nú væri kominn tími til að sýna Úkraínumönnum hvað í Rússlandi býr. Þingmaðurinn Sergei Mironov skrifaði á Twitter í gær að nú væri kominn tími til að berjast. Með krafti og jafnvel „grimmd.“ ... . ! , . - . ! ! . . ! ! pic.twitter.com/L2IquUdRSY— (@mironov_ru) October 8, 2022 Í gærmorgun var svo brugðist við ákallinu þegar Rússar gerðu fjölda loftárása á úkraínskar borgir. Árásunum var beint að almennum borgurum, þó Rússar hafi haldið því fram að þær hafi beinst að innviðum Úkraínu. Árásirnar beindust að fimmtán úkraínskum borgum. Minnst nítján létust, yfir hundrað særðust, rafmagnslínur rofnuðu, lestarstöðvar skemmdust og vatnsbirgðir borga skemmdust. Enn eru tæplega hundrað námuverkamenn fastir neðanjarðar í Kryvyi Rih vegna rafmagnsleysis.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10. október 2022 21:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33
Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10. október 2022 21:33
Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16