Arnar Gunnlaugsson: Innilega til hamingju Blikar nær og fjær Sverrir Mar Smárason skrifar 10. október 2022 21:35 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik í sumar. Vísir/Vilhelm Víkingur tapaði í kvöld 2-1 í leik gegn Stjörnunni og gerðu með því Breiðablik að Íslandsmeisturum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, byrjaði á því að óska öllu Blikum til hamingju. „Fótbolti maður, fótbolti. Ég vil byrja á því að óska Blikum til hamingju með titilinn. Við verðum að vera „humble“ og sýna íþróttaanda. Innilega til hamingju Blikar nær og fjær,“ sagði Arnar. Víkingar komust yfir í síðari hálfleik en fengu svo tvö mörk á sig í kjölfarið. „Hvað gerðist? Þetta var alveg „kamikaze“ leikur hjá Stjörnunni í fyrri hálfleik og við hefðum átt að vera svona fimm, sex mörkum yfir í hálfleik. Þeir buðu okkur upp í dans en við þáðum ekki boðið.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega öflugur hjá okkar mönnum. Þetta var ekkert ósvipað og gegn Leikni og ég sagði það við strákana í hálfleik. Við eigum að vera yfir í hálfleiknum, það er ekkert flóknara en það. Eftir að við komumst í 1-0 þá hélt ég að við myndum ganga á lagið en þá fóru menn bara að gefa eftir. Hvað sem veldur því, við getum talað um allskonar afsakanir en þú átt bara að mæta til leiks og klára svona leiki með sæmd. Við erum búnir að tala svo mikið um það hversu hár „standardinn“ er orðinn hjá klúbbnum og þetta er ekki leyfilegt. Menn munu fá að finna fyrir því,“ sagði Arnar. Arnar fór því næst að tala um Breiðablik og þeirra tímabil. „Stundum verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir andstæðingunum. Þeir eru búnir að vera mjög stöðugir í allt sumar. Við byrjuðum mótið illa og náðum svo hrikalega góðu „rönni“ eftir leik okkar við Blikana í maí. Held við höfum ekki tapað í deild og bikar í einhverjum tuttugu og eitthvað leikjum. Svo er þetta bara einum of mikið, þeir voru bara einum of sterkir í ár. Við þurfum að læra af þessu eins og þeir þurftu að læra af vonbrigðunum í fyrra. Þurfum að mæta sterkir til leiks í vetur og reyna að endurheimta titilinn næst. Þetta eru bara íþróttir. Bæði liðin búin að setja mjög háan „standard“. Þetta er ótrúlegt, við erum búnir að tapa sex leikjum á tveimur árum í deild og bikar. Við höfum ekki verið lélegir en Blikarnir hafa verið virkilega góðir.“, En hver er munurinn á Blikum í ár frá því í fyrra? „Þetta eru bara þroskamerki hjá leikmönnum Blika. Þeir voru frábærir í fyrra, þéttu raðirnar og voru með gríðarlega öflugan varnarleik í ár ásamt því að halda áfram að skora fullt af mörkum. Þeir voru í raun hið fullkomna lið. Fá á sig fá mörk og skora mörg. Við höfum skorað mörg mörk en fengið á okkur virkilega alltof mörg mörk,“ sagði Arnar um Breiðablik að lokum. Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Stjarnan Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 1-2 | Stjörnumenn sendu titilinn í Kópavog Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 21:15 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Sjá meira
„Fótbolti maður, fótbolti. Ég vil byrja á því að óska Blikum til hamingju með titilinn. Við verðum að vera „humble“ og sýna íþróttaanda. Innilega til hamingju Blikar nær og fjær,“ sagði Arnar. Víkingar komust yfir í síðari hálfleik en fengu svo tvö mörk á sig í kjölfarið. „Hvað gerðist? Þetta var alveg „kamikaze“ leikur hjá Stjörnunni í fyrri hálfleik og við hefðum átt að vera svona fimm, sex mörkum yfir í hálfleik. Þeir buðu okkur upp í dans en við þáðum ekki boðið.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega öflugur hjá okkar mönnum. Þetta var ekkert ósvipað og gegn Leikni og ég sagði það við strákana í hálfleik. Við eigum að vera yfir í hálfleiknum, það er ekkert flóknara en það. Eftir að við komumst í 1-0 þá hélt ég að við myndum ganga á lagið en þá fóru menn bara að gefa eftir. Hvað sem veldur því, við getum talað um allskonar afsakanir en þú átt bara að mæta til leiks og klára svona leiki með sæmd. Við erum búnir að tala svo mikið um það hversu hár „standardinn“ er orðinn hjá klúbbnum og þetta er ekki leyfilegt. Menn munu fá að finna fyrir því,“ sagði Arnar. Arnar fór því næst að tala um Breiðablik og þeirra tímabil. „Stundum verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir andstæðingunum. Þeir eru búnir að vera mjög stöðugir í allt sumar. Við byrjuðum mótið illa og náðum svo hrikalega góðu „rönni“ eftir leik okkar við Blikana í maí. Held við höfum ekki tapað í deild og bikar í einhverjum tuttugu og eitthvað leikjum. Svo er þetta bara einum of mikið, þeir voru bara einum of sterkir í ár. Við þurfum að læra af þessu eins og þeir þurftu að læra af vonbrigðunum í fyrra. Þurfum að mæta sterkir til leiks í vetur og reyna að endurheimta titilinn næst. Þetta eru bara íþróttir. Bæði liðin búin að setja mjög háan „standard“. Þetta er ótrúlegt, við erum búnir að tapa sex leikjum á tveimur árum í deild og bikar. Við höfum ekki verið lélegir en Blikarnir hafa verið virkilega góðir.“, En hver er munurinn á Blikum í ár frá því í fyrra? „Þetta eru bara þroskamerki hjá leikmönnum Blika. Þeir voru frábærir í fyrra, þéttu raðirnar og voru með gríðarlega öflugan varnarleik í ár ásamt því að halda áfram að skora fullt af mörkum. Þeir voru í raun hið fullkomna lið. Fá á sig fá mörk og skora mörg. Við höfum skorað mörg mörk en fengið á okkur virkilega alltof mörg mörk,“ sagði Arnar um Breiðablik að lokum.
Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Stjarnan Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 1-2 | Stjörnumenn sendu titilinn í Kópavog Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 21:15 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 1-2 | Stjörnumenn sendu titilinn í Kópavog Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 21:15