„Ekki skynjað mikið havarí“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2022 13:01 FH-ingar eru á leið í einn mikilvægasta leik félagsins í langan tíma. vísir/hulda margrét Sigurvin Ólafsson, starfandi þjálfari FH, segist ekki halda að atburðir síðustu daga og brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen hafi mikil áhrif á leikmenn Fimleikafélagsins. FH mætir Leiknir í afar mikilvægum botnslag í dag. Mikið hefur gengið á hjá FH undanfarna daga. Um þarsíðustu helgi tapaði liðið fyrir Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og laut svo í lægra haldi fyrir ÍBV á miðvikudaginn. Daginn eftir steig Eiður tímabundið til hliðar sem þjálfari FH eftir að hafa verið tekinn ölvaður við akstur. Sigurvin mun stýra FH-ingum út tímabilið og fær það verðuga verkefni að bjarga liðinu frá falli. FH hefur leikið samfleytt í efstu deild frá 2001. „Ég hef ekki skynjað mikið havarí,“ sagði Sigurvin í samtali við Vísi, aðspurður hvort atburðir síðustu daga hafi lagst þungt á leikmenn FH. „Þetta er auðvitað stór frétt. Á fimmtudaginn tókum við í sameiningu ákvörðun að menn gætu velt vöngum yfir þessu en á morgni föstudags áttu menn að vakna með Leikni í huga. Þetta eru fagmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þetta er bara fótbolti, þeir hafa undirbúið sig eins og menn og þetta hefur ekki truflað okkur þannig.“ Treysti á Hafnfirðinga að styðja okkur Leikur FH og Leiknis átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Þess í stað verður hann á óvenjulegum tíma í dag, klukkan 15:15. Til að fá fólk á völlinn sendu FH-ingar bæjarstjórn og öðrum auðmönnum í Hafnarfirði beiðni á samfélagsmiðlum um að loka vinnustöðum og skólum snemma. „Ég hef ekki fengið fregnir af því en vona að það gangi vel. Ég treysti á Hafnfirðinga að styðja okkur og ýta okkur yfir línuna,“ sagði Sigurvin léttur. Hann á samt ekki von á margmenni á leiknum á eftir. „Raunhæft séð myndi maður halda að það verði ekki full stúka. En ég er niðri í Krika núna og veðrið er yndislegt. Við erum ekki að tala um heilan frídag. Menn geta verið rosalega duglegir fyrir hádegið og notið svo síðdegisins á vellinum.“ Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Farið verður yfir leiki dagsins í Stúkunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:15. Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir „Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. 10. október 2022 11:31 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Mikið hefur gengið á hjá FH undanfarna daga. Um þarsíðustu helgi tapaði liðið fyrir Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og laut svo í lægra haldi fyrir ÍBV á miðvikudaginn. Daginn eftir steig Eiður tímabundið til hliðar sem þjálfari FH eftir að hafa verið tekinn ölvaður við akstur. Sigurvin mun stýra FH-ingum út tímabilið og fær það verðuga verkefni að bjarga liðinu frá falli. FH hefur leikið samfleytt í efstu deild frá 2001. „Ég hef ekki skynjað mikið havarí,“ sagði Sigurvin í samtali við Vísi, aðspurður hvort atburðir síðustu daga hafi lagst þungt á leikmenn FH. „Þetta er auðvitað stór frétt. Á fimmtudaginn tókum við í sameiningu ákvörðun að menn gætu velt vöngum yfir þessu en á morgni föstudags áttu menn að vakna með Leikni í huga. Þetta eru fagmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þetta er bara fótbolti, þeir hafa undirbúið sig eins og menn og þetta hefur ekki truflað okkur þannig.“ Treysti á Hafnfirðinga að styðja okkur Leikur FH og Leiknis átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Þess í stað verður hann á óvenjulegum tíma í dag, klukkan 15:15. Til að fá fólk á völlinn sendu FH-ingar bæjarstjórn og öðrum auðmönnum í Hafnarfirði beiðni á samfélagsmiðlum um að loka vinnustöðum og skólum snemma. „Ég hef ekki fengið fregnir af því en vona að það gangi vel. Ég treysti á Hafnfirðinga að styðja okkur og ýta okkur yfir línuna,“ sagði Sigurvin léttur. Hann á samt ekki von á margmenni á leiknum á eftir. „Raunhæft séð myndi maður halda að það verði ekki full stúka. En ég er niðri í Krika núna og veðrið er yndislegt. Við erum ekki að tala um heilan frídag. Menn geta verið rosalega duglegir fyrir hádegið og notið svo síðdegisins á vellinum.“ Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Farið verður yfir leiki dagsins í Stúkunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:15.
Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir „Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. 10. október 2022 11:31 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
„Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. 10. október 2022 11:31
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn