„Ekki skynjað mikið havarí“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2022 13:01 FH-ingar eru á leið í einn mikilvægasta leik félagsins í langan tíma. vísir/hulda margrét Sigurvin Ólafsson, starfandi þjálfari FH, segist ekki halda að atburðir síðustu daga og brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen hafi mikil áhrif á leikmenn Fimleikafélagsins. FH mætir Leiknir í afar mikilvægum botnslag í dag. Mikið hefur gengið á hjá FH undanfarna daga. Um þarsíðustu helgi tapaði liðið fyrir Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og laut svo í lægra haldi fyrir ÍBV á miðvikudaginn. Daginn eftir steig Eiður tímabundið til hliðar sem þjálfari FH eftir að hafa verið tekinn ölvaður við akstur. Sigurvin mun stýra FH-ingum út tímabilið og fær það verðuga verkefni að bjarga liðinu frá falli. FH hefur leikið samfleytt í efstu deild frá 2001. „Ég hef ekki skynjað mikið havarí,“ sagði Sigurvin í samtali við Vísi, aðspurður hvort atburðir síðustu daga hafi lagst þungt á leikmenn FH. „Þetta er auðvitað stór frétt. Á fimmtudaginn tókum við í sameiningu ákvörðun að menn gætu velt vöngum yfir þessu en á morgni föstudags áttu menn að vakna með Leikni í huga. Þetta eru fagmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þetta er bara fótbolti, þeir hafa undirbúið sig eins og menn og þetta hefur ekki truflað okkur þannig.“ Treysti á Hafnfirðinga að styðja okkur Leikur FH og Leiknis átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Þess í stað verður hann á óvenjulegum tíma í dag, klukkan 15:15. Til að fá fólk á völlinn sendu FH-ingar bæjarstjórn og öðrum auðmönnum í Hafnarfirði beiðni á samfélagsmiðlum um að loka vinnustöðum og skólum snemma. „Ég hef ekki fengið fregnir af því en vona að það gangi vel. Ég treysti á Hafnfirðinga að styðja okkur og ýta okkur yfir línuna,“ sagði Sigurvin léttur. Hann á samt ekki von á margmenni á leiknum á eftir. „Raunhæft séð myndi maður halda að það verði ekki full stúka. En ég er niðri í Krika núna og veðrið er yndislegt. Við erum ekki að tala um heilan frídag. Menn geta verið rosalega duglegir fyrir hádegið og notið svo síðdegisins á vellinum.“ Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Farið verður yfir leiki dagsins í Stúkunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:15. Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir „Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. 10. október 2022 11:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Mikið hefur gengið á hjá FH undanfarna daga. Um þarsíðustu helgi tapaði liðið fyrir Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og laut svo í lægra haldi fyrir ÍBV á miðvikudaginn. Daginn eftir steig Eiður tímabundið til hliðar sem þjálfari FH eftir að hafa verið tekinn ölvaður við akstur. Sigurvin mun stýra FH-ingum út tímabilið og fær það verðuga verkefni að bjarga liðinu frá falli. FH hefur leikið samfleytt í efstu deild frá 2001. „Ég hef ekki skynjað mikið havarí,“ sagði Sigurvin í samtali við Vísi, aðspurður hvort atburðir síðustu daga hafi lagst þungt á leikmenn FH. „Þetta er auðvitað stór frétt. Á fimmtudaginn tókum við í sameiningu ákvörðun að menn gætu velt vöngum yfir þessu en á morgni föstudags áttu menn að vakna með Leikni í huga. Þetta eru fagmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þetta er bara fótbolti, þeir hafa undirbúið sig eins og menn og þetta hefur ekki truflað okkur þannig.“ Treysti á Hafnfirðinga að styðja okkur Leikur FH og Leiknis átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Þess í stað verður hann á óvenjulegum tíma í dag, klukkan 15:15. Til að fá fólk á völlinn sendu FH-ingar bæjarstjórn og öðrum auðmönnum í Hafnarfirði beiðni á samfélagsmiðlum um að loka vinnustöðum og skólum snemma. „Ég hef ekki fengið fregnir af því en vona að það gangi vel. Ég treysti á Hafnfirðinga að styðja okkur og ýta okkur yfir línuna,“ sagði Sigurvin léttur. Hann á samt ekki von á margmenni á leiknum á eftir. „Raunhæft séð myndi maður halda að það verði ekki full stúka. En ég er niðri í Krika núna og veðrið er yndislegt. Við erum ekki að tala um heilan frídag. Menn geta verið rosalega duglegir fyrir hádegið og notið svo síðdegisins á vellinum.“ Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Farið verður yfir leiki dagsins í Stúkunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:15.
Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir „Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. 10. október 2022 11:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. 10. október 2022 11:31