Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. október 2022 12:39 Rússar vörpuðu meðal annars sprengjum í Kænugarði í morgun. AP/Efrem Lukatsky Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun. Árásirnar koma aðeins tveimur dögum eftir sprengingar á Kerch brúnni, sem tengir Krímskagann við Rússland, en Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði um helgina að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Hann greindi frá því á fundi öryggisráðs Rússlands í morgun að þau hefðu ákveðið að svara fyrir árásina á brúnna með árásum úr lofti, frá sjó og landi gegn orku-, hernaðar- og samskiptainnviðum Úkraínumanna. Þá hótaði Pútín frekari aðgerðum. Putin: This morning, Russia launched massive missile strikes from the air, sea, and land against Ukrainian energy, military command, and communications facilities. pic.twitter.com/Xh1kvh8TYv— Putin Direct (@PutinDirect) October 10, 2022 „Ef að tilraunir til að framkvæma hryðjuverkaárásir á okkar yfirráðasvæði halda áfram verða viðbrögð Rússlands hörð og í hlutfalli við ógnirnar gegn Rússneska sambandsríkinu. Enginn ætti að efast um það,“ sagði Pútín. Rússar hafi viljað skapa hræðslu og óreiðu Úkraínski herinn greindi frá því að Rússar hefðu skotið 75 flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu en að hernum hefði tekist að stöðva 40 þeirra. Í Kænugarði voru árásir gerðar á háannatíma á fjölfarna staði, þar á meðal vinsæla göngubrú og stór gatnamót, en að minnsta kosti átta létust í einni árás samkvæmt bráðabirgðartölum. "This morning is hard. We are dealing with terrorists."Ukrainian President Zelenskiy addressed the nation amid intensified Russian missile strikes in the capital of Kyiv, as well as cities including Odesa, Dnipro and Lviv https://t.co/ys87SCg6aC pic.twitter.com/BYJfG1siCB— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) October 10, 2022 Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í morgun að þau væru að eiga við hryðjuverkamenn. Skotmörkin væru tvö, annars vegar orkukerfið þar sem tugir sprengjuárása hafi verið gerðar á innviði í borgum allt frá Lviv í vestri til Saporisjía í austri. „Þeir eru að leitast eftir hræðslu og óreiðu, þeir vilja eyðileggja orkukerfið okkar. Þeir eru vonlausir. Seinna skotmarkið er fólk. Þeir völdu viljandi þennan tíma og þessi markmið til að valda eins miklum skaða og hægt var,“ sagði Selenskí. Hann hvatti fólk til að leita skjóls og fylgja öryggisleiðbeiningum en fullyrti að Úkraína myndi standa uppi sem sigurvegari að lokum. This nonsense about Putin being provoked must stop. He does not need anything to provoke him in order to commit heinous crimes. I ask international media to stop shifting the blame on the victim of aggression by suggesting that Putin responds or is being provoked 2/2— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) October 10, 2022 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur kallað eftir afdráttarlausum viðbrögðum frá Vesturlöndunum og frekari stuðningi til Úkraínu. Hann gaf lítið fyrir fullyrðingar Pútíns um að þau hefðu neyðst til að svara fyrir árásirnar á Kerch-brúna. Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar, ásamt fjölmörgum öðrum þjóðarleiðtogum og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, og munu leiðtogar G7 ríkjanna funda á morgun með forseta Úkraínu vegna málsins. Shocked and appalled by the vicious attacks on Ukrainian cities. Putin s Russia has again shown the world what it stands for: brutality and terror.I know that Ukrainians will stay strong.We will stand with Ukraine for as long as it takes, with all the means we have. pic.twitter.com/Q9wgh62nzF— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) October 10, 2022 Spoke with Foreign Minister @DmytroKuleba & condemned #Russia's horrific & indiscriminate attacks on civilian infrastructure in #Ukraine. #NATO will continue supporting the brave Ukrainian people to fight back against the Kremlin's aggression for as long as it takes.— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) October 10, 2022 Deeply shocked by Russia s attacks on civilians in #Kyiv and other cities in Ukraine. Such acts have no place in 21st century. I condemn them in the strongest possible terms. We stand with Ukraine. Additional military support from the EU is on its way.— Josep Borrell Fontelles (@JosepBorrellF) October 10, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Árásirnar koma aðeins tveimur dögum eftir sprengingar á Kerch brúnni, sem tengir Krímskagann við Rússland, en Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði um helgina að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Hann greindi frá því á fundi öryggisráðs Rússlands í morgun að þau hefðu ákveðið að svara fyrir árásina á brúnna með árásum úr lofti, frá sjó og landi gegn orku-, hernaðar- og samskiptainnviðum Úkraínumanna. Þá hótaði Pútín frekari aðgerðum. Putin: This morning, Russia launched massive missile strikes from the air, sea, and land against Ukrainian energy, military command, and communications facilities. pic.twitter.com/Xh1kvh8TYv— Putin Direct (@PutinDirect) October 10, 2022 „Ef að tilraunir til að framkvæma hryðjuverkaárásir á okkar yfirráðasvæði halda áfram verða viðbrögð Rússlands hörð og í hlutfalli við ógnirnar gegn Rússneska sambandsríkinu. Enginn ætti að efast um það,“ sagði Pútín. Rússar hafi viljað skapa hræðslu og óreiðu Úkraínski herinn greindi frá því að Rússar hefðu skotið 75 flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu en að hernum hefði tekist að stöðva 40 þeirra. Í Kænugarði voru árásir gerðar á háannatíma á fjölfarna staði, þar á meðal vinsæla göngubrú og stór gatnamót, en að minnsta kosti átta létust í einni árás samkvæmt bráðabirgðartölum. "This morning is hard. We are dealing with terrorists."Ukrainian President Zelenskiy addressed the nation amid intensified Russian missile strikes in the capital of Kyiv, as well as cities including Odesa, Dnipro and Lviv https://t.co/ys87SCg6aC pic.twitter.com/BYJfG1siCB— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) October 10, 2022 Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í morgun að þau væru að eiga við hryðjuverkamenn. Skotmörkin væru tvö, annars vegar orkukerfið þar sem tugir sprengjuárása hafi verið gerðar á innviði í borgum allt frá Lviv í vestri til Saporisjía í austri. „Þeir eru að leitast eftir hræðslu og óreiðu, þeir vilja eyðileggja orkukerfið okkar. Þeir eru vonlausir. Seinna skotmarkið er fólk. Þeir völdu viljandi þennan tíma og þessi markmið til að valda eins miklum skaða og hægt var,“ sagði Selenskí. Hann hvatti fólk til að leita skjóls og fylgja öryggisleiðbeiningum en fullyrti að Úkraína myndi standa uppi sem sigurvegari að lokum. This nonsense about Putin being provoked must stop. He does not need anything to provoke him in order to commit heinous crimes. I ask international media to stop shifting the blame on the victim of aggression by suggesting that Putin responds or is being provoked 2/2— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) October 10, 2022 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur kallað eftir afdráttarlausum viðbrögðum frá Vesturlöndunum og frekari stuðningi til Úkraínu. Hann gaf lítið fyrir fullyrðingar Pútíns um að þau hefðu neyðst til að svara fyrir árásirnar á Kerch-brúna. Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar, ásamt fjölmörgum öðrum þjóðarleiðtogum og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, og munu leiðtogar G7 ríkjanna funda á morgun með forseta Úkraínu vegna málsins. Shocked and appalled by the vicious attacks on Ukrainian cities. Putin s Russia has again shown the world what it stands for: brutality and terror.I know that Ukrainians will stay strong.We will stand with Ukraine for as long as it takes, with all the means we have. pic.twitter.com/Q9wgh62nzF— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) October 10, 2022 Spoke with Foreign Minister @DmytroKuleba & condemned #Russia's horrific & indiscriminate attacks on civilian infrastructure in #Ukraine. #NATO will continue supporting the brave Ukrainian people to fight back against the Kremlin's aggression for as long as it takes.— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) October 10, 2022 Deeply shocked by Russia s attacks on civilians in #Kyiv and other cities in Ukraine. Such acts have no place in 21st century. I condemn them in the strongest possible terms. We stand with Ukraine. Additional military support from the EU is on its way.— Josep Borrell Fontelles (@JosepBorrellF) October 10, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira