„Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2022 07:50 Vólódímír Selenskí er forseti Úkraínu. AP Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. Þetta segir Vólódímír Selenskí í færslu á Telegram í morgun, en sprengjuárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og að minnsta kosti tíu úkraínskar borgir til viðbótar í morgun. BBC segir frá því að átta manns hið minnsta hafi látið lífið og 24 særst í sprengjuárásunum á Kænugarð í morgun. Meduza segir að fimm sprengingar hafi heyrst í Kænugarði í morgun og hafi svartan reyk lagt frá nokkrum byggingum. Íbúar Kænugarðs njóta aðhlynningar eftir árásir morgunsins.AP Þá segir Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að ráðist hafi verið á „mikilvæga innviði“ í höfuðborginni og að ein sprengjuárásin beinst að leikvelli í miðborginni. Íbúar Kænugarðs hafa verið hvattir til að leita skjóls í varnarbyrgjum, meðal annars neðanjarðarlestarstöðvum, en búið er að stöðva umferð um „rauðu neðanjarðarlestarlínuna“. Loftvarnarflautur hafa ómað víðs vegar um Úkraínu í morgun, en fréttir hafa borist af sprengjuárásum meðal annars í borgunum Kharkív, Zhytomyr, Khmelnitsky, Dnipro, Ternopil og Lviv í vesturhluta Úkraínu. Talið er að Rússar séu með árásunum að bregðast við árásinni á Kerch-brúna um helgina, en brúin tengir meginland Rússland við Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lýst árásinni á brúna sem „hryðjuverki“. Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig um árásirnar á úkraínsku borgirnar í morgun.
Þetta segir Vólódímír Selenskí í færslu á Telegram í morgun, en sprengjuárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og að minnsta kosti tíu úkraínskar borgir til viðbótar í morgun. BBC segir frá því að átta manns hið minnsta hafi látið lífið og 24 særst í sprengjuárásunum á Kænugarð í morgun. Meduza segir að fimm sprengingar hafi heyrst í Kænugarði í morgun og hafi svartan reyk lagt frá nokkrum byggingum. Íbúar Kænugarðs njóta aðhlynningar eftir árásir morgunsins.AP Þá segir Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að ráðist hafi verið á „mikilvæga innviði“ í höfuðborginni og að ein sprengjuárásin beinst að leikvelli í miðborginni. Íbúar Kænugarðs hafa verið hvattir til að leita skjóls í varnarbyrgjum, meðal annars neðanjarðarlestarstöðvum, en búið er að stöðva umferð um „rauðu neðanjarðarlestarlínuna“. Loftvarnarflautur hafa ómað víðs vegar um Úkraínu í morgun, en fréttir hafa borist af sprengjuárásum meðal annars í borgunum Kharkív, Zhytomyr, Khmelnitsky, Dnipro, Ternopil og Lviv í vesturhluta Úkraínu. Talið er að Rússar séu með árásunum að bregðast við árásinni á Kerch-brúna um helgina, en brúin tengir meginland Rússland við Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lýst árásinni á brúna sem „hryðjuverki“. Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig um árásirnar á úkraínsku borgirnar í morgun.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sprengingar í hjarta Kænugarðs og víðar um Úkraínu Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina í nokkrar vikur. Blaðamaður Financial Times segir sprengjur hafa lent í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð. 10. október 2022 06:35 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Sprengingar í hjarta Kænugarðs og víðar um Úkraínu Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina í nokkrar vikur. Blaðamaður Financial Times segir sprengjur hafa lent í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð. 10. október 2022 06:35