„Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2022 07:50 Vólódímír Selenskí er forseti Úkraínu. AP Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. Þetta segir Vólódímír Selenskí í færslu á Telegram í morgun, en sprengjuárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og að minnsta kosti tíu úkraínskar borgir til viðbótar í morgun. BBC segir frá því að átta manns hið minnsta hafi látið lífið og 24 særst í sprengjuárásunum á Kænugarð í morgun. Meduza segir að fimm sprengingar hafi heyrst í Kænugarði í morgun og hafi svartan reyk lagt frá nokkrum byggingum. Íbúar Kænugarðs njóta aðhlynningar eftir árásir morgunsins.AP Þá segir Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að ráðist hafi verið á „mikilvæga innviði“ í höfuðborginni og að ein sprengjuárásin beinst að leikvelli í miðborginni. Íbúar Kænugarðs hafa verið hvattir til að leita skjóls í varnarbyrgjum, meðal annars neðanjarðarlestarstöðvum, en búið er að stöðva umferð um „rauðu neðanjarðarlestarlínuna“. Loftvarnarflautur hafa ómað víðs vegar um Úkraínu í morgun, en fréttir hafa borist af sprengjuárásum meðal annars í borgunum Kharkív, Zhytomyr, Khmelnitsky, Dnipro, Ternopil og Lviv í vesturhluta Úkraínu. Talið er að Rússar séu með árásunum að bregðast við árásinni á Kerch-brúna um helgina, en brúin tengir meginland Rússland við Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lýst árásinni á brúna sem „hryðjuverki“. Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig um árásirnar á úkraínsku borgirnar í morgun.
Þetta segir Vólódímír Selenskí í færslu á Telegram í morgun, en sprengjuárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og að minnsta kosti tíu úkraínskar borgir til viðbótar í morgun. BBC segir frá því að átta manns hið minnsta hafi látið lífið og 24 særst í sprengjuárásunum á Kænugarð í morgun. Meduza segir að fimm sprengingar hafi heyrst í Kænugarði í morgun og hafi svartan reyk lagt frá nokkrum byggingum. Íbúar Kænugarðs njóta aðhlynningar eftir árásir morgunsins.AP Þá segir Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að ráðist hafi verið á „mikilvæga innviði“ í höfuðborginni og að ein sprengjuárásin beinst að leikvelli í miðborginni. Íbúar Kænugarðs hafa verið hvattir til að leita skjóls í varnarbyrgjum, meðal annars neðanjarðarlestarstöðvum, en búið er að stöðva umferð um „rauðu neðanjarðarlestarlínuna“. Loftvarnarflautur hafa ómað víðs vegar um Úkraínu í morgun, en fréttir hafa borist af sprengjuárásum meðal annars í borgunum Kharkív, Zhytomyr, Khmelnitsky, Dnipro, Ternopil og Lviv í vesturhluta Úkraínu. Talið er að Rússar séu með árásunum að bregðast við árásinni á Kerch-brúna um helgina, en brúin tengir meginland Rússland við Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lýst árásinni á brúna sem „hryðjuverki“. Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig um árásirnar á úkraínsku borgirnar í morgun.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sprengingar í hjarta Kænugarðs og víðar um Úkraínu Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina í nokkrar vikur. Blaðamaður Financial Times segir sprengjur hafa lent í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð. 10. október 2022 06:35 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Sprengingar í hjarta Kænugarðs og víðar um Úkraínu Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina í nokkrar vikur. Blaðamaður Financial Times segir sprengjur hafa lent í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð. 10. október 2022 06:35