Sport

Dagskráin í dag: Ítalski boltinn, NFL og Seinni bylgjan

Hjörvar Ólafsson skrifar
Jose Mourinho og lærisveinar hans hjá Roma mæta Lecce í dag. 
Jose Mourinho og lærisveinar hans hjá Roma mæta Lecce í dag.  Vísir/Getty

Það er fjölbreytt dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag en íþróttaáhugamenn geta þar séð útsendingar frá ítalski boltanum, NFL, spænska körfuboltanum, golfi og Seinni bylgjuna.  

Stöð 2 Sport

Seinni Bylgjan fer yfir síðustu umferð sem leikin var í Olís deild kvenna í handbolta frá klukkan 20.00. 

Stöð 2 Sport 2

Unicaja og Real Madrid mætast í ACB-deildinni í körfubolta karla en útsending frá leiknum hefst klukkan 10.20. 

Leikur Packers og Giants í NFL-deildinni er í beinni útsendingu klukkan 13.30, viðureign Vikings og Bears klukkan 17.00 og rimma Cardinals og Eagles klukkan 20.20. 

Stöð 2 Sport 3

Torino og Empoli leiða saman hesta sína í ítölsku efstu deildinni í fótbolta karla klukkan 10.20. 

Toppslagur Udinese og Atalanta er svo á dagskrá klukkan 12.50. 

Klukkan 15.50 sækir svo Napoli sem trónir á toppi deildarinnar Cremonese heim. 

Þórir Jóhann Helgason og samherjar hans hjá Lecce sækja svo lærisveina José Mourinho hjá Roma klukkan 18.35. 

PGA-mótið Shriners Children's Open fer í loftið klukkan 21.00. 

Stöð 2 Sport 5

Byrjað verður að sýna frá acciona Open de España, sem er hluti af DP World Tour-mótaröðinni klukkan 11.30. 

Útsending frá leik Baskonia - Lenovo Tenerife í ACB-deildinni hefst klukkan 16.20. 

Sýnt verður frá LPGA-mótinu Mediheal Championship frá klukkan 21.30. 

Stöð 2 ESPORT

Sandkassinn er á dagskrá 21.00. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×