Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. október 2022 21:22 Brúin er ekki aðeins merkingarþrungin táknmynd um hernám Rússa heldur gríðarlega mikilvæg leið fyrir þá til að flytja vörur til rússneskra hersveita á Krím og suðurhluta Úkraínu. Getty/Katkova Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. Brúin tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu og hefur verið kölluð táknmynd hernáms Rússa á Krímsskaga. Myndbönd af brúnni í ljósum logum fylltu samfélagsmiðla í morgun en sprengingin heyrðist í margra kílómetra fjarlægð. ⚡️Eyewitnesses post photos, video of the fiercely burning Kerch bridge.The Kerch bridge from Russia to Crimea has been hit by a massive explosion on the span that carries railway traffic early on Oct. 8. pic.twitter.com/5wvIjBZmZZ— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) October 8, 2022 Eins og fyrr segir hafa Úkraínumenn ekki formlega lýst yfir ábyrgð. Stjórnvöld þar í landi hafa hins ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni og birti háttsettur embættismaður í Úkraínu mynd af brúnni með skilaboðunum „til hamingju með afmælið.“ Vladímir Pútín Rússlandsforseti varð sjötugur í gær og eru skilaboðin talin beinast að honum. Mikhail Podolyak, einn æðsti ráðgjafi Úkraínuforseta, sendi svipuð skilaboð og það gerði formaður þingflokks Úkraínuforseta einnig. „Krímskaginn, brúin, upphafið. Allt sem er ólöglegt þarf að eyðileggja, öllu sem hefur verið stolið verður að skila aftur til Úkraínu, allt sem tilheyrir rússneska hernáminu verður að ýta út,“ skrifaði Podolyak á Twitter í morgun. Pútín hafði sérstakt dálæti á brúnni og stjórnvöld í Rússlandi hafa áður sagt brúnna „ódauðlega.“ Eyðileggingin er því sögð mikið högg fyrir Rússa. Brúin hefur þar að auki verið mikilvæg í hernaði og þá sérstaklega í flutningi hergagna og birgða til suðurhluta Úkraínu. Stjórnvöld í Rússlandi vinna að rannsókn, samkvæmt Guardian, en þrír eru sagðir hafa látist í sprenginunni. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Sjá meira
Brúin tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu og hefur verið kölluð táknmynd hernáms Rússa á Krímsskaga. Myndbönd af brúnni í ljósum logum fylltu samfélagsmiðla í morgun en sprengingin heyrðist í margra kílómetra fjarlægð. ⚡️Eyewitnesses post photos, video of the fiercely burning Kerch bridge.The Kerch bridge from Russia to Crimea has been hit by a massive explosion on the span that carries railway traffic early on Oct. 8. pic.twitter.com/5wvIjBZmZZ— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) October 8, 2022 Eins og fyrr segir hafa Úkraínumenn ekki formlega lýst yfir ábyrgð. Stjórnvöld þar í landi hafa hins ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni og birti háttsettur embættismaður í Úkraínu mynd af brúnni með skilaboðunum „til hamingju með afmælið.“ Vladímir Pútín Rússlandsforseti varð sjötugur í gær og eru skilaboðin talin beinast að honum. Mikhail Podolyak, einn æðsti ráðgjafi Úkraínuforseta, sendi svipuð skilaboð og það gerði formaður þingflokks Úkraínuforseta einnig. „Krímskaginn, brúin, upphafið. Allt sem er ólöglegt þarf að eyðileggja, öllu sem hefur verið stolið verður að skila aftur til Úkraínu, allt sem tilheyrir rússneska hernáminu verður að ýta út,“ skrifaði Podolyak á Twitter í morgun. Pútín hafði sérstakt dálæti á brúnni og stjórnvöld í Rússlandi hafa áður sagt brúnna „ódauðlega.“ Eyðileggingin er því sögð mikið högg fyrir Rússa. Brúin hefur þar að auki verið mikilvæg í hernaði og þá sérstaklega í flutningi hergagna og birgða til suðurhluta Úkraínu. Stjórnvöld í Rússlandi vinna að rannsókn, samkvæmt Guardian, en þrír eru sagðir hafa látist í sprenginunni.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Sjá meira