Lausir úr skotgröfunum og vilja ekki leyfa Rússum að ná áttum Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2022 16:50 Úkraínskir hermenn á veginum milli Izyum og Lymann. AP/Francisco Seco Eftir að hafa að mestu setið fastir í skotgröfum um mánaða skeið meðan Rússar létu sprengjum rigna yfir þá, keppast úkraínskir hermenn nú við að gera gagnárásir á Rússa. Þeim hefur nokkrum sinnum tekist að stökkva Rússum á flótta sem á undanhaldinu hafa skilið eftir sig mikið magn þungavopna og annarra hergagna sem Úkraínumenn hafa notað í átökunum. Úkraínskur liðsforingi segir mikilvægt að gefa Rússum ekki ráðrúm til að ná áttum. Rússneskir hermenn hafa skilið eftir sig gífurlegt magn hergagna og þungavopna þegar þeir hafa hörfað frá hernumdum svæðum í Úkraínu. Þeir skildu eftir sig hergögn þegar þeir hörfuðu frá svæðinu norður af Kænugarði í upphafi innrásarinnar og það hafa þeir einnig gert í Kherson og víðar. Mest skildu þeir þó eftir sig þegar þeir hörfuðu frá Kharkív í síðasta mánuði, eftir skyndisókn Úkraínumanna sem kom Rússum verulega á óvart. Wall Street Journal sagði frá því í vikunni að hernaðaðgerðir Úkraínumanna þessa dagana í Kherson og í austurhluta landsins byggðu að miklu leyti á hergögnum og þungavopnum sem Úkraínumenn hefðu tekið af Rússum í Kharkív. Með hundruð skrið- og bryndreka frá Rússum Í mörgum tilfellum náðu Úkraínumenn skrið- og bryndrekum sem voru í góðu ásigkomulagi og tilbúnir til áframhaldandi notkunar. Það á einnig við ýmiskonar stórskotaliðsvopnakerfi sem Úkraínumenn náðu en þeir náðu einnig gífurlegu magni skotfæra og flugskeyta í svokölluðu MLRS-stórskotaliðsvopnakerfi. Í áðurnefndri grein WSJ segir að þrátt fyrir umfangsmiklar vopnasendingar frá bandamönnum Úkraínu megi líta á Rússa sem helsta bakhjarl Úkraínumanna. Þeir hafi tekið 421 skriðdreka frá Rússum og að þeir hafi fengið um 320 frá bandamönnum sínum. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa tekið 637 bryndreka af Rússum en þeir hafa fengið um 250 frá bandamönnum sínum. Úkraínumenn hafa einnig tekið 44 MLRS-flugskeytakerfi af Rússum en þeir hafa fengið um sjötíu frá bandamönnum sínum. Þessi vopnakerfi eru yfirleitt ekki fremst á víglínunum heldur eru þau notuð til stórskotaliðsárása. Einn sérfræðingur sem WSJ ræddi við sagði þó ljóst að hluti af þeim þungavopnum sem Úkraínumenn hefðu tekið af Rússum ætti í raun heima á safni. Komu að skriðdreka í gangi Blaðamaður New York Times ræddi nýverið við hermenn í austurhluta Úkraínu, sem komu nýverið að frelsun bæjarins Lyman og öðrum á svæðinu. Yfirmaður einnar herdeildar, sem kallast Swat, sagði sína menn hafa lagt hald á hergögn sem Rússar hefðu skilið eftir. Í teinu tilfelli hefðu hermennirnir komið að rússneskum skriðdreka sem var enn í gangi. Þar um borð fundu þeir persónuæegar eigur áhafnarinnar, vopn og hlífðarbúnað. Swat sagði Rússana hafa kastað öllu frá sér og hlaupið á brot. Það hafi verið mikil rigning og vegurinn hafi verið þeim erfiður. Sjá einnig: Lyman er í höndum Úkraínumanna Swat er 58 ára gamall atvinnuhermaður sem gekk aftur liðs við herinn eftir innrás Rússa og leiðir hersveit sjálfboðaliða í austurhluta landsins eftir að fyrri yfirmaður herdeildarinnar féll í átökum nærri Izyum í júní. Hann segir Úkraínumenn leggja mikla áherslu á að halda þrýstingi á Rússa og reyna að koma í veg fyrir að þeir nái að mynda góðar varnarlínur á nýjan leik. „Við höfum styrkinn til að gera þetta. Því núna er fát á þeim. Þeir eru í alvörunni skelfingu lostnir,“ sagði Swat. Sjá einnig: Úkraínuforseti segir æ fleiri Rússa leggja á flótta Í vandræðum með Starlink Úkraínskir hermenn hafa lent í vandræðum með nettengingar í gegnum Starlink-gervihnetti á undanförnum dögum. Eftir að Rússar lokuðu á aðgang Úkraínumanna að netinu hefur Starlink skipt sköpum fyrir úkraínska herinn en gervihnattanetið er í eigu SpaceX, fyrirtækis Elons Musks. Auðjöfurinn bandaríski gerði ráðamenn í Úkraínu reiða í vikunni og deildi við þá á samfélagsmiðlum eftir að hann lagði til að Úkraínumenn ættu að leitast eftir friði við Rússa. Sá friður myndi fela í sér að Úkraínumenn létu land af hendi í skiptum fyrir frið, sem er eitthvað sem þeir segjast aldrei ætla að gera. Undanfarna daga hafa hersveitir Úkraínu misst tenginguna við Starlink og hefur það ítrekað gerst á víglínunum og í einhverjum tilfellum hjá hersveitum sem höfðu brotið sér leið í gegnum varnir Rússa. Óljóst er hvað veldur þessu en Financial Times hefur eftir auðjöfrinum Roman Sinicyn, sem hefur fjármagnað kaup á netþjónum Starlink handa úkraínska hernum segir þetta vegna þess að SpaceX hafi reynt að koma í veg fyrir aðgang rússneskra hermann að gervihnattakerfinu. Hermenn hafi misst tenginguna á svæði sem sé flokkað sem yfirráðasvæði Rússa og því hafi þeir misst nettenginguna. Sinicyn segir að úkraínski herinn þurfi að bæta samskiptin við SpaceX. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Evrópuleiðtogar reyna að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú á 70 ára afmælisdegi Rússlandsforseta að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi til heimila og fyrirtækja. Úkraínskar hersveitir halda áfram að endurheimta landsvæði í gagnsókn sinni gegn Rússum og Úkraínuforseti heitir því að endurheimta öll hertekin svæði, þeirra á meðal Krímskaga. 7. október 2022 11:49 Óttast „ragnarök“ ef Pútín ákveður að nota kjarnorkuvopn Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað við því að heimsbyggðin gæti staðið frammi fyrir „ragnarökum“ ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveður að nota kjarnorkuvopn til að freista þess að vinna stríðið í Úkraínu. 7. október 2022 07:20 Sigldu frá Síberíu til Alaska til að flýja herkvaðninguna Tveir rússneskir karlmenn óskuðu eftir hæli í Bandaríkjununum eftir að þeir sigldu yfir Beringshaf og tóku land á afskektri eyju undan ströndum Alaska. Þeir segjast hafa flúið herkvaðningu rússneskra stjórnvalda vegna innrásinnar í Úkraínu. 6. október 2022 18:50 Innlimun, bakslag og yfirtaka Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gær undir síðustu skjölin sem fela í sér að Rússar innlimi fjögur héruð í Úkraínu, á sama tíma og rússneskar hersveitir hafa orðið fyrir bakslagi og áfram þurft að hörfa bæði í norðausturhluta og suðurhluta Úkraínu. 6. október 2022 07:38 Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Úkraínskur liðsforingi segir mikilvægt að gefa Rússum ekki ráðrúm til að ná áttum. Rússneskir hermenn hafa skilið eftir sig gífurlegt magn hergagna og þungavopna þegar þeir hafa hörfað frá hernumdum svæðum í Úkraínu. Þeir skildu eftir sig hergögn þegar þeir hörfuðu frá svæðinu norður af Kænugarði í upphafi innrásarinnar og það hafa þeir einnig gert í Kherson og víðar. Mest skildu þeir þó eftir sig þegar þeir hörfuðu frá Kharkív í síðasta mánuði, eftir skyndisókn Úkraínumanna sem kom Rússum verulega á óvart. Wall Street Journal sagði frá því í vikunni að hernaðaðgerðir Úkraínumanna þessa dagana í Kherson og í austurhluta landsins byggðu að miklu leyti á hergögnum og þungavopnum sem Úkraínumenn hefðu tekið af Rússum í Kharkív. Með hundruð skrið- og bryndreka frá Rússum Í mörgum tilfellum náðu Úkraínumenn skrið- og bryndrekum sem voru í góðu ásigkomulagi og tilbúnir til áframhaldandi notkunar. Það á einnig við ýmiskonar stórskotaliðsvopnakerfi sem Úkraínumenn náðu en þeir náðu einnig gífurlegu magni skotfæra og flugskeyta í svokölluðu MLRS-stórskotaliðsvopnakerfi. Í áðurnefndri grein WSJ segir að þrátt fyrir umfangsmiklar vopnasendingar frá bandamönnum Úkraínu megi líta á Rússa sem helsta bakhjarl Úkraínumanna. Þeir hafi tekið 421 skriðdreka frá Rússum og að þeir hafi fengið um 320 frá bandamönnum sínum. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa tekið 637 bryndreka af Rússum en þeir hafa fengið um 250 frá bandamönnum sínum. Úkraínumenn hafa einnig tekið 44 MLRS-flugskeytakerfi af Rússum en þeir hafa fengið um sjötíu frá bandamönnum sínum. Þessi vopnakerfi eru yfirleitt ekki fremst á víglínunum heldur eru þau notuð til stórskotaliðsárása. Einn sérfræðingur sem WSJ ræddi við sagði þó ljóst að hluti af þeim þungavopnum sem Úkraínumenn hefðu tekið af Rússum ætti í raun heima á safni. Komu að skriðdreka í gangi Blaðamaður New York Times ræddi nýverið við hermenn í austurhluta Úkraínu, sem komu nýverið að frelsun bæjarins Lyman og öðrum á svæðinu. Yfirmaður einnar herdeildar, sem kallast Swat, sagði sína menn hafa lagt hald á hergögn sem Rússar hefðu skilið eftir. Í teinu tilfelli hefðu hermennirnir komið að rússneskum skriðdreka sem var enn í gangi. Þar um borð fundu þeir persónuæegar eigur áhafnarinnar, vopn og hlífðarbúnað. Swat sagði Rússana hafa kastað öllu frá sér og hlaupið á brot. Það hafi verið mikil rigning og vegurinn hafi verið þeim erfiður. Sjá einnig: Lyman er í höndum Úkraínumanna Swat er 58 ára gamall atvinnuhermaður sem gekk aftur liðs við herinn eftir innrás Rússa og leiðir hersveit sjálfboðaliða í austurhluta landsins eftir að fyrri yfirmaður herdeildarinnar féll í átökum nærri Izyum í júní. Hann segir Úkraínumenn leggja mikla áherslu á að halda þrýstingi á Rússa og reyna að koma í veg fyrir að þeir nái að mynda góðar varnarlínur á nýjan leik. „Við höfum styrkinn til að gera þetta. Því núna er fát á þeim. Þeir eru í alvörunni skelfingu lostnir,“ sagði Swat. Sjá einnig: Úkraínuforseti segir æ fleiri Rússa leggja á flótta Í vandræðum með Starlink Úkraínskir hermenn hafa lent í vandræðum með nettengingar í gegnum Starlink-gervihnetti á undanförnum dögum. Eftir að Rússar lokuðu á aðgang Úkraínumanna að netinu hefur Starlink skipt sköpum fyrir úkraínska herinn en gervihnattanetið er í eigu SpaceX, fyrirtækis Elons Musks. Auðjöfurinn bandaríski gerði ráðamenn í Úkraínu reiða í vikunni og deildi við þá á samfélagsmiðlum eftir að hann lagði til að Úkraínumenn ættu að leitast eftir friði við Rússa. Sá friður myndi fela í sér að Úkraínumenn létu land af hendi í skiptum fyrir frið, sem er eitthvað sem þeir segjast aldrei ætla að gera. Undanfarna daga hafa hersveitir Úkraínu misst tenginguna við Starlink og hefur það ítrekað gerst á víglínunum og í einhverjum tilfellum hjá hersveitum sem höfðu brotið sér leið í gegnum varnir Rússa. Óljóst er hvað veldur þessu en Financial Times hefur eftir auðjöfrinum Roman Sinicyn, sem hefur fjármagnað kaup á netþjónum Starlink handa úkraínska hernum segir þetta vegna þess að SpaceX hafi reynt að koma í veg fyrir aðgang rússneskra hermann að gervihnattakerfinu. Hermenn hafi misst tenginguna á svæði sem sé flokkað sem yfirráðasvæði Rússa og því hafi þeir misst nettenginguna. Sinicyn segir að úkraínski herinn þurfi að bæta samskiptin við SpaceX.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Evrópuleiðtogar reyna að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú á 70 ára afmælisdegi Rússlandsforseta að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi til heimila og fyrirtækja. Úkraínskar hersveitir halda áfram að endurheimta landsvæði í gagnsókn sinni gegn Rússum og Úkraínuforseti heitir því að endurheimta öll hertekin svæði, þeirra á meðal Krímskaga. 7. október 2022 11:49 Óttast „ragnarök“ ef Pútín ákveður að nota kjarnorkuvopn Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað við því að heimsbyggðin gæti staðið frammi fyrir „ragnarökum“ ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveður að nota kjarnorkuvopn til að freista þess að vinna stríðið í Úkraínu. 7. október 2022 07:20 Sigldu frá Síberíu til Alaska til að flýja herkvaðninguna Tveir rússneskir karlmenn óskuðu eftir hæli í Bandaríkjununum eftir að þeir sigldu yfir Beringshaf og tóku land á afskektri eyju undan ströndum Alaska. Þeir segjast hafa flúið herkvaðningu rússneskra stjórnvalda vegna innrásinnar í Úkraínu. 6. október 2022 18:50 Innlimun, bakslag og yfirtaka Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gær undir síðustu skjölin sem fela í sér að Rússar innlimi fjögur héruð í Úkraínu, á sama tíma og rússneskar hersveitir hafa orðið fyrir bakslagi og áfram þurft að hörfa bæði í norðausturhluta og suðurhluta Úkraínu. 6. október 2022 07:38 Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Evrópuleiðtogar reyna að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú á 70 ára afmælisdegi Rússlandsforseta að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi til heimila og fyrirtækja. Úkraínskar hersveitir halda áfram að endurheimta landsvæði í gagnsókn sinni gegn Rússum og Úkraínuforseti heitir því að endurheimta öll hertekin svæði, þeirra á meðal Krímskaga. 7. október 2022 11:49
Óttast „ragnarök“ ef Pútín ákveður að nota kjarnorkuvopn Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað við því að heimsbyggðin gæti staðið frammi fyrir „ragnarökum“ ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveður að nota kjarnorkuvopn til að freista þess að vinna stríðið í Úkraínu. 7. október 2022 07:20
Sigldu frá Síberíu til Alaska til að flýja herkvaðninguna Tveir rússneskir karlmenn óskuðu eftir hæli í Bandaríkjununum eftir að þeir sigldu yfir Beringshaf og tóku land á afskektri eyju undan ströndum Alaska. Þeir segjast hafa flúið herkvaðningu rússneskra stjórnvalda vegna innrásinnar í Úkraínu. 6. október 2022 18:50
Innlimun, bakslag og yfirtaka Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gær undir síðustu skjölin sem fela í sér að Rússar innlimi fjögur héruð í Úkraínu, á sama tíma og rússneskar hersveitir hafa orðið fyrir bakslagi og áfram þurft að hörfa bæði í norðausturhluta og suðurhluta Úkraínu. 6. október 2022 07:38
Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55