Tvö sveitarfélög reka enn ljósabekki Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2022 12:47 Fjöldi ljósabekkja í rekstri á landinu jókst milli talninga í fyrsta skipti frá árinu 2005. getty images Tvö sveitarfélög reka ljósabekki ef marka má nýjustu talningu Geislavarna ríkisins á ljósabekkjum á landinu. Sérfræðingur segir bekkina geta verið gríðarlega hættulega og áhyggjuefni ef notkun þeirra er að aukast meðal ungs fólks. Geislavarnir ríkisins telja ljósabekki á landinu á þriggja ára fresti. Samkvæmt nýjustu talningunni sem var gerð í lok árs 2020 voru fjögur íþróttahús á vegum sveitarfélaga með slíka bekki innanhúss. Tveir bekkir voru í íþróttahúsinu í Garði og einn bekkur á Djúpavogi, Seyðisfirði og Vopnafirði. Síðan hefur Vopnafjörður fjarlægt sinn bekk og bekkurinn á Djúpavogi bilaði fyrir nokkrum mánuðum. Bekkirnir í Garði og Seyðisfirði eru enn starfræktir. Hættulegra fyrir yngra fólk Eitthvað hefur borið á því að börn undir 18 ára aldri noti ljósabekki hér á landi. „Okkur hafa borist ábendingar um að einstaklingar yngri en 18 ára hafa notað ljósabekki á sólbaðsstofum sem er bara gegn lögum þannig það er alls ekki gott,“ segir Edda Lína Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins. Vinsældir slíkra bekkja virðast hafa aukist hjá ungu fólki síðustu ár eftir að dregið hafði verulega úr henni eftir vitundarvakningu sem varð í kring um aldamótin. „Ef það er raunin þá er það áhyggjuefni. Við vitum að útfjólublá geislun getur valdið krabbameini og Geislavarnir ríkisins ráðleggja fólki að nota ekki ljósabekki nema þá í læknisfræðilegum tilgangi,“ segir Edda Lína. Vilja loka bekkjunum Greint var frá því á Vísi í morgun að bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ hefðu krafist þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni í Garði. Þeir segja rekstur bekkjanna engan veginn samræmast markmiðum sveitarfélagsins um að stuðla að heilsueflandi samfélagi. „Hættan á húðkrabbameini eykst við notkun ljósabekkja. En hættan er meiri því fyrr sem að maður byrjar að nota ljósabekki. Þannig að það er þá hættumeira fyrir yngra fólk,“ segir Edda Lína. Heilbrigðismál Suðurnesjabær Múlaþing Ljósabekkir Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Geislavarnir ríkisins telja ljósabekki á landinu á þriggja ára fresti. Samkvæmt nýjustu talningunni sem var gerð í lok árs 2020 voru fjögur íþróttahús á vegum sveitarfélaga með slíka bekki innanhúss. Tveir bekkir voru í íþróttahúsinu í Garði og einn bekkur á Djúpavogi, Seyðisfirði og Vopnafirði. Síðan hefur Vopnafjörður fjarlægt sinn bekk og bekkurinn á Djúpavogi bilaði fyrir nokkrum mánuðum. Bekkirnir í Garði og Seyðisfirði eru enn starfræktir. Hættulegra fyrir yngra fólk Eitthvað hefur borið á því að börn undir 18 ára aldri noti ljósabekki hér á landi. „Okkur hafa borist ábendingar um að einstaklingar yngri en 18 ára hafa notað ljósabekki á sólbaðsstofum sem er bara gegn lögum þannig það er alls ekki gott,“ segir Edda Lína Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins. Vinsældir slíkra bekkja virðast hafa aukist hjá ungu fólki síðustu ár eftir að dregið hafði verulega úr henni eftir vitundarvakningu sem varð í kring um aldamótin. „Ef það er raunin þá er það áhyggjuefni. Við vitum að útfjólublá geislun getur valdið krabbameini og Geislavarnir ríkisins ráðleggja fólki að nota ekki ljósabekki nema þá í læknisfræðilegum tilgangi,“ segir Edda Lína. Vilja loka bekkjunum Greint var frá því á Vísi í morgun að bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ hefðu krafist þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni í Garði. Þeir segja rekstur bekkjanna engan veginn samræmast markmiðum sveitarfélagsins um að stuðla að heilsueflandi samfélagi. „Hættan á húðkrabbameini eykst við notkun ljósabekkja. En hættan er meiri því fyrr sem að maður byrjar að nota ljósabekki. Þannig að það er þá hættumeira fyrir yngra fólk,“ segir Edda Lína.
Heilbrigðismál Suðurnesjabær Múlaþing Ljósabekkir Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira