Tvö sveitarfélög reka enn ljósabekki Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2022 12:47 Fjöldi ljósabekkja í rekstri á landinu jókst milli talninga í fyrsta skipti frá árinu 2005. getty images Tvö sveitarfélög reka ljósabekki ef marka má nýjustu talningu Geislavarna ríkisins á ljósabekkjum á landinu. Sérfræðingur segir bekkina geta verið gríðarlega hættulega og áhyggjuefni ef notkun þeirra er að aukast meðal ungs fólks. Geislavarnir ríkisins telja ljósabekki á landinu á þriggja ára fresti. Samkvæmt nýjustu talningunni sem var gerð í lok árs 2020 voru fjögur íþróttahús á vegum sveitarfélaga með slíka bekki innanhúss. Tveir bekkir voru í íþróttahúsinu í Garði og einn bekkur á Djúpavogi, Seyðisfirði og Vopnafirði. Síðan hefur Vopnafjörður fjarlægt sinn bekk og bekkurinn á Djúpavogi bilaði fyrir nokkrum mánuðum. Bekkirnir í Garði og Seyðisfirði eru enn starfræktir. Hættulegra fyrir yngra fólk Eitthvað hefur borið á því að börn undir 18 ára aldri noti ljósabekki hér á landi. „Okkur hafa borist ábendingar um að einstaklingar yngri en 18 ára hafa notað ljósabekki á sólbaðsstofum sem er bara gegn lögum þannig það er alls ekki gott,“ segir Edda Lína Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins. Vinsældir slíkra bekkja virðast hafa aukist hjá ungu fólki síðustu ár eftir að dregið hafði verulega úr henni eftir vitundarvakningu sem varð í kring um aldamótin. „Ef það er raunin þá er það áhyggjuefni. Við vitum að útfjólublá geislun getur valdið krabbameini og Geislavarnir ríkisins ráðleggja fólki að nota ekki ljósabekki nema þá í læknisfræðilegum tilgangi,“ segir Edda Lína. Vilja loka bekkjunum Greint var frá því á Vísi í morgun að bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ hefðu krafist þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni í Garði. Þeir segja rekstur bekkjanna engan veginn samræmast markmiðum sveitarfélagsins um að stuðla að heilsueflandi samfélagi. „Hættan á húðkrabbameini eykst við notkun ljósabekkja. En hættan er meiri því fyrr sem að maður byrjar að nota ljósabekki. Þannig að það er þá hættumeira fyrir yngra fólk,“ segir Edda Lína. Heilbrigðismál Suðurnesjabær Múlaþing Ljósabekkir Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Geislavarnir ríkisins telja ljósabekki á landinu á þriggja ára fresti. Samkvæmt nýjustu talningunni sem var gerð í lok árs 2020 voru fjögur íþróttahús á vegum sveitarfélaga með slíka bekki innanhúss. Tveir bekkir voru í íþróttahúsinu í Garði og einn bekkur á Djúpavogi, Seyðisfirði og Vopnafirði. Síðan hefur Vopnafjörður fjarlægt sinn bekk og bekkurinn á Djúpavogi bilaði fyrir nokkrum mánuðum. Bekkirnir í Garði og Seyðisfirði eru enn starfræktir. Hættulegra fyrir yngra fólk Eitthvað hefur borið á því að börn undir 18 ára aldri noti ljósabekki hér á landi. „Okkur hafa borist ábendingar um að einstaklingar yngri en 18 ára hafa notað ljósabekki á sólbaðsstofum sem er bara gegn lögum þannig það er alls ekki gott,“ segir Edda Lína Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins. Vinsældir slíkra bekkja virðast hafa aukist hjá ungu fólki síðustu ár eftir að dregið hafði verulega úr henni eftir vitundarvakningu sem varð í kring um aldamótin. „Ef það er raunin þá er það áhyggjuefni. Við vitum að útfjólublá geislun getur valdið krabbameini og Geislavarnir ríkisins ráðleggja fólki að nota ekki ljósabekki nema þá í læknisfræðilegum tilgangi,“ segir Edda Lína. Vilja loka bekkjunum Greint var frá því á Vísi í morgun að bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ hefðu krafist þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni í Garði. Þeir segja rekstur bekkjanna engan veginn samræmast markmiðum sveitarfélagsins um að stuðla að heilsueflandi samfélagi. „Hættan á húðkrabbameini eykst við notkun ljósabekkja. En hættan er meiri því fyrr sem að maður byrjar að nota ljósabekki. Þannig að það er þá hættumeira fyrir yngra fólk,“ segir Edda Lína.
Heilbrigðismál Suðurnesjabær Múlaþing Ljósabekkir Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira