Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2022 19:21 Emmanuel Macron forseti Frakklands hafði frumkvæði að leiðtogafundinum. Hann segir Evrópusambandið ekki geta verið eina vettvang álfunnar þar sem fulltrúar ríkjanna koma saman til að ræða stjórnmál. AP/Petr David Josek Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum. Rússar eru víðast hvar á undanhaldi í austur- og suður Úkraínu þar sem Úkraínumenn hafa náð að frelsa tugi þorpa og bæja. Rússar halda þó áfram stórskotaliðs- og eldflaugaárásum sínum og skutu til að mynda sjö eldflaugum að borginni Zaporizhzhia í dag þar sem einn maður féll og miklar skemmdir urðu á íbúðarhúsum. Fimmta hæð í fjölbýlishúsi er horfin og fjöldi fólks grófst undir rústum hússins. Þótt rússneskar hersveitir séu víða á undanhaldi eru Rússar enn að valda mikilli eyðileggingu með eldflaugaárásum á borgir. Í dag skutu þeir sjö eldlflaugum að Zaporizhzhia,AP/ Oleksand Starukh héraðsstjóri í Zaporizhzhia segir íbúa fjölbýlishúss hafa verið í fasta svefni þegar tvær efstu hæðirnar hafi nánast verið þurrkaðar út í eldlflauagaárás Rússa. „Óvinurinn fremur hryðjuverk gegn friðsömum íbúum. Við höldum okkar striki og munum sigra. Úkraína verður sameinuð,“ segir héraðsstjórinn. Rússlandsforseti reyndi að halda andliti á fjarfundum með forystufólki kennara á degi kennara annars vegar og embættismönnum um efnahagsmál hins vegar í dag. Hann virtist ráðvilltur þegar hann ræddi héruðin fjögur sem hann þykist hafa innlimað í Rússland. Úkraínumenn hafa stökkt Rússum á flótta víða í austur- og suðurhluta Úkraínu á undanförnum vikum.AP/Kostiantyn Liberov „Við vinnum út frá þeirri forsendu að jafnvægi náist svo við getum þróað þessi héruð smám saman og hjálpað ykkar að byggja upp allt landið,“ sagði Putin við kennara sem virtust hafa áhyggjur af uppbyggingu kennslu á hernumdu svæðunum. Á sama tíma og Putin gerði lítið úr refsiaðgerðum Vesturlanda komu leiðtogar fjörutíu og fjögurra lýðræðisríkja í Evrópu saman í Prag í Tékklandi í dag fyrir frumkvæði Emmanuel Macrons forseta Frakklands. Hann vill koma á laggirnar einhvers konar Stjórnmálabandalagi Evrópuríkja til að efla samvinnu í öryggis- og efnahagsmálum. Leiðtogar allra ríkja Evrópu komu saman á fundinum og þar með eru Bretar komnir að borðinu eftir að hafa verið dálítið utanveltu eftir brotthvarfið úr Evrópusambandinu. Hér sest Liz Truss niður með Emmanuel Macron Frakklandsforseta í dag.AP/Alastair Grant „Skilaboðin eru um einingu í Evrópu í þágu allra Evrópuríkja hvort sem þau eru aðilar að ESB eða ekki. Þetta snýst um að byggja upp samheldni með því markmiði að kynna okkur stöðu mála í álfunni og hvernig hún hefur áhrif á stöðu ríkjanna. Við viljum byggja upp sameiginlega stefnu með skilvirku samtali. Slíkt samstarf var ekki fyrir hendi áður og gat leitt til sundurlyndis," sagði Macron í Prag í dag. Innrás Rússa kallar á aukna samstöðu Evrópuríkja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir innrás Rússa í Úkraínu kalla á aukið og annars konar samstarf Evrópuríkja. Mikilvægt væri að leiðtogar ríkjanna ræddu hreinskipt um stjórnmál álfunnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að leiðtogar Evrópu komi saman til að skerpa á samstöðunni og ræða ólíka stöðu einstakra ríkja innan álfurnnar.AP/Petr David Josek Forsætisráðherra segir fundinn í Prag óvenjulegan þar sem saman hafi komið leiðtogar allra evrópuríkja nema Rússlands og Hvítarússlands. Leiðtogarnir hafi setið saman og rætt stjórnmál og ekki sent frá sér neina sameiginlega yfirlýsingu að fundi loknum. „Þannig að það voru mjög opnar umræður og ég myndi segja að þetta skili aukinni samstaða Evópuríkja. Það er auðvitað mjög mikilvægt á þessum tímum á meðan þetta innrásarstríð stendur að hálfu Rússa,” segir Katrín. Macron Frakklandsforseti hafði frumkvæði að þessum fundi. Hann sagði í vikunni að Evrópusambandið gæti ekki verið eini vettvanginn fyrir pólitískt samstarf Evrópuríkja. Þá dregur þetta Breta að borðinu sem hafa verið utanveltu í Evrópu eftir að þeir gengu formlega úr Evrópusambandinu. Leiðtogafundurinn í Pragkastala er einstakur í sinni röð þar sem leiðtogar 44 Evrópuríkja koma saman til að ræða stjórnmál álfunnar.AP/Petr David Josek Þarf Evrópa einn vettvanginn í viðbót til að sameina krafta sína? „Það voru gagnrýnisraddirnar fyrir þennan fund að þetta væri kannski óþarfi. En auðvitað er það svo að Evrópusambandið er í mjög þéttu innra samstarfi. Við hittumst á vettvangi Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og svo framvegis. En hér er einhvern veginn verið að reyna að hleypa dálítilli pólitík inn í samtalið. Víkka það út,” segir forsætisráðherra. Íslendingar væru í góðri stöðu í þeirri orkukreppu sem nú ríkti í Evrópu vegna stríðsins. En töluvert hafi verið rætt um uppbyggingu nýrra sameiginlegra innviða í orkumálum. Er þetta eitthvað tengt Úkraínu. Rædduð þið málefni Úkraínu? „Zelenskyy ávarpaði okkur í gegnum fjarfundarbúnað. Að sjálfsögðu er það yfir og alltumlykjandi og ég er ekki viss um að þessi vettvangur hefði orðið til nema út af innrásinni í Úkraínu. Út af þörfinni á samstöðu og út af því að aðstæður þessara ríkja eru ólíkar,” segir Katrín Jakobsdóttir. Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Rússum ekki boðið í nýtt bandalag sem á að stilla saman strengi Evrópuríkja Leiðtogar ríkja Evrópska stjórnmálabandalagsins, sem á ensku nefnist European Political Community, funda í fyrsta skipti í sögu hins nýja bandalags í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur þátt í fundinum fyrir hönd Íslands. 6. október 2022 15:13 Innlimun, bakslag og yfirtaka Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gær undir síðustu skjölin sem fela í sér að Rússar innlimi fjögur héruð í Úkraínu, á sama tíma og rússneskar hersveitir hafa orðið fyrir bakslagi og áfram þurft að hörfa bæði í norðausturhluta og suðurhluta Úkraínu. 6. október 2022 07:38 Rússar sagðir standa frammi fyrir tveimur slæmum kostum Einn af leppstjórum Rússlands á hernumdum svæðum í Kherson-héraði í Úkraínu viðurkenndi í morgun að hersveitir Rússa í héraðinu hefðu hörfað undan sókn Úkraínumanna. Ráðamenn í Rússlandi standa frammi fyrir tveimur slæmum valmöguleikum varðandi herkvaðningu. 5. október 2022 11:54 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Rússar eru víðast hvar á undanhaldi í austur- og suður Úkraínu þar sem Úkraínumenn hafa náð að frelsa tugi þorpa og bæja. Rússar halda þó áfram stórskotaliðs- og eldflaugaárásum sínum og skutu til að mynda sjö eldflaugum að borginni Zaporizhzhia í dag þar sem einn maður féll og miklar skemmdir urðu á íbúðarhúsum. Fimmta hæð í fjölbýlishúsi er horfin og fjöldi fólks grófst undir rústum hússins. Þótt rússneskar hersveitir séu víða á undanhaldi eru Rússar enn að valda mikilli eyðileggingu með eldflaugaárásum á borgir. Í dag skutu þeir sjö eldlflaugum að Zaporizhzhia,AP/ Oleksand Starukh héraðsstjóri í Zaporizhzhia segir íbúa fjölbýlishúss hafa verið í fasta svefni þegar tvær efstu hæðirnar hafi nánast verið þurrkaðar út í eldlflauagaárás Rússa. „Óvinurinn fremur hryðjuverk gegn friðsömum íbúum. Við höldum okkar striki og munum sigra. Úkraína verður sameinuð,“ segir héraðsstjórinn. Rússlandsforseti reyndi að halda andliti á fjarfundum með forystufólki kennara á degi kennara annars vegar og embættismönnum um efnahagsmál hins vegar í dag. Hann virtist ráðvilltur þegar hann ræddi héruðin fjögur sem hann þykist hafa innlimað í Rússland. Úkraínumenn hafa stökkt Rússum á flótta víða í austur- og suðurhluta Úkraínu á undanförnum vikum.AP/Kostiantyn Liberov „Við vinnum út frá þeirri forsendu að jafnvægi náist svo við getum þróað þessi héruð smám saman og hjálpað ykkar að byggja upp allt landið,“ sagði Putin við kennara sem virtust hafa áhyggjur af uppbyggingu kennslu á hernumdu svæðunum. Á sama tíma og Putin gerði lítið úr refsiaðgerðum Vesturlanda komu leiðtogar fjörutíu og fjögurra lýðræðisríkja í Evrópu saman í Prag í Tékklandi í dag fyrir frumkvæði Emmanuel Macrons forseta Frakklands. Hann vill koma á laggirnar einhvers konar Stjórnmálabandalagi Evrópuríkja til að efla samvinnu í öryggis- og efnahagsmálum. Leiðtogar allra ríkja Evrópu komu saman á fundinum og þar með eru Bretar komnir að borðinu eftir að hafa verið dálítið utanveltu eftir brotthvarfið úr Evrópusambandinu. Hér sest Liz Truss niður með Emmanuel Macron Frakklandsforseta í dag.AP/Alastair Grant „Skilaboðin eru um einingu í Evrópu í þágu allra Evrópuríkja hvort sem þau eru aðilar að ESB eða ekki. Þetta snýst um að byggja upp samheldni með því markmiði að kynna okkur stöðu mála í álfunni og hvernig hún hefur áhrif á stöðu ríkjanna. Við viljum byggja upp sameiginlega stefnu með skilvirku samtali. Slíkt samstarf var ekki fyrir hendi áður og gat leitt til sundurlyndis," sagði Macron í Prag í dag. Innrás Rússa kallar á aukna samstöðu Evrópuríkja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir innrás Rússa í Úkraínu kalla á aukið og annars konar samstarf Evrópuríkja. Mikilvægt væri að leiðtogar ríkjanna ræddu hreinskipt um stjórnmál álfunnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að leiðtogar Evrópu komi saman til að skerpa á samstöðunni og ræða ólíka stöðu einstakra ríkja innan álfurnnar.AP/Petr David Josek Forsætisráðherra segir fundinn í Prag óvenjulegan þar sem saman hafi komið leiðtogar allra evrópuríkja nema Rússlands og Hvítarússlands. Leiðtogarnir hafi setið saman og rætt stjórnmál og ekki sent frá sér neina sameiginlega yfirlýsingu að fundi loknum. „Þannig að það voru mjög opnar umræður og ég myndi segja að þetta skili aukinni samstaða Evópuríkja. Það er auðvitað mjög mikilvægt á þessum tímum á meðan þetta innrásarstríð stendur að hálfu Rússa,” segir Katrín. Macron Frakklandsforseti hafði frumkvæði að þessum fundi. Hann sagði í vikunni að Evrópusambandið gæti ekki verið eini vettvanginn fyrir pólitískt samstarf Evrópuríkja. Þá dregur þetta Breta að borðinu sem hafa verið utanveltu í Evrópu eftir að þeir gengu formlega úr Evrópusambandinu. Leiðtogafundurinn í Pragkastala er einstakur í sinni röð þar sem leiðtogar 44 Evrópuríkja koma saman til að ræða stjórnmál álfunnar.AP/Petr David Josek Þarf Evrópa einn vettvanginn í viðbót til að sameina krafta sína? „Það voru gagnrýnisraddirnar fyrir þennan fund að þetta væri kannski óþarfi. En auðvitað er það svo að Evrópusambandið er í mjög þéttu innra samstarfi. Við hittumst á vettvangi Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og svo framvegis. En hér er einhvern veginn verið að reyna að hleypa dálítilli pólitík inn í samtalið. Víkka það út,” segir forsætisráðherra. Íslendingar væru í góðri stöðu í þeirri orkukreppu sem nú ríkti í Evrópu vegna stríðsins. En töluvert hafi verið rætt um uppbyggingu nýrra sameiginlegra innviða í orkumálum. Er þetta eitthvað tengt Úkraínu. Rædduð þið málefni Úkraínu? „Zelenskyy ávarpaði okkur í gegnum fjarfundarbúnað. Að sjálfsögðu er það yfir og alltumlykjandi og ég er ekki viss um að þessi vettvangur hefði orðið til nema út af innrásinni í Úkraínu. Út af þörfinni á samstöðu og út af því að aðstæður þessara ríkja eru ólíkar,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Rússum ekki boðið í nýtt bandalag sem á að stilla saman strengi Evrópuríkja Leiðtogar ríkja Evrópska stjórnmálabandalagsins, sem á ensku nefnist European Political Community, funda í fyrsta skipti í sögu hins nýja bandalags í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur þátt í fundinum fyrir hönd Íslands. 6. október 2022 15:13 Innlimun, bakslag og yfirtaka Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gær undir síðustu skjölin sem fela í sér að Rússar innlimi fjögur héruð í Úkraínu, á sama tíma og rússneskar hersveitir hafa orðið fyrir bakslagi og áfram þurft að hörfa bæði í norðausturhluta og suðurhluta Úkraínu. 6. október 2022 07:38 Rússar sagðir standa frammi fyrir tveimur slæmum kostum Einn af leppstjórum Rússlands á hernumdum svæðum í Kherson-héraði í Úkraínu viðurkenndi í morgun að hersveitir Rússa í héraðinu hefðu hörfað undan sókn Úkraínumanna. Ráðamenn í Rússlandi standa frammi fyrir tveimur slæmum valmöguleikum varðandi herkvaðningu. 5. október 2022 11:54 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Rússum ekki boðið í nýtt bandalag sem á að stilla saman strengi Evrópuríkja Leiðtogar ríkja Evrópska stjórnmálabandalagsins, sem á ensku nefnist European Political Community, funda í fyrsta skipti í sögu hins nýja bandalags í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur þátt í fundinum fyrir hönd Íslands. 6. október 2022 15:13
Innlimun, bakslag og yfirtaka Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gær undir síðustu skjölin sem fela í sér að Rússar innlimi fjögur héruð í Úkraínu, á sama tíma og rússneskar hersveitir hafa orðið fyrir bakslagi og áfram þurft að hörfa bæði í norðausturhluta og suðurhluta Úkraínu. 6. október 2022 07:38
Rússar sagðir standa frammi fyrir tveimur slæmum kostum Einn af leppstjórum Rússlands á hernumdum svæðum í Kherson-héraði í Úkraínu viðurkenndi í morgun að hersveitir Rússa í héraðinu hefðu hörfað undan sókn Úkraínumanna. Ráðamenn í Rússlandi standa frammi fyrir tveimur slæmum valmöguleikum varðandi herkvaðningu. 5. október 2022 11:54