Hafðu hátt, taktu pláss… en ekki vera hávær frekja! Thelma Kristín Kvaran skrifar 6. október 2022 16:30 Kæra kona…. Ekki hreyfa hendurnar svona þegar þú talar, því þá mun enginn karlmaður taka mark á þér! Talaðu með dýpri röddu því þá tekur fólk betur mark á þér! Ætlar þú BARA að taka sex mánaða fæðingarorlof? Ekki vera svona tilfinningarík! Ertu nokkuð að fara að eignast börn strax? Þú ert nú meiri frekjan! Þetta er of mikið álagsstarf fyrir konu með ung börn! Mikið ertu vel gift og ofdekruð að eiga mann sem sækir börnin á leikskólann, verslar inn og eldar! Hver sér um börnin þegar þau verða veik? Hvað finnst manninum þínum um að þú þénir meira en hann? Af hverju varstu að eignast svona mörg börn? – Þú ert alltaf í vinnunni! Þú veist að konur í dag geta ekki unnið úti, haldið gott heimili og alið upp góð börn! Þegar ég var á þínum aldri sá ég sjálf um að þrífa heimilið! Hefurðu næga aðstoð frá öðrum í fjölskyldunni með börnin? Æææ, greyið hann. Honum á eftir að leiðast svo mikið í svona löngu fæðingarorlofi! Mikið áttu góðan mann! Það myndu ekki allir una því að konan þeirra ynni svona mikið! Ég hef lengi velt því fyrir mér af hverju konur eru í svona miklum minnihluta í stöðum forstjóra á Íslandi, en í dag eru þær ekki nema 24%. Þá eru konur einnig í miklum minnihluta í hópi umsækjenda um slík störf. Ætli það sé áhugaleysi? Eru kannski ekkert svo margar konur sem vilja verða forstjórar? Ég neita að trúa því og er sannfærð um að margar aðrar ástæður liggi að baki. Við höfum flest heyrt talað um að konur sæki síður um ef þær telji sig ekki uppfylla öll skilyrðin í auglýsingunni. Það má alveg vera, enda er okkur kennt að fylgja reglum allt frá barnæsku og hafa rannsóknir sýnt að stelpur séu gjarnari að fylgja reglum heldur en strákar, þó það sé að sjálfsögðu ekki algilt. Ég hef einnig heyrt konur lýsa að þeim finnist varla taka því lengur að sækja um starf forstjóra, því sagan sýni að karl er oftast ráðinn. Hins vegar er það nokkuð ljóst að líkurnar að kona fái starfið minnka ef þær sækja ekki um. Eftir að hafa átt mörg samtöl við vinkonur og konur úr atvinnulífinu, er eitt sem er áberandi á milli flestra, það er samviskubitið sem margar finna fyrir ef þær hafa eytt miklum tíma í vinnu eða sett starfsframann ofarlega á forgangslistann. Ég ákvað því að spyrja konur úr atvinnulífinu eftirfarandi spurningar: Hvað hefur verið sagt við ykkur (eða hvaða „ráð“ hafið þið fengið) á vinnustað eða annars staðar, í tengslum við starfið ykkar, starfsþróun, menntun eða annað, sem ekki er sagt við karla? Setningarnar hér að ofan voru eingöngu brot af því sem ég fékk sent. En hvað hafa þessar setningar með þetta samviskubit að gera? Ef kona vinnur mikið, þá fær hún neikvæðar athugasemdir sem gefa í skyn eða láta henni líða eins og hún sé slæm móðir eða maki. En ef karl vinnur mikið þá er hann t.d. kallaður duglegur eða öflugur. Því miður er það of oft þannig að konur taka oftar þessa svokölluðu þriðju vakt heimilisins með þeirri hugrænu byrði (e. mental load) sem henni fylgir. Þessi byrði hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra, framgang í starfi og veldur aukinni streitu og stuðlar að kulnun. Það hefur blessunarlega orðið vitundarvakning í þessum málum á undanförnum árum og hefur verið gaman að sjá fleiri karlmenn verða meðvitaðri og þá sérstaklega yngri menn. En betur má ef duga skal! Á meðan ójafnvægi ríkir milli karla og kvenna inni á heimilum mun jafnrétti ekki nást fyrir utan það. Það er nógu erfitt að þurfa að sinna þessu, ofan á krefjandi starf og því hjálpa svona athugasemdir ekki. Eigum við ekki að breyta því hvernig við tölum við hvort annað? Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar – Jafnrétti er ákvörðun! Jafnvægisvog FKA er unnin í samstarfi með forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TBWA og Ríkisútvarpinu. Þátttakendur í Jafnvægisvoginni eru 200 talsins, en öll fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta skráð sig til þátttöku og heitið því að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar um að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar Árleg ráðstefna Jafnvægisvogarinnar, Jafnrétti er ákvörðun, fer fram miðvikudaginn 12. október klukkan 12:00, og verður streymt í beinni útsendingu á www.ruv.is. Við fáum fróðleg erindi frá fólki úr atvinnulífinu auk þess sem veittar verða viðurkenningar til þeirra aðila sem eru þátttakendur í Jafnvægisvoginni og hafa náð að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar. Skráning er hafin á heimasíðu Jafnvægisvogarinnar: www.jafnvaegisvogin.is og er aðgangur ókeypis. Að lokum vil ég enda á uppbyggilegum og jákvæðum setningum sem við getum notað í stað þeirra hér að ofan. Ég er sannfærð um að ef við förum að nota hvetjandi orðalag í stað þess sem rífur aðra niður þá munum við sjá fleiri konur taka af skarið og sækjast eftir stærri störfum! Kæra kona… Þú ert svo drífandi! Þú ert öflug! Þú ert að standa þig svo vel! Ég dáist að þér! Þú og maki þinn eruð svo flott teymi! Þitt framlag á stóran þátt í árangri fyrirtækisins! Það hefur verið svo gaman að fylgjast með þér ná árangri! Ég dáist að vinnueðli þínu! Ég er stolt/ur af þér! Þú ert svo hæfileikarík! Þú ert leiðtogi! Þú gefur svo góð ráð! Þú ert svo góð fyrirmynd! Það er aðdáunarvert að sjá hversu vel þér tekst að sinna fjölskyldunni samhliða krefjandi starfi! Gerðu það sem þér líður best með! (aðstoð með þrif, au-pair, stutt fæðingarorlof, langt fæðingarorlof, vinna heima, vilja verða stjórnandi, vilja ekki verða stjórnandi) Höfundur er meðeigandi og sérfræðingur í ráðningum hjá Intellecta og verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra kona…. Ekki hreyfa hendurnar svona þegar þú talar, því þá mun enginn karlmaður taka mark á þér! Talaðu með dýpri röddu því þá tekur fólk betur mark á þér! Ætlar þú BARA að taka sex mánaða fæðingarorlof? Ekki vera svona tilfinningarík! Ertu nokkuð að fara að eignast börn strax? Þú ert nú meiri frekjan! Þetta er of mikið álagsstarf fyrir konu með ung börn! Mikið ertu vel gift og ofdekruð að eiga mann sem sækir börnin á leikskólann, verslar inn og eldar! Hver sér um börnin þegar þau verða veik? Hvað finnst manninum þínum um að þú þénir meira en hann? Af hverju varstu að eignast svona mörg börn? – Þú ert alltaf í vinnunni! Þú veist að konur í dag geta ekki unnið úti, haldið gott heimili og alið upp góð börn! Þegar ég var á þínum aldri sá ég sjálf um að þrífa heimilið! Hefurðu næga aðstoð frá öðrum í fjölskyldunni með börnin? Æææ, greyið hann. Honum á eftir að leiðast svo mikið í svona löngu fæðingarorlofi! Mikið áttu góðan mann! Það myndu ekki allir una því að konan þeirra ynni svona mikið! Ég hef lengi velt því fyrir mér af hverju konur eru í svona miklum minnihluta í stöðum forstjóra á Íslandi, en í dag eru þær ekki nema 24%. Þá eru konur einnig í miklum minnihluta í hópi umsækjenda um slík störf. Ætli það sé áhugaleysi? Eru kannski ekkert svo margar konur sem vilja verða forstjórar? Ég neita að trúa því og er sannfærð um að margar aðrar ástæður liggi að baki. Við höfum flest heyrt talað um að konur sæki síður um ef þær telji sig ekki uppfylla öll skilyrðin í auglýsingunni. Það má alveg vera, enda er okkur kennt að fylgja reglum allt frá barnæsku og hafa rannsóknir sýnt að stelpur séu gjarnari að fylgja reglum heldur en strákar, þó það sé að sjálfsögðu ekki algilt. Ég hef einnig heyrt konur lýsa að þeim finnist varla taka því lengur að sækja um starf forstjóra, því sagan sýni að karl er oftast ráðinn. Hins vegar er það nokkuð ljóst að líkurnar að kona fái starfið minnka ef þær sækja ekki um. Eftir að hafa átt mörg samtöl við vinkonur og konur úr atvinnulífinu, er eitt sem er áberandi á milli flestra, það er samviskubitið sem margar finna fyrir ef þær hafa eytt miklum tíma í vinnu eða sett starfsframann ofarlega á forgangslistann. Ég ákvað því að spyrja konur úr atvinnulífinu eftirfarandi spurningar: Hvað hefur verið sagt við ykkur (eða hvaða „ráð“ hafið þið fengið) á vinnustað eða annars staðar, í tengslum við starfið ykkar, starfsþróun, menntun eða annað, sem ekki er sagt við karla? Setningarnar hér að ofan voru eingöngu brot af því sem ég fékk sent. En hvað hafa þessar setningar með þetta samviskubit að gera? Ef kona vinnur mikið, þá fær hún neikvæðar athugasemdir sem gefa í skyn eða láta henni líða eins og hún sé slæm móðir eða maki. En ef karl vinnur mikið þá er hann t.d. kallaður duglegur eða öflugur. Því miður er það of oft þannig að konur taka oftar þessa svokölluðu þriðju vakt heimilisins með þeirri hugrænu byrði (e. mental load) sem henni fylgir. Þessi byrði hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra, framgang í starfi og veldur aukinni streitu og stuðlar að kulnun. Það hefur blessunarlega orðið vitundarvakning í þessum málum á undanförnum árum og hefur verið gaman að sjá fleiri karlmenn verða meðvitaðri og þá sérstaklega yngri menn. En betur má ef duga skal! Á meðan ójafnvægi ríkir milli karla og kvenna inni á heimilum mun jafnrétti ekki nást fyrir utan það. Það er nógu erfitt að þurfa að sinna þessu, ofan á krefjandi starf og því hjálpa svona athugasemdir ekki. Eigum við ekki að breyta því hvernig við tölum við hvort annað? Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar – Jafnrétti er ákvörðun! Jafnvægisvog FKA er unnin í samstarfi með forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TBWA og Ríkisútvarpinu. Þátttakendur í Jafnvægisvoginni eru 200 talsins, en öll fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta skráð sig til þátttöku og heitið því að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar um að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar Árleg ráðstefna Jafnvægisvogarinnar, Jafnrétti er ákvörðun, fer fram miðvikudaginn 12. október klukkan 12:00, og verður streymt í beinni útsendingu á www.ruv.is. Við fáum fróðleg erindi frá fólki úr atvinnulífinu auk þess sem veittar verða viðurkenningar til þeirra aðila sem eru þátttakendur í Jafnvægisvoginni og hafa náð að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar. Skráning er hafin á heimasíðu Jafnvægisvogarinnar: www.jafnvaegisvogin.is og er aðgangur ókeypis. Að lokum vil ég enda á uppbyggilegum og jákvæðum setningum sem við getum notað í stað þeirra hér að ofan. Ég er sannfærð um að ef við förum að nota hvetjandi orðalag í stað þess sem rífur aðra niður þá munum við sjá fleiri konur taka af skarið og sækjast eftir stærri störfum! Kæra kona… Þú ert svo drífandi! Þú ert öflug! Þú ert að standa þig svo vel! Ég dáist að þér! Þú og maki þinn eruð svo flott teymi! Þitt framlag á stóran þátt í árangri fyrirtækisins! Það hefur verið svo gaman að fylgjast með þér ná árangri! Ég dáist að vinnueðli þínu! Ég er stolt/ur af þér! Þú ert svo hæfileikarík! Þú ert leiðtogi! Þú gefur svo góð ráð! Þú ert svo góð fyrirmynd! Það er aðdáunarvert að sjá hversu vel þér tekst að sinna fjölskyldunni samhliða krefjandi starfi! Gerðu það sem þér líður best með! (aðstoð með þrif, au-pair, stutt fæðingarorlof, langt fæðingarorlof, vinna heima, vilja verða stjórnandi, vilja ekki verða stjórnandi) Höfundur er meðeigandi og sérfræðingur í ráðningum hjá Intellecta og verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun