Sama hvaðan gott kemur Hanna Katrín Friðriksson skrifar 6. október 2022 12:30 Sterk fjárhagsstaða stærstu útgerðarfélaga landsins hefur m.a. leitt til þess að fjárfestingar þeirra út fyrir greinina hafa verið verulegar. Sjávarútvegur er ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs en vegna smæðar sinnar er íslenskt samfélag sérstaklega viðkvæmt fyrir uppsöfnun eigna og áhrifa á fárra hendur. Það dregur úr virkri samkeppni með tilheyrandi afleiðingum fyrir atvinnulífið og neytendur. Þessi staða var ein helsta ástæða þess að fyrir tæpum tveimur árum fékk ég Alþingi í lið með mér til að kalla eftir því að þáverandi sjávarútvegsráðherra skilaði þinginu skýrslu með upplýsingum um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í atvinnurekstri sem ekki tengist þeirra kjarnastarfsemi; sjávarútvegi. Önnur ekki síður veigamikil ástæða var sú að hin sterka fjárhagsstaða þessara stóru útgerðarfélaga byggist á einkaleyfi þeirra til nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Markmiðið var að varpa ljósi á raunveruleg ítök aðila sem hafa ótímabundið einkaleyfi til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar í samfélagi okkar og atvinnulífi. Útvötnuð útgáfa ráðherra Ráðherra skilaði skýrslu í ágúst 2021 en ekki þeirri sem um var beðið. Þess í stað skilaði hann verulega útvatnaðri útgáfu sem ekki svaraði spurningunum sem fyrir hann höfðu verið lagðar. Skýrslan sem Alþingi kallaði eftir var þó í farvatninu innan ráðuneytisins þar til vinna hennar var stöðvuð af ástæðum sem ekki hafa fengist skýrðar. Ráðherra varði hina útvötnuðu útgáfu með vísan til Persónuverndar en þar á bæ höfnuðu menn þeirri söguskýringu algjörlega. Eftir sat þingheimur og almenningur áfram í myrkrinu hvað varðar upplýsingar um raunveruleg völd og áhrif sjávarútvegsrisanna í íslensku samfélagi. En viti menn. Nú hefur ráðherra sjávarútvegsmála sett af stað vinnu við að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl sjávarútvegsins í íslensku samfélagi. Nú þykir það mikilvægt að gegnsæi ríki um þessi tengsl svo hægt sé að auka traust milli sjávarútvegs og samfélags, svo vitnað sé í orð ráðherrans Svandísar Svavarsdóttur í fréttum RÚV í gærkvöldi. Ekki veiti af. Lykilatriði í heilbrigðu og gegnsæu samfélagi sé að við vitum nákvæmlega hvernig eignir og þar með áhrif í samfélaginu liggi. Hluti af lýðræðislegu skrefi í átt að samfélagssátt sé að fólk sjái betur hvaða sé þarna að baki. Þetta er kjarni málsins og það er ástæða til að gleðjast yfir því að ríkistjórnin hlusti að lokum. Það er sama hvaðan gott kemur og þó ríkisstjórnin hafi í nær tvö ár forðast að birta þessar upplýsingar þá er von að núna muni hún fylgja vilja Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Sterk fjárhagsstaða stærstu útgerðarfélaga landsins hefur m.a. leitt til þess að fjárfestingar þeirra út fyrir greinina hafa verið verulegar. Sjávarútvegur er ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs en vegna smæðar sinnar er íslenskt samfélag sérstaklega viðkvæmt fyrir uppsöfnun eigna og áhrifa á fárra hendur. Það dregur úr virkri samkeppni með tilheyrandi afleiðingum fyrir atvinnulífið og neytendur. Þessi staða var ein helsta ástæða þess að fyrir tæpum tveimur árum fékk ég Alþingi í lið með mér til að kalla eftir því að þáverandi sjávarútvegsráðherra skilaði þinginu skýrslu með upplýsingum um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í atvinnurekstri sem ekki tengist þeirra kjarnastarfsemi; sjávarútvegi. Önnur ekki síður veigamikil ástæða var sú að hin sterka fjárhagsstaða þessara stóru útgerðarfélaga byggist á einkaleyfi þeirra til nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Markmiðið var að varpa ljósi á raunveruleg ítök aðila sem hafa ótímabundið einkaleyfi til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar í samfélagi okkar og atvinnulífi. Útvötnuð útgáfa ráðherra Ráðherra skilaði skýrslu í ágúst 2021 en ekki þeirri sem um var beðið. Þess í stað skilaði hann verulega útvatnaðri útgáfu sem ekki svaraði spurningunum sem fyrir hann höfðu verið lagðar. Skýrslan sem Alþingi kallaði eftir var þó í farvatninu innan ráðuneytisins þar til vinna hennar var stöðvuð af ástæðum sem ekki hafa fengist skýrðar. Ráðherra varði hina útvötnuðu útgáfu með vísan til Persónuverndar en þar á bæ höfnuðu menn þeirri söguskýringu algjörlega. Eftir sat þingheimur og almenningur áfram í myrkrinu hvað varðar upplýsingar um raunveruleg völd og áhrif sjávarútvegsrisanna í íslensku samfélagi. En viti menn. Nú hefur ráðherra sjávarútvegsmála sett af stað vinnu við að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl sjávarútvegsins í íslensku samfélagi. Nú þykir það mikilvægt að gegnsæi ríki um þessi tengsl svo hægt sé að auka traust milli sjávarútvegs og samfélags, svo vitnað sé í orð ráðherrans Svandísar Svavarsdóttur í fréttum RÚV í gærkvöldi. Ekki veiti af. Lykilatriði í heilbrigðu og gegnsæu samfélagi sé að við vitum nákvæmlega hvernig eignir og þar með áhrif í samfélaginu liggi. Hluti af lýðræðislegu skrefi í átt að samfélagssátt sé að fólk sjái betur hvaða sé þarna að baki. Þetta er kjarni málsins og það er ástæða til að gleðjast yfir því að ríkistjórnin hlusti að lokum. Það er sama hvaðan gott kemur og þó ríkisstjórnin hafi í nær tvö ár forðast að birta þessar upplýsingar þá er von að núna muni hún fylgja vilja Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar