Eiður Smári stígur tímabundið til hliðar og biður um svigrúm Valur Páll Eiríksson skrifar 6. október 2022 15:43 Eiður Smári mun stíga tímabundið til hliðar en heldur starfinu hjá FH. Félagið vonast til að fá hann aftur sem fyrst. Vísir/Hulda Margrét Eiður Smári Guðjohnsen mun stíga tímabundið til hliðar sem þjálfari FH en félagið staðfesti þetta í fréttatilkynningu í dag. Eiður biðst friðar til að vinna í sínum málum en FH-ingar vonast til að hann snúi aftur í teymi liðsins í náinni framtíð. Eiður Smári tók við FH ásamt Sigurvini Ólafssyni þann 19. júní og samdi til 2024. Gengi liðsins hefur verið slakt en það situr í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. FH komst þó í bikarúrslit en tapaði þar fyrir Víkingi 3-2 um helgina eftir framlengdan leik. Heimildir Vísis herma að Eiður hafi verið tekinn ölvaður undir stýri í vikunni. Það atvik hafi leitt til fundar stjórnar knattspyrnudeildar FH í dag þar sem ákvörðun var tekin um að hann skildi stíga frá starfi sínu, um stundarsakir hið minnsta. Í yfirlýsingu FH segir: „Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð.“ Þá er staðfest að Sigurvin Ólafsson verði áfram þjálfari liðsins en óljóst er hvort annar þjálfari stígi inn og verði honum til halds og trausts í ljósi brotthvarfs Eiðs. Vera má að Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála stígi þar inn. Eiður var áður þjálfari félagsins ásamt Loga Ólafssyni sumarið 2020 en hann hætti hjá FH um veturinn 2020 til að verða aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Honum var vísað úr því starfi af KSÍ vegna áfengisneyslu í nóvember í fyrra. Fyrsti leikur FH eftir breytingarnar er gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttunni við Leikni á sunnudaginn kemur. Leiknir er stigi fyrir ofan FH, í öruggu sæti. Þjálfarabreytingar eru einnig í farvatninu hjá Leikni en í gær tilkynnti Sigurður Höskuldsson að hann myndi hætta með liðið eftir tímabilið. Tilkynning FH í heild Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð. Sigurvin Ólafsson tekur við þjálfun liðsins. Stjórn knattspyrnudeildar FH FH Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Eiður Smári tók við FH ásamt Sigurvini Ólafssyni þann 19. júní og samdi til 2024. Gengi liðsins hefur verið slakt en það situr í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. FH komst þó í bikarúrslit en tapaði þar fyrir Víkingi 3-2 um helgina eftir framlengdan leik. Heimildir Vísis herma að Eiður hafi verið tekinn ölvaður undir stýri í vikunni. Það atvik hafi leitt til fundar stjórnar knattspyrnudeildar FH í dag þar sem ákvörðun var tekin um að hann skildi stíga frá starfi sínu, um stundarsakir hið minnsta. Í yfirlýsingu FH segir: „Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð.“ Þá er staðfest að Sigurvin Ólafsson verði áfram þjálfari liðsins en óljóst er hvort annar þjálfari stígi inn og verði honum til halds og trausts í ljósi brotthvarfs Eiðs. Vera má að Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála stígi þar inn. Eiður var áður þjálfari félagsins ásamt Loga Ólafssyni sumarið 2020 en hann hætti hjá FH um veturinn 2020 til að verða aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Honum var vísað úr því starfi af KSÍ vegna áfengisneyslu í nóvember í fyrra. Fyrsti leikur FH eftir breytingarnar er gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttunni við Leikni á sunnudaginn kemur. Leiknir er stigi fyrir ofan FH, í öruggu sæti. Þjálfarabreytingar eru einnig í farvatninu hjá Leikni en í gær tilkynnti Sigurður Höskuldsson að hann myndi hætta með liðið eftir tímabilið. Tilkynning FH í heild Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð. Sigurvin Ólafsson tekur við þjálfun liðsins. Stjórn knattspyrnudeildar FH
FH Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira