Hlýnun gerði þurrka í sumar tuttugufalt líklegri en ella Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 23:41 Fólk á gangi við bakka Yesa-uppistöðulónsins nærri Pamplona á Spáni í september. Lónið stendur lágt eftir mikinn þurrk. AP/Alvaro Barrientos Þurrkar í þremur heimsálfum í sumar voru tuttugufalt líklegri til að eiga sér stað en ella vegna hnattrænnar hlýnunar. Stórfljót þornuðu upp, uppskerubrestur varð og skógareldar kviknuðu í þurrkunum í Evrópu, Kína og Bandaríkjunum. Grípa þurfti til takmarkana á vatnsnotkun í sumum Evrópulöndum vegna þurrkanna í sumar og í Kína var sumarið það þurrasta í sextíu ár. Yangtze-fljót var um tíma helmingi mjórra en það er í vanalegu árferði. Í Bandaríkjunum var ekki aðeins þurrt í vesturríkjunum þar sem þurrkar eru tíðir heldur einnig í norðausturríkjunum sem eiga ekki að venjast svo þurru loftslagi, að sögn AP-fréttastofunnar. Rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga af völdum manna á einstaka veðuratburði hefur fleygt fram á undanförnum árum. Niðurstaða vísindahópsins World Weather Attribution er að þurrkarnir ættu sér aðeins stað á fjögur hundruð ára fresti á norðurhveli jarðar ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun. Nú megi vænta slíkra þurrka á tuttugu ára fresti. Niðurstaðan miðast við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,2 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnunin heldur hins vegar áfram og bendir rannsókn hópsins til þess að hægt sé að vænta þurrka eins og þeirra sem urðu í sumar á tíu ára fresti við 0,8 gráðu hlýnun til viðbótar. Þurrkarnir og hamfaraflóðin í Pakistan í sumar bera fingraför loftslagsbreytinga, að sögn Maartens van Aalst, loftslagsvísindamanns við Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum og eins höfunda rannsóknarinnar. „Fólk finnur klárlega fyrir áhrifunum og þau valda miklum usla,“ segir van Aalst við AP, „ekki aðeins í fátækum löndum eins og flóðin í Pakistan heldur í sumum ríkustu hlutum heimsins eins og Miðvestur-Evrópu.“ Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Þurrkar afhjúpuðu 113 milljón ára gömul risaeðluspor Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur. 24. ágúst 2022 10:29 Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Grípa þurfti til takmarkana á vatnsnotkun í sumum Evrópulöndum vegna þurrkanna í sumar og í Kína var sumarið það þurrasta í sextíu ár. Yangtze-fljót var um tíma helmingi mjórra en það er í vanalegu árferði. Í Bandaríkjunum var ekki aðeins þurrt í vesturríkjunum þar sem þurrkar eru tíðir heldur einnig í norðausturríkjunum sem eiga ekki að venjast svo þurru loftslagi, að sögn AP-fréttastofunnar. Rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga af völdum manna á einstaka veðuratburði hefur fleygt fram á undanförnum árum. Niðurstaða vísindahópsins World Weather Attribution er að þurrkarnir ættu sér aðeins stað á fjögur hundruð ára fresti á norðurhveli jarðar ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun. Nú megi vænta slíkra þurrka á tuttugu ára fresti. Niðurstaðan miðast við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,2 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnunin heldur hins vegar áfram og bendir rannsókn hópsins til þess að hægt sé að vænta þurrka eins og þeirra sem urðu í sumar á tíu ára fresti við 0,8 gráðu hlýnun til viðbótar. Þurrkarnir og hamfaraflóðin í Pakistan í sumar bera fingraför loftslagsbreytinga, að sögn Maartens van Aalst, loftslagsvísindamanns við Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum og eins höfunda rannsóknarinnar. „Fólk finnur klárlega fyrir áhrifunum og þau valda miklum usla,“ segir van Aalst við AP, „ekki aðeins í fátækum löndum eins og flóðin í Pakistan heldur í sumum ríkustu hlutum heimsins eins og Miðvestur-Evrópu.“
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Þurrkar afhjúpuðu 113 milljón ára gömul risaeðluspor Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur. 24. ágúst 2022 10:29 Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Þurrkar afhjúpuðu 113 milljón ára gömul risaeðluspor Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur. 24. ágúst 2022 10:29
Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40
Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26
Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37