Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 18:55 Alexander Dugin, ráðgjafi Pútíns forseta, sygir dóttur sína Dariu við minningarathöfn í ágúst. Hún var fórnarlamb bílsprengju nærri Moskvu. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. Daria Dugina, þrítug dóttir Alexanders Dugin, lét lífið þegar bíll sem hún ók sprakk í loft upp nærri Moskvu í ágúst. Faðir hennar er harðlínuþjóðernissinni sem hefur verið lýst sem „heilanum“ á bak við innrás Pútíns forseta í Úkraínu. Daria hafði sjálf haslað sér völl í stjórnmálum og endurómað skoðanir föður síns um Rússar ættu að brjóta úkraínskt land undir sig. New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum sínum innan bandarísku leyniþjónustunnar að hún telji að einhver innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar hafi gefið grænt ljós á tilræðið. Stjórnvöld í Kænugarði neituðu aðild að árásinni í kjölfar hennar og ítreka þær neitanir nú. Bandaríkjastjórn er sögð hafa verið upplýst um þetta mat leyniþjónustunnar í síðustu viku. New York Times segir að hún hafi ekki haft vitneskju um árásina fyrir fram og ekki lagt fram neina aðstoð. Bandarískir embættismenn hafi veitt úkraínskum starfssystkinum sínum ákúrur vegna banatilræðisins. Óljóst hvort Selenskíj hafi samþykkt tilræðið Bandarísk yfirvöld óttast að tilræðið geti stigmagnað átök Rússa og Úkraínumanna. Kremlverjar gætu brugðist við með sínum eigin tilræðum gegn úkraínskum embættismönnum. Embættismenn í Bandaríkjunum eru einnig sagðir gramir yfir því að úkraínskir bandamenn þeirra láti lítið uppi um hernaðaraðgerðir og leynilegar aðgerðir, sérstaklega í Rússlandi. Ekki liggur fyrir hver var skotmark bílsprengjunnar en bandaríska embættismenn grunar að það hafi verið Alexander Dugin. Útsendararnir sem komu sprengjunni fyrir hafi talið að hann yrði í bílnum með dóttur sinni. Rússnesk stjórnvöld kenndu úkraínsku leyniþjónustunni fljótt um morðið. Héldu þau því fram að úkraínsk kona hefði komið sprengjunni fyrir en að hún hafi komist undan til Eistlands. New York Times segir að heimildarmenn blaðsins hafi ekki gefið upp hvaða hluti úkraínsku stjórnarinnar hefði samþykkt áform um árásina eða hvort að Volodýmýr Selenskíj forseti hafi veitt vilyrði sitt fyrir henni. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Daria Dugina, þrítug dóttir Alexanders Dugin, lét lífið þegar bíll sem hún ók sprakk í loft upp nærri Moskvu í ágúst. Faðir hennar er harðlínuþjóðernissinni sem hefur verið lýst sem „heilanum“ á bak við innrás Pútíns forseta í Úkraínu. Daria hafði sjálf haslað sér völl í stjórnmálum og endurómað skoðanir föður síns um Rússar ættu að brjóta úkraínskt land undir sig. New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum sínum innan bandarísku leyniþjónustunnar að hún telji að einhver innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar hafi gefið grænt ljós á tilræðið. Stjórnvöld í Kænugarði neituðu aðild að árásinni í kjölfar hennar og ítreka þær neitanir nú. Bandaríkjastjórn er sögð hafa verið upplýst um þetta mat leyniþjónustunnar í síðustu viku. New York Times segir að hún hafi ekki haft vitneskju um árásina fyrir fram og ekki lagt fram neina aðstoð. Bandarískir embættismenn hafi veitt úkraínskum starfssystkinum sínum ákúrur vegna banatilræðisins. Óljóst hvort Selenskíj hafi samþykkt tilræðið Bandarísk yfirvöld óttast að tilræðið geti stigmagnað átök Rússa og Úkraínumanna. Kremlverjar gætu brugðist við með sínum eigin tilræðum gegn úkraínskum embættismönnum. Embættismenn í Bandaríkjunum eru einnig sagðir gramir yfir því að úkraínskir bandamenn þeirra láti lítið uppi um hernaðaraðgerðir og leynilegar aðgerðir, sérstaklega í Rússlandi. Ekki liggur fyrir hver var skotmark bílsprengjunnar en bandaríska embættismenn grunar að það hafi verið Alexander Dugin. Útsendararnir sem komu sprengjunni fyrir hafi talið að hann yrði í bílnum með dóttur sinni. Rússnesk stjórnvöld kenndu úkraínsku leyniþjónustunni fljótt um morðið. Héldu þau því fram að úkraínsk kona hefði komið sprengjunni fyrir en að hún hafi komist undan til Eistlands. New York Times segir að heimildarmenn blaðsins hafi ekki gefið upp hvaða hluti úkraínsku stjórnarinnar hefði samþykkt áform um árásina eða hvort að Volodýmýr Selenskíj forseti hafi veitt vilyrði sitt fyrir henni.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent