Segjast hafa fundið pyntingaklefa Rússa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. október 2022 23:45 Yfirmaður rannsóknardeildar ríkislögreglunnar í Kharkív birti myndirnar á Facebook. Serhiy Bolvinov Lögreglan í Úkraínu segist hafa fundið pyntingaklefa í þorpinu Pisky-Radkivski í Kharkív-héraði. Þar að auki hafi fundist kassi með gulltönnum sem taldar eru hafa verið dregnar úr fórnarlömbum. Þorpið hafði verið hersetið af Rússum eins og fjölmörg önnur í austurhluta Úkraínu. Með hörðum gagnsóknum Úkraínumanna síðustu vikur hefur tekið að frelsa þorp, borgir og bæi víða um land. Mest í Kherson-héraði, en einnig í Donetsk og norðar í Kharkív. CNN greinir frá. A torture chamber in Pisky-Radkivski. 2 photos. A gas mask that was put on the head of a victim who was covered with a smoldering rag and buried alive. And a box of gold dental crowns. A mini Auschwitz. How many more will be found in occupied Ukraine?Photo @serhii_bolvinov pic.twitter.com/So4glJlt9N— Defense of Ukraine (@DefenceU) October 4, 2022 Serhiy Bolvinov, yfirmaður rannsóknardeildar ríkislögreglunnar í Kharkív, segir lögreglumenn hafa komist á snoðir um pyntingaklefann eftir ábendingar frá íbúum um að hræðileg öskur hafi heyrst frá húsnæðinu allan liðlangan daginn. Lögregla kveðst hafa upplýsingar um að íbúar þorpsins, hermenn og stríðsfangar hafi verið pyntaðir í klefanum. Bolinov segir að verið sé að rannsaka vettvanginn og bætir við að réttlætið muni sigra að lokum. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð beitingu ofbeldis Rússa gegn óbreyttum borgurum en á dögunum voru rússneskir hermenn sagðir hafa ítrekað pyntað óbreytta borgara í borginni Izyum. Rússar stjórnuðu borginni í sjö mánuði en Úkraínumenn náðu Izyum aftur á sitt vald í september. Læknir sem rætt var við í Izyum sagðist hafa hlúð að hundruðum sem komu til hans með sár, sem augljóslega voru eftir pyntingar. Þar á meðal brotin bein, skotsár og brunasár. Í flestum tilfellum vildi fólkið ekki segja hvernig það hefði særst. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússar á undanhaldi í suðri Úkraínskir hermenn virðast sækja hratt fram gegn Rússum í suðurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komið verði fram við Úkraínumenn sem búa í byggðum sem búið er að frelsa frá Rússum af sanngirni. 4. október 2022 13:13 Úkraínuforseti segir æ fleiri Rússa leggja á flótta Úkraínuforseti segir að hersveitir hans sæki fram í suðri og austri og frelsi æ stærri svæði undan Rússum. Á sama tíma leggi fleiri rússneskir hermenn á flótta. Forseti Frakklands vill mynda pólitískt bandalag lýðræðisríkja í Evrópu og segir að það geti tekið Úkraínu nokkur ár eða áratugi að gerast meðlimir að Evrópusambandinu. 4. október 2022 13:14 Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Þorpið hafði verið hersetið af Rússum eins og fjölmörg önnur í austurhluta Úkraínu. Með hörðum gagnsóknum Úkraínumanna síðustu vikur hefur tekið að frelsa þorp, borgir og bæi víða um land. Mest í Kherson-héraði, en einnig í Donetsk og norðar í Kharkív. CNN greinir frá. A torture chamber in Pisky-Radkivski. 2 photos. A gas mask that was put on the head of a victim who was covered with a smoldering rag and buried alive. And a box of gold dental crowns. A mini Auschwitz. How many more will be found in occupied Ukraine?Photo @serhii_bolvinov pic.twitter.com/So4glJlt9N— Defense of Ukraine (@DefenceU) October 4, 2022 Serhiy Bolvinov, yfirmaður rannsóknardeildar ríkislögreglunnar í Kharkív, segir lögreglumenn hafa komist á snoðir um pyntingaklefann eftir ábendingar frá íbúum um að hræðileg öskur hafi heyrst frá húsnæðinu allan liðlangan daginn. Lögregla kveðst hafa upplýsingar um að íbúar þorpsins, hermenn og stríðsfangar hafi verið pyntaðir í klefanum. Bolinov segir að verið sé að rannsaka vettvanginn og bætir við að réttlætið muni sigra að lokum. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð beitingu ofbeldis Rússa gegn óbreyttum borgurum en á dögunum voru rússneskir hermenn sagðir hafa ítrekað pyntað óbreytta borgara í borginni Izyum. Rússar stjórnuðu borginni í sjö mánuði en Úkraínumenn náðu Izyum aftur á sitt vald í september. Læknir sem rætt var við í Izyum sagðist hafa hlúð að hundruðum sem komu til hans með sár, sem augljóslega voru eftir pyntingar. Þar á meðal brotin bein, skotsár og brunasár. Í flestum tilfellum vildi fólkið ekki segja hvernig það hefði særst.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússar á undanhaldi í suðri Úkraínskir hermenn virðast sækja hratt fram gegn Rússum í suðurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komið verði fram við Úkraínumenn sem búa í byggðum sem búið er að frelsa frá Rússum af sanngirni. 4. október 2022 13:13 Úkraínuforseti segir æ fleiri Rússa leggja á flótta Úkraínuforseti segir að hersveitir hans sæki fram í suðri og austri og frelsi æ stærri svæði undan Rússum. Á sama tíma leggi fleiri rússneskir hermenn á flótta. Forseti Frakklands vill mynda pólitískt bandalag lýðræðisríkja í Evrópu og segir að það geti tekið Úkraínu nokkur ár eða áratugi að gerast meðlimir að Evrópusambandinu. 4. október 2022 13:14 Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Rússar á undanhaldi í suðri Úkraínskir hermenn virðast sækja hratt fram gegn Rússum í suðurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komið verði fram við Úkraínumenn sem búa í byggðum sem búið er að frelsa frá Rússum af sanngirni. 4. október 2022 13:13
Úkraínuforseti segir æ fleiri Rússa leggja á flótta Úkraínuforseti segir að hersveitir hans sæki fram í suðri og austri og frelsi æ stærri svæði undan Rússum. Á sama tíma leggi fleiri rússneskir hermenn á flótta. Forseti Frakklands vill mynda pólitískt bandalag lýðræðisríkja í Evrópu og segir að það geti tekið Úkraínu nokkur ár eða áratugi að gerast meðlimir að Evrópusambandinu. 4. október 2022 13:14
Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00