MeToo bylgja framhaldsskólanema: Tímabært að rödd þeirra fái að heyrast Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. október 2022 22:06 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er talskona Stígamóta. Vísir/Arnar Talskona Stígamóta telur að MeToo-bylgja framhaldsskólanema sé að hefjast. 70 prósent þeirra sem leiti til samtakanna hafi verið beitt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Mikilvægt sé að skólastjórnendur í framhaldsskólum hlusti á nemendur og tilbúnir með viðbragðsáætlanir. Nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Una Ragnarsdóttir, varaforseti nemendafélags menntaskólans, segir að viðbrögð skólastjórnenda hafi verið góð en málið varpi ljósi á stærri spurningar. „Eins og hvar er miðlæg viðbragðsáætlun Menntamálaráðuneytisins í kynferðisbrotamálum sem hefur verið kallað eftir lengi og enn virðist ekkert vera að breytast. Hvaða ítök hefur skólastjórn raunverulega til að gera eitthvað? Hverju þarf að breyta innan kerfisins til að þolendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og geti stundað nám án raskana?“ spyr Una. Brynhildur Karlsdóttir, söngkona og fyrrverandi nemandi við MH, skrifaði í dag grein sem birtist á Vísi um svipaða upplifun hennar innan veggja skólans árið 2013. Hún var þá sautján ára og hafði verið nauðgað af vini sínum og samnemanda. Hún segir lítið hafa breyst hjá skólanum síðan þá. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir tímabært að rödd framhaldsskólanema fái að heyrast. „Ég held að það sé allt í lagi að kalla þetta MeToo bylgju framhaldsskólanema. Á Stígamótum vitum við að kynferðisofbeldi beinist fyrst og fremst að ungu fólki. 70 prósent af þeim sem koma til okkar voru beitt ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þannig að ég held að þau séu bara að láta samfélagið og skólastjórnendur vita að í öllum framhaldsskólum eru brotaþolar kynferðisofbeldis. Og mjög líklegt að í öllum framhaldsskólum séu líka gerendur kynferðisofbeldis,“ segir Steinunn.´ Klippa: Vilja ekki mæta nauðgurum á göngunum Hún segir eðlilega kröfu frá brotaþolum að þurfa ekki að mæta meintum gerendum á göngum skólans. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við hjá Stígamótum höfum unnið við með brotaþolum í áraraðir. Við höfum setið með fullt af menntaskólastúlkum í viðtalsherbergjum og hjálpað þeim að vinna í gegnum þær tilfinningar sem fylgja kynferðisofbeldinu og síðan því að þurfa að mæta gerandanum trekk í trekk,“ segir Steinunn. Steinunn og fræðslustýra Stígamóta ávörpuðu nemendur í MH í morgun og töluðu þar að auki við kennara skólans. Hún leggur áherslu á að hlustað verði á nemendur og brugðist verði við því sem skólastjórnendum er bent á. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skólastjórnendur – allir – séu núna tilbúnir að svona mál geti komið upp í þeirra skóla hvenær sem er, þannig að verið tilbúin með viðbragðsáætlanir,“ segir Steinunn. Framhaldsskólar MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30 Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 4. október 2022 12:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Una Ragnarsdóttir, varaforseti nemendafélags menntaskólans, segir að viðbrögð skólastjórnenda hafi verið góð en málið varpi ljósi á stærri spurningar. „Eins og hvar er miðlæg viðbragðsáætlun Menntamálaráðuneytisins í kynferðisbrotamálum sem hefur verið kallað eftir lengi og enn virðist ekkert vera að breytast. Hvaða ítök hefur skólastjórn raunverulega til að gera eitthvað? Hverju þarf að breyta innan kerfisins til að þolendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og geti stundað nám án raskana?“ spyr Una. Brynhildur Karlsdóttir, söngkona og fyrrverandi nemandi við MH, skrifaði í dag grein sem birtist á Vísi um svipaða upplifun hennar innan veggja skólans árið 2013. Hún var þá sautján ára og hafði verið nauðgað af vini sínum og samnemanda. Hún segir lítið hafa breyst hjá skólanum síðan þá. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir tímabært að rödd framhaldsskólanema fái að heyrast. „Ég held að það sé allt í lagi að kalla þetta MeToo bylgju framhaldsskólanema. Á Stígamótum vitum við að kynferðisofbeldi beinist fyrst og fremst að ungu fólki. 70 prósent af þeim sem koma til okkar voru beitt ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þannig að ég held að þau séu bara að láta samfélagið og skólastjórnendur vita að í öllum framhaldsskólum eru brotaþolar kynferðisofbeldis. Og mjög líklegt að í öllum framhaldsskólum séu líka gerendur kynferðisofbeldis,“ segir Steinunn.´ Klippa: Vilja ekki mæta nauðgurum á göngunum Hún segir eðlilega kröfu frá brotaþolum að þurfa ekki að mæta meintum gerendum á göngum skólans. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við hjá Stígamótum höfum unnið við með brotaþolum í áraraðir. Við höfum setið með fullt af menntaskólastúlkum í viðtalsherbergjum og hjálpað þeim að vinna í gegnum þær tilfinningar sem fylgja kynferðisofbeldinu og síðan því að þurfa að mæta gerandanum trekk í trekk,“ segir Steinunn. Steinunn og fræðslustýra Stígamóta ávörpuðu nemendur í MH í morgun og töluðu þar að auki við kennara skólans. Hún leggur áherslu á að hlustað verði á nemendur og brugðist verði við því sem skólastjórnendum er bent á. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skólastjórnendur – allir – séu núna tilbúnir að svona mál geti komið upp í þeirra skóla hvenær sem er, þannig að verið tilbúin með viðbragðsáætlanir,“ segir Steinunn.
Framhaldsskólar MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30 Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 4. október 2022 12:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30
Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 4. október 2022 12:00