Sama hleðslutengi á alla síma fyrir 2024 Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. október 2022 19:32 Spjaldtölvur og minni raftæki falla einnig undir breytingarnar. Getty Evrópuþingið samþykkti í dag að skylda raftækjaframleiðendur til að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Tengið sem varð fyrir valinu er fyrir svokallaðar USB-C snúrur. Ákvörðun þingsins er sögð vera högg fyrir raftækjaframleiðandann Apple. Meira en áratugur er liðinn frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins byrjaði fyrst að leggja áherslu á að aðeins ein tegund af hleðslutengjum væri fyrir snjalltæki. Samkomulag milli Evrópusambandsins og Evrópuþingsins náðist í sumar og var síðan samþykkt af 602 þingmönnum þingsins í dag. Aðeins 13 greiddu atkvæði á móti. Flestir símar með Android stýrikerfinu, til að mynda Samsung Galaxy sem er helsti keppinautur iPhone-síma Apple, hafa tengi fyrir USB-C. Apple tæki hafa hins vegar svonefnd Lightning-tengi. Samkvæmt tölum ESB voru 29% snjallsíma sem voru seldir árið 2018 með USB-C-tengi, 21% með Lightning-tengi og helmingurinn með eldra USB-B-tengi. Eins og fyrr segir eru breytingarnar taldar hafa mestu áhrifin á Apple og hefur fyrirtækið áður sagt að samræming á hleðslutækjum eða hleðslusnúrum yrði Þrándur í götu nýsköpunar. Raftæki á borð við spjaldtölvur og heyrnartól falla hins vegar einnig undir fyrirhugaðar breytingar, og gætu breytingarnar því haft áhrif á marga raftækjaframleiðendur. Evrópuþingið grípur til aðgerðanna vegna umhverfissjónarmiða og þá er einnig talið að neytendur muni spara um 250 milljónir evra sökum breytinganna. Guardian greinir frá. Apple Evrópusambandið Tækni Tengdar fréttir Apple þarf að breyta hleðslutengjum fyrir 2024 Evrópusambandið og Evrópuþingið hafa náð samkomulagi um að snjalltæki þurfi að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Samkomulagið þýðir að tæknirisinn Apple þarf að breyta hleðslutengjum í snjalltækjum sínum í Evrópu. 7. júní 2022 13:09 Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Meira en áratugur er liðinn frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins byrjaði fyrst að leggja áherslu á að aðeins ein tegund af hleðslutengjum væri fyrir snjalltæki. Samkomulag milli Evrópusambandsins og Evrópuþingsins náðist í sumar og var síðan samþykkt af 602 þingmönnum þingsins í dag. Aðeins 13 greiddu atkvæði á móti. Flestir símar með Android stýrikerfinu, til að mynda Samsung Galaxy sem er helsti keppinautur iPhone-síma Apple, hafa tengi fyrir USB-C. Apple tæki hafa hins vegar svonefnd Lightning-tengi. Samkvæmt tölum ESB voru 29% snjallsíma sem voru seldir árið 2018 með USB-C-tengi, 21% með Lightning-tengi og helmingurinn með eldra USB-B-tengi. Eins og fyrr segir eru breytingarnar taldar hafa mestu áhrifin á Apple og hefur fyrirtækið áður sagt að samræming á hleðslutækjum eða hleðslusnúrum yrði Þrándur í götu nýsköpunar. Raftæki á borð við spjaldtölvur og heyrnartól falla hins vegar einnig undir fyrirhugaðar breytingar, og gætu breytingarnar því haft áhrif á marga raftækjaframleiðendur. Evrópuþingið grípur til aðgerðanna vegna umhverfissjónarmiða og þá er einnig talið að neytendur muni spara um 250 milljónir evra sökum breytinganna. Guardian greinir frá.
Apple Evrópusambandið Tækni Tengdar fréttir Apple þarf að breyta hleðslutengjum fyrir 2024 Evrópusambandið og Evrópuþingið hafa náð samkomulagi um að snjalltæki þurfi að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Samkomulagið þýðir að tæknirisinn Apple þarf að breyta hleðslutengjum í snjalltækjum sínum í Evrópu. 7. júní 2022 13:09 Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Apple þarf að breyta hleðslutengjum fyrir 2024 Evrópusambandið og Evrópuþingið hafa náð samkomulagi um að snjalltæki þurfi að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Samkomulagið þýðir að tæknirisinn Apple þarf að breyta hleðslutengjum í snjalltækjum sínum í Evrópu. 7. júní 2022 13:09
Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21