Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2022 20:54 Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hafði ekki tjáð sig um mótmæli undanfarinna vikna fyrr en í dag. AP/skrifstofa æðsta leiðtoga Írans Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. Mannréttindasamtök áætla að á annað hundrað manns hafi látist í mótmælum víða um Íran í kjölfar þess að Mahsa Amini, 22 ára gömul kona, lést í haldi siðgæðislögreglunnar eftir að útsendarar hennar stöðvuðu hana fyrir að fylgja ekki ströngum reglum um slæðunotkun kvenna 13. september. Khamenei tjáði sig í fyrsta skipti um mótmælin í dag. Kallaði hann þau „óeirðir“ og sakaði erkióvini Írans og bandamenn þeirra um að „hanna“ þau, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hvatti leiðtoginn lögreglu til að búa sig undir frekari mótmæli. Konur hafa verið fremstar í flokki í mótmælunum. Margar þeirra hafa tekið af sér höfuðslæður eða brennt þær og kyrjað slagorð um „dauða einræðisherrans“ Khamenei. Mótmælin eru sögð ein mesta ógn við klerkastjórnina í fleiri ár. Í ræðu við útskrift lögreglu- og hermanna sagði æðsti leiðtoginn að dauði Amini hefði „brotið hjörtu okkar“. „En það sem er ekki eðlilegt er að sumt fólk hefur, án sannana eða rannsóknar, gert göturnar hættulegar, brennt Kóraninn, fjarlægt höfuðslæður af huldum konum og kveikt í moskum og bílum,“ sagði Khamenei. Bandaríkin og Ísrael stæðu að uppþotunum vegna þess að ríkin þyldu ekki hversu sterkt Íran væri að verða á öllum sviðum. Íran Bandaríkin Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Skotið á stúdenta og setið um háskóla Íranskar óeirðasveitir hafa setið um háskólann Sharif í Tehran, höfuðborg Írans og skotið þar á háskólanema. Ekkert lát er á kröftugum mótmælum sem hafa sprottið á götum borga í Íran, síðan 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu fyrir að hafa höfuðklút sinn ekki nægilega þéttan á höfði sínu. 2. október 2022 22:28 Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Mannréttindasamtök áætla að á annað hundrað manns hafi látist í mótmælum víða um Íran í kjölfar þess að Mahsa Amini, 22 ára gömul kona, lést í haldi siðgæðislögreglunnar eftir að útsendarar hennar stöðvuðu hana fyrir að fylgja ekki ströngum reglum um slæðunotkun kvenna 13. september. Khamenei tjáði sig í fyrsta skipti um mótmælin í dag. Kallaði hann þau „óeirðir“ og sakaði erkióvini Írans og bandamenn þeirra um að „hanna“ þau, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hvatti leiðtoginn lögreglu til að búa sig undir frekari mótmæli. Konur hafa verið fremstar í flokki í mótmælunum. Margar þeirra hafa tekið af sér höfuðslæður eða brennt þær og kyrjað slagorð um „dauða einræðisherrans“ Khamenei. Mótmælin eru sögð ein mesta ógn við klerkastjórnina í fleiri ár. Í ræðu við útskrift lögreglu- og hermanna sagði æðsti leiðtoginn að dauði Amini hefði „brotið hjörtu okkar“. „En það sem er ekki eðlilegt er að sumt fólk hefur, án sannana eða rannsóknar, gert göturnar hættulegar, brennt Kóraninn, fjarlægt höfuðslæður af huldum konum og kveikt í moskum og bílum,“ sagði Khamenei. Bandaríkin og Ísrael stæðu að uppþotunum vegna þess að ríkin þyldu ekki hversu sterkt Íran væri að verða á öllum sviðum.
Íran Bandaríkin Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Skotið á stúdenta og setið um háskóla Íranskar óeirðasveitir hafa setið um háskólann Sharif í Tehran, höfuðborg Írans og skotið þar á háskólanema. Ekkert lát er á kröftugum mótmælum sem hafa sprottið á götum borga í Íran, síðan 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu fyrir að hafa höfuðklút sinn ekki nægilega þéttan á höfði sínu. 2. október 2022 22:28 Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Skotið á stúdenta og setið um háskóla Íranskar óeirðasveitir hafa setið um háskólann Sharif í Tehran, höfuðborg Írans og skotið þar á háskólanema. Ekkert lát er á kröftugum mótmælum sem hafa sprottið á götum borga í Íran, síðan 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu fyrir að hafa höfuðklút sinn ekki nægilega þéttan á höfði sínu. 2. október 2022 22:28
Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20