„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 14:00 Egill Magnússon átti sjö skot en skoraði ekkert mark gegn Fram og hefur aðeins nýtt 22% skota sinna á leiktíðinni. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta. „Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, sannfærður um að Egill geti gert mikið betur en hann hefur gert á þessari leiktíð. „Við sjáum að það er eins og það sé eitthvað að plaga hann í öxlinni. Þetta er ekkert byssan Egill Magnússon eins og maður þekkir hann. Þetta eru bara lin skot. Hann var með 0 mörk úr 4 skotum í fyrri hálfleik en spilaði lengi, og í seinni hálfleik var þetta það sama. Maður spyr sig; Á Sigursteinn að taka hann fyrr út af?“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Egil Þeir Theodór og Arnar Daði Arnarsson voru þó sammála um að sóknarleikur FH liti ekki svo illa út með Egil innanborðs en veltu fyrir sér hvort Einar Bragi Aðalsteinsson og Einar Örn Sindrason ættu að fá fleiri mínútur á kostnað „skítkalds“ Egils. „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil“ „Ég held að Einar Bragi sé bara ekki kominn jafnlangt inn í taktískan leik FH, eftir að hafa verið að spila í allt öðru hlutverki hjá HK síðustu ár. FH-ingar voru að fá opnanir fyrir Egil. Sóknarlega leit þetta ágætlega út hjá þeim. En auðvitað þegar Egill fær þessi fínu færi, og er langt frá því að skora, þá vissulega eftir leik spyr maður sig hvort það hefði ekki átt að taka hann út af,“ sagði Arnar Daði en hélt svo áfram: „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil Magnússon? Hann hefur ekki verið með yfir 50% skotnýtingu frá því 2018. Jú, ég er að ljúga að ykkur, 2019 spilaði hann sjö leiki og var með 52% skotnýtingu. Af hverju erum við að tala Egil Magnússon eitthvað upp?“ Theodór sagði að framganga Egils fyrir ári síðan sýndi að hann hefði alla vega meira fram að færa en hann gerði núna: „Áður en hann meiddist í fyrra þá var hann að skapa fullt af færum og FH var í toppsætinu um síðustu áramót. Eftir að hann meiðist þá hrynur allt. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu en þetta er alls ekki nógu gott.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, sannfærður um að Egill geti gert mikið betur en hann hefur gert á þessari leiktíð. „Við sjáum að það er eins og það sé eitthvað að plaga hann í öxlinni. Þetta er ekkert byssan Egill Magnússon eins og maður þekkir hann. Þetta eru bara lin skot. Hann var með 0 mörk úr 4 skotum í fyrri hálfleik en spilaði lengi, og í seinni hálfleik var þetta það sama. Maður spyr sig; Á Sigursteinn að taka hann fyrr út af?“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Egil Þeir Theodór og Arnar Daði Arnarsson voru þó sammála um að sóknarleikur FH liti ekki svo illa út með Egil innanborðs en veltu fyrir sér hvort Einar Bragi Aðalsteinsson og Einar Örn Sindrason ættu að fá fleiri mínútur á kostnað „skítkalds“ Egils. „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil“ „Ég held að Einar Bragi sé bara ekki kominn jafnlangt inn í taktískan leik FH, eftir að hafa verið að spila í allt öðru hlutverki hjá HK síðustu ár. FH-ingar voru að fá opnanir fyrir Egil. Sóknarlega leit þetta ágætlega út hjá þeim. En auðvitað þegar Egill fær þessi fínu færi, og er langt frá því að skora, þá vissulega eftir leik spyr maður sig hvort það hefði ekki átt að taka hann út af,“ sagði Arnar Daði en hélt svo áfram: „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil Magnússon? Hann hefur ekki verið með yfir 50% skotnýtingu frá því 2018. Jú, ég er að ljúga að ykkur, 2019 spilaði hann sjö leiki og var með 52% skotnýtingu. Af hverju erum við að tala Egil Magnússon eitthvað upp?“ Theodór sagði að framganga Egils fyrir ári síðan sýndi að hann hefði alla vega meira fram að færa en hann gerði núna: „Áður en hann meiddist í fyrra þá var hann að skapa fullt af færum og FH var í toppsætinu um síðustu áramót. Eftir að hann meiðist þá hrynur allt. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu en þetta er alls ekki nógu gott.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira