Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. október 2022 07:02 Óstöðvandi afl. vísir/Getty Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. Þessi 22 ára drengur frá Bryne í Noregi hefur með frammistöðu sinni í byrjun tímabilsins gert lítið úr þeirri skoðun margra að enska úrvalsdeildin sé sú erfiðasta sem fyrirfinnst. Haaland gerði sína þriðju þrennu þegar Man City vann glæstan 6-3 sigur á nágrönnum sínum í Man Utd í gær. Þetta var þriðji heimaleikurinn í röð sem Haaland skoraði þrennu í og hefur það aldrei gerst áður í úrvalsdeildinni. Þrjár þrennur í fyrstu átta leikjum deildarinnar er að sjálfsögðu einsdæmi í enska boltanum en sá sem átti áður metið yfir að vera fyrstur til að skora þrjár þrennur í ensku úrvalsdeildinni var Michael Owen og þurfti hann 48 leiki til að ná því. Eins og sjá má hér fyrir neðan eru þetta engin smástirni sem Norðmaðurinn er að slá við með þessari ótrúlegu byrjun sinni. Quickest player to reach 3 Premier League hat-tricks: Erling Haaland (8 games) Michael Owen (48 games) Ruud van Nistelrooy (59 games) pic.twitter.com/CPxviI69PB— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2022 Peter Schmeichel hefur mætt flestum af bestu framherjum sögunnar og hann telur Haaland vera algjörlega einstakan leikmann. „Þú sérð marga toppframherja í honum einum. Hann hefur alla eiginleikana,“ segir Schmeichel og heldur áfram. „Það mikilvægasta fyrir góðan framherja er þolinmæði. Ég spilaði gegn mörgum af bestu framherjunum og þegar þeir klúðra færum er tíminn sem þú sem markmaður þarft virkilega að einbeita þér.“ „Cristiano Ronaldo og Filippo Inzhagi. Þeir gátu alltaf látið sig hverfa og svo allt í einu voru þeir komnir í dauðafæri.“ „Þegar þú horfir á Haaland sérðu alla góðu eiginleikana frá bestu framherjum samtímans. Hann skorar mörk í líkingu við það sem Zlatan getur gert. Hann hefur líka það sem Ronaldo (innsk. Frá Brasilíu) hafði,“ segir Schmeichel. „Þess vegna er hann svo hættulegur. Flestir af þessum bestu höfðu sitt einkenni en hann er með þetta allt í vopnabúrinu sínu,“ segir Schmeichel. Erling Haaland (14) already has twice as many Premier League goals as the next highest scorer Harry Kane (7).Eyes on the prize pic.twitter.com/5cV8OWtWjM— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Pep Guardiola, stjóri Man City, hafði orð á því eftir sigurinn gegn Man Utd að tölfræði Norðmannsins væri í fullri hreinskilni, ógnvekjandi (e. scary). Tölfræðin með Man City (11 leikir - 17 mörk) er framhald af því sem Haaland hefur gert hjá Red Bull Salzburg (29 leikir - 27 mörk) og Borussia Dortmund (89 leikir - 86 mörk) auk þess sem kappinn hefur gert 21 mark í 23 landsleikjum fyrir Noreg. Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Sjá meira
Þessi 22 ára drengur frá Bryne í Noregi hefur með frammistöðu sinni í byrjun tímabilsins gert lítið úr þeirri skoðun margra að enska úrvalsdeildin sé sú erfiðasta sem fyrirfinnst. Haaland gerði sína þriðju þrennu þegar Man City vann glæstan 6-3 sigur á nágrönnum sínum í Man Utd í gær. Þetta var þriðji heimaleikurinn í röð sem Haaland skoraði þrennu í og hefur það aldrei gerst áður í úrvalsdeildinni. Þrjár þrennur í fyrstu átta leikjum deildarinnar er að sjálfsögðu einsdæmi í enska boltanum en sá sem átti áður metið yfir að vera fyrstur til að skora þrjár þrennur í ensku úrvalsdeildinni var Michael Owen og þurfti hann 48 leiki til að ná því. Eins og sjá má hér fyrir neðan eru þetta engin smástirni sem Norðmaðurinn er að slá við með þessari ótrúlegu byrjun sinni. Quickest player to reach 3 Premier League hat-tricks: Erling Haaland (8 games) Michael Owen (48 games) Ruud van Nistelrooy (59 games) pic.twitter.com/CPxviI69PB— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2022 Peter Schmeichel hefur mætt flestum af bestu framherjum sögunnar og hann telur Haaland vera algjörlega einstakan leikmann. „Þú sérð marga toppframherja í honum einum. Hann hefur alla eiginleikana,“ segir Schmeichel og heldur áfram. „Það mikilvægasta fyrir góðan framherja er þolinmæði. Ég spilaði gegn mörgum af bestu framherjunum og þegar þeir klúðra færum er tíminn sem þú sem markmaður þarft virkilega að einbeita þér.“ „Cristiano Ronaldo og Filippo Inzhagi. Þeir gátu alltaf látið sig hverfa og svo allt í einu voru þeir komnir í dauðafæri.“ „Þegar þú horfir á Haaland sérðu alla góðu eiginleikana frá bestu framherjum samtímans. Hann skorar mörk í líkingu við það sem Zlatan getur gert. Hann hefur líka það sem Ronaldo (innsk. Frá Brasilíu) hafði,“ segir Schmeichel. „Þess vegna er hann svo hættulegur. Flestir af þessum bestu höfðu sitt einkenni en hann er með þetta allt í vopnabúrinu sínu,“ segir Schmeichel. Erling Haaland (14) already has twice as many Premier League goals as the next highest scorer Harry Kane (7).Eyes on the prize pic.twitter.com/5cV8OWtWjM— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Pep Guardiola, stjóri Man City, hafði orð á því eftir sigurinn gegn Man Utd að tölfræði Norðmannsins væri í fullri hreinskilni, ógnvekjandi (e. scary). Tölfræðin með Man City (11 leikir - 17 mörk) er framhald af því sem Haaland hefur gert hjá Red Bull Salzburg (29 leikir - 27 mörk) og Borussia Dortmund (89 leikir - 86 mörk) auk þess sem kappinn hefur gert 21 mark í 23 landsleikjum fyrir Noreg.
Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Sjá meira