Perez kom fyrstur í mark og Verstappen þarf að bíða eftir titlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2022 16:48 Sergio Perez fagnaði sigri í Singapúr í dag. Edmond So/Eurasia Sport Images/Getty Images Sergio Perez, liðsmaður Red Bull, kom fyrstur í mark þegar kappaksturinn í Singapúr í Formúlu 1 fór fram í dag. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, hefði getað tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð með sigri í dag, en hann endaði sjöundi og þarf því að bíða með fagnaðarlætin. Perez var annar í rásröðinni þegar ökumennirnir fóru loksins af stað í dag eftir tafir vegna rigningar. Perez kom sér strax fyrir framan hópinn þegar hann tók fram úr Charles Leclerc í ræsingunni og hélt forystunni allt til enda. Leclerc á Ferrari kom annar í mark og liðsfélagi hans, Carlos Sainz, var þriðji. Þá náði McLaren liðið sér í dýrmæt stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða þegar þeir Lando Norris og Daniel Ricciardo komu í mark í fjórða og fimmta sæti. Eins og áður segir hafnaði heimsmeistarinn Max Verstappen í sjöunda sæti, en hann ræsti áttundi eftir eldsneytisvandræði í tímatökunum í gær. Nú þegar aðeins fimm kepnnir eru eftir af tímabilinu er Max Verstappen með afgerandi forystu á toppnum í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hollendingurinn er með 104 stiga forskot á Charles Leclerc í öðru sætinu. Leclerc getur mest fengið 130 stig í viðbót á tímabilinu og Verstappen tryggir sér því heimsmeistaratitilinn með sigri í Japan næstu helgi. Akstursíþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Perez var annar í rásröðinni þegar ökumennirnir fóru loksins af stað í dag eftir tafir vegna rigningar. Perez kom sér strax fyrir framan hópinn þegar hann tók fram úr Charles Leclerc í ræsingunni og hélt forystunni allt til enda. Leclerc á Ferrari kom annar í mark og liðsfélagi hans, Carlos Sainz, var þriðji. Þá náði McLaren liðið sér í dýrmæt stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða þegar þeir Lando Norris og Daniel Ricciardo komu í mark í fjórða og fimmta sæti. Eins og áður segir hafnaði heimsmeistarinn Max Verstappen í sjöunda sæti, en hann ræsti áttundi eftir eldsneytisvandræði í tímatökunum í gær. Nú þegar aðeins fimm kepnnir eru eftir af tímabilinu er Max Verstappen með afgerandi forystu á toppnum í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hollendingurinn er með 104 stiga forskot á Charles Leclerc í öðru sætinu. Leclerc getur mest fengið 130 stig í viðbót á tímabilinu og Verstappen tryggir sér því heimsmeistaratitilinn með sigri í Japan næstu helgi.
Akstursíþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira