Afhjúpuðu enn meiri hrylling Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2022 19:37 Hryllingurinn í Karkív 25. september hefur nú komið betur í ljós. Úkraínumenn náðu í dag lykilborg í austurhluta landsins aftur á sitt vald, eftir að Rússar innlimuðu svæðið ólöglega í gær. Sigurinn þykir högg fyrir Rússa. Mun fleiri féllu í hryllilegri árás Rússa á almenna borgara um síðustu helgi en talið var. „Fyrsti október. Við flöggum þjóðfána okkar á landsvæði okkar í Lyman. Allt landið verður Úkraína,“ sagði ónefndur hermaður þegar hann festi úkraínskan fána á skilti í útjaðri borgarinnar Lyman í dag. Um 5.500 rússneskir hermenn eru sagðir hafa hrakist brott úr borginni við sigur Úkraínumanna í dag. Rússar segjast standa keikir en viðurkenna ósigur. „Mannfall varð í okkar röðum. Óvinurinn hafði mikla yfirburði í mannafla og búnaði. Þeir sendu inn varalið og héldu sókninni áfram í átt til okkar. Mikil hætta var á að herinn yrði umkringdur og við drógum því her okkar til baka frá Krasny Lyman og komum honum fyrir á betri stað,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands, í dag. Allt á sér þetta stað daginn eftir að Rússar lýstu yfir ólöglegri innlimun fjögurra úkraínskra héraða. Lyman er norðarlega í einu þeirra, Donetsk - og er borgin því sú fyrsta sem Úkraínumenn ná aftur á vald sitt eftir íburðarmikla athöfn Pútíns Rússlandsforseta í gær. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti fordæmdi innlimunina í daglegu ávarpi í gærkvöldi. „Enn annar skrípaleikur fór fram í Moskvu í dag. Einhverju var fagnað þar. Þau kyrjuðu einhver lög. Þau sungu á torginu. Þau töluðu um Saporisjía. Við minnumst að eilífu allra þeirra sem féllu í hryðjuverkaárásum Rússa.“ Selenskí vísaði þar til mannskæðrar árásar Rússa í Saporisja í gær. Breska varnarmálaráðuneytið benti einmitt á það í dag að Rússar væru þar með að drepa almenna borgara sem þeir teldu til eigin þegna. Nýjar upplýsingar um annað voðaverk Rússa voru svo birtar í dag. 24, þar af þrettán börn og þunguð kona, eru sagðir hafa fallið í árás Rússa á bílalest almennra borgara í Karkív síðasta sunnudag, mun fleiri en áður var talið. Nýjar myndir af vettvangi bera hryllinginn skýrt með sér. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23 Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21 „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
„Fyrsti október. Við flöggum þjóðfána okkar á landsvæði okkar í Lyman. Allt landið verður Úkraína,“ sagði ónefndur hermaður þegar hann festi úkraínskan fána á skilti í útjaðri borgarinnar Lyman í dag. Um 5.500 rússneskir hermenn eru sagðir hafa hrakist brott úr borginni við sigur Úkraínumanna í dag. Rússar segjast standa keikir en viðurkenna ósigur. „Mannfall varð í okkar röðum. Óvinurinn hafði mikla yfirburði í mannafla og búnaði. Þeir sendu inn varalið og héldu sókninni áfram í átt til okkar. Mikil hætta var á að herinn yrði umkringdur og við drógum því her okkar til baka frá Krasny Lyman og komum honum fyrir á betri stað,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands, í dag. Allt á sér þetta stað daginn eftir að Rússar lýstu yfir ólöglegri innlimun fjögurra úkraínskra héraða. Lyman er norðarlega í einu þeirra, Donetsk - og er borgin því sú fyrsta sem Úkraínumenn ná aftur á vald sitt eftir íburðarmikla athöfn Pútíns Rússlandsforseta í gær. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti fordæmdi innlimunina í daglegu ávarpi í gærkvöldi. „Enn annar skrípaleikur fór fram í Moskvu í dag. Einhverju var fagnað þar. Þau kyrjuðu einhver lög. Þau sungu á torginu. Þau töluðu um Saporisjía. Við minnumst að eilífu allra þeirra sem féllu í hryðjuverkaárásum Rússa.“ Selenskí vísaði þar til mannskæðrar árásar Rússa í Saporisja í gær. Breska varnarmálaráðuneytið benti einmitt á það í dag að Rússar væru þar með að drepa almenna borgara sem þeir teldu til eigin þegna. Nýjar upplýsingar um annað voðaverk Rússa voru svo birtar í dag. 24, þar af þrettán börn og þunguð kona, eru sagðir hafa fallið í árás Rússa á bílalest almennra borgara í Karkív síðasta sunnudag, mun fleiri en áður var talið. Nýjar myndir af vettvangi bera hryllinginn skýrt með sér.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23 Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21 „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23
Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21
„Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09