Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 14:56 Úkraínumenn hafa farið fram á að umsókn þeirra í Atlantshafsbandalagið fái flýtimeðferð. Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. Litlar sem engar líkur eru á því að umsóknin verði samþykkt á meðan Úkraínumenn verjast innrás Rússa en með umsókninni vilja Úkraínumenn bregðast við innlimun Rússa á Donetsk, Luhansk, Saporisjía og Kherson. Pútín hélt ræðu fyrir undirritun innlimunarinnar í dag og þar hvatti hann Úkraínumenn til viðræðna við Rússa. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti í kjölfarið að Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna við Rússa. Fyrst þyrftu Rússar þó að fá sér annan forseta. Úkraínumenn hafa lengi sagt að reyni Rússar að innlima fleiri héruð Úkraínu muni það gera útaf við friðarviðræður. Þær hafa þó ekki farið fram frá því ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar í Úkraínu urðu ljós. #Ukraine applies for accelerated accession to @NATO #StrongerTogether @ZelenskyyUa pic.twitter.com/bR0EC5QIb3— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) September 30, 2022 Herða refsiaðgerðir gegn Rússum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi aðgerðir Rússa í dag og opinberaði hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Þá hét hann því að G7 ríkin, ríkustu iðnvæddu ríki heims, myndu beita öll þau ríki sem viðurkennni innlimunina einnig refsiaðgerðum. Biden sagði innlimunina alfarið ólöglega og ógilda. Rússar væru að brjóta alþjóðalög, brjóta gegn stofnsamningi Sameinuðu þjóðinni og sýna öllum friðsömum ríkjum heimsins lítilsvirðingu. Forsetinn sagði að Bandaríkin og aðrir bakhjarlar myndu ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Sjá einnig: Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði fyrr í dag að ólögmæt innlimun Pútíns á héruðum Úkraínu myndi engu breyta. The illegal annexation proclaimed by Putin won t change anything. All territories illegally occupied by Russian invaders are Ukrainian land and will always be part of this sovereign nation.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 30, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Litlar sem engar líkur eru á því að umsóknin verði samþykkt á meðan Úkraínumenn verjast innrás Rússa en með umsókninni vilja Úkraínumenn bregðast við innlimun Rússa á Donetsk, Luhansk, Saporisjía og Kherson. Pútín hélt ræðu fyrir undirritun innlimunarinnar í dag og þar hvatti hann Úkraínumenn til viðræðna við Rússa. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti í kjölfarið að Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna við Rússa. Fyrst þyrftu Rússar þó að fá sér annan forseta. Úkraínumenn hafa lengi sagt að reyni Rússar að innlima fleiri héruð Úkraínu muni það gera útaf við friðarviðræður. Þær hafa þó ekki farið fram frá því ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar í Úkraínu urðu ljós. #Ukraine applies for accelerated accession to @NATO #StrongerTogether @ZelenskyyUa pic.twitter.com/bR0EC5QIb3— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) September 30, 2022 Herða refsiaðgerðir gegn Rússum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi aðgerðir Rússa í dag og opinberaði hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Þá hét hann því að G7 ríkin, ríkustu iðnvæddu ríki heims, myndu beita öll þau ríki sem viðurkennni innlimunina einnig refsiaðgerðum. Biden sagði innlimunina alfarið ólöglega og ógilda. Rússar væru að brjóta alþjóðalög, brjóta gegn stofnsamningi Sameinuðu þjóðinni og sýna öllum friðsömum ríkjum heimsins lítilsvirðingu. Forsetinn sagði að Bandaríkin og aðrir bakhjarlar myndu ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Sjá einnig: Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði fyrr í dag að ólögmæt innlimun Pútíns á héruðum Úkraínu myndi engu breyta. The illegal annexation proclaimed by Putin won t change anything. All territories illegally occupied by Russian invaders are Ukrainian land and will always be part of this sovereign nation.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 30, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22
Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16
Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24
23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50