Voru trúlofuð í leyni þegar hann barnaði aðra konu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. september 2022 14:00 Tristan Thompson og Khloé Kardashian voru trúlofuð þegar Tristan barnaði aðra konu á síðasta ári. GETTY/JOSEPH OKPAKO/ RB/BAUER-GRIFFIN Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian var trúlofuð barnsföður sínum Tristan Thompson án þess að nokkur vissi. Parið var trúlofað í níu mánuði áður en kom í ljós að Tristan hefði eignast barn eftir framhjáhald með annarri konu. Í nýjasta þætti af raunveruleikaþáttunum The Kardashians kom fram að Khloé hefði hafnað bónorði frá Tristan. Hún sagðist ekki hafa getað sagt já við bónorðinu, þar sem hún vilji geta borið trúlofunarhringinn með stolti en ekki skömm. Þetta bónorð átti sér stað í desember árið 2019 eftir að mikið hafði gengið á í sambandinu. Khloé og Tristan eignuðust dótturina True árið 2018. Nokkrum dögum fyrir fæðinguna hafði komið í ljós að Tristan hafði haldið framhjá Khloé á meðan hún var ólétt. Náðu aftur saman eftir framhjáhaldið Þeim tókst þó að vinna úr framhjáhaldinu og náðu þau aftur saman. Khloé virðist þó ekki hafa verið tilbúin til þess að trúlofast honum vegna alls sem gengið hefði á. Nú hefur tímaritið People greint frá því að Khloé og Tristan hafi svo trúlofað sig í laumi í febrúar árið 2021, eða rúmu ári eftir að Khloé hafnaði fyrsta bónorðinu. Eins og sjá mátti í fyrstu þáttaröð af The Kardashians voru Khloé og Tristan að vinna úr sínum málum og virtist sambandið ganga vel. Ákváðu þau að reyna að eignast annað barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Sleit trúlofuninni eftir enn eitt framhjáhaldið Nokkrum dögum eftir að þau komust að því að þau ættu von á barni, komst Khloé að því að Tristan einnig ætti von á barni með annarri konu. Hann hafði haldið framhjá Khloé fljótlega eftir að þau trúlofuðust. Hjákona Tristans fæddi dreng í desember árið 2021. Þegar faðernispróf staðfesti að Tristan væri í raun faðirinn virðist Khloé hafa slitið leynilegu trúlofuninni. Khloé og Tristan eru ekki saman í dag. Þau eignuðust þó son saman í júlí á þessu ári með aðstoð staðgöngumóður. Hollywood Tengdar fréttir Khloé hafnaði bónorði Tristans Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum. 29. september 2022 15:30 Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli. 23. september 2022 12:30 Tristan viðurkennir að hafa feðrað barn framhjá Khloé Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hefur beðið Khloé Kardashian, fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður, afsökunar eftir að hafa feðrað barn með annarri konu á meðan þau voru enn í sambandi. 4. janúar 2022 15:07 Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Sjá meira
Í nýjasta þætti af raunveruleikaþáttunum The Kardashians kom fram að Khloé hefði hafnað bónorði frá Tristan. Hún sagðist ekki hafa getað sagt já við bónorðinu, þar sem hún vilji geta borið trúlofunarhringinn með stolti en ekki skömm. Þetta bónorð átti sér stað í desember árið 2019 eftir að mikið hafði gengið á í sambandinu. Khloé og Tristan eignuðust dótturina True árið 2018. Nokkrum dögum fyrir fæðinguna hafði komið í ljós að Tristan hafði haldið framhjá Khloé á meðan hún var ólétt. Náðu aftur saman eftir framhjáhaldið Þeim tókst þó að vinna úr framhjáhaldinu og náðu þau aftur saman. Khloé virðist þó ekki hafa verið tilbúin til þess að trúlofast honum vegna alls sem gengið hefði á. Nú hefur tímaritið People greint frá því að Khloé og Tristan hafi svo trúlofað sig í laumi í febrúar árið 2021, eða rúmu ári eftir að Khloé hafnaði fyrsta bónorðinu. Eins og sjá mátti í fyrstu þáttaröð af The Kardashians voru Khloé og Tristan að vinna úr sínum málum og virtist sambandið ganga vel. Ákváðu þau að reyna að eignast annað barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Sleit trúlofuninni eftir enn eitt framhjáhaldið Nokkrum dögum eftir að þau komust að því að þau ættu von á barni, komst Khloé að því að Tristan einnig ætti von á barni með annarri konu. Hann hafði haldið framhjá Khloé fljótlega eftir að þau trúlofuðust. Hjákona Tristans fæddi dreng í desember árið 2021. Þegar faðernispróf staðfesti að Tristan væri í raun faðirinn virðist Khloé hafa slitið leynilegu trúlofuninni. Khloé og Tristan eru ekki saman í dag. Þau eignuðust þó son saman í júlí á þessu ári með aðstoð staðgöngumóður.
Hollywood Tengdar fréttir Khloé hafnaði bónorði Tristans Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum. 29. september 2022 15:30 Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli. 23. september 2022 12:30 Tristan viðurkennir að hafa feðrað barn framhjá Khloé Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hefur beðið Khloé Kardashian, fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður, afsökunar eftir að hafa feðrað barn með annarri konu á meðan þau voru enn í sambandi. 4. janúar 2022 15:07 Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Sjá meira
Khloé hafnaði bónorði Tristans Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum. 29. september 2022 15:30
Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli. 23. september 2022 12:30
Tristan viðurkennir að hafa feðrað barn framhjá Khloé Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hefur beðið Khloé Kardashian, fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður, afsökunar eftir að hafa feðrað barn með annarri konu á meðan þau voru enn í sambandi. 4. janúar 2022 15:07