Þjóðaröryggisstefnan uppfærð eftir innrás Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2022 19:20 Af hverju vill hún ekki herstöð á Íslandi, gæti forseti Alþingis Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins verið að hugsa á þessu augnabliki sem ljósmyndari Vísis fangaði í dag. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir þjóðaröryggisstefnu Íslands hafa sannað gildi sitt og væri í uppfærslu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Framlög til varnarmála hafi verið aukin á undanförnum árum og náið samstarf sé haft við bandalagsríki. Ekki hafi verið óskað eftir varanlegri herstöð á Íslandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar telur mikilvægt að efla varnir Íslands á öllum sviðum í samstarfi við NATO og Bandaríkin.Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hóf sérstaka umræðu um öryggis- og varnarmál á Alþingi í dag. Staðan hefði gjörbreyst eftir inrás Rússa í Úkraínu og tók forsætisráðherra undir þau sjónarmið. Formaðurinn sagði að efla þyrfti samstarfið við NATO og Bandaríkjamenn í tengslum við varnarsamninginn og tryggja varnir Íslands á öllum sviðum. Rússar hafi kortlagt sæstrengina við landið og síðast í ágúst verið með herskip í íslenskri lögsögu. „Nú þegar Ísland er skilgreint sem óvinveitt ríki í augum þeirra og ekki síst í ljósi þess að spennan á Norðurslóðum fer vaxandi, þarf að fá það á hreint hvort fjarskiptaöryggi okkar og samskipti við umheiminn séu nægilega tryggð. Og nú hafa enn ríkari ástæður til þess skapast eftir skemmdirnar á Nord Stream gasleiðslunni í Eystrasaltinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þjóðaröryggisstefnuna frá 2016 hafa reynst vel og almenn sátt ríkti um hana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði samstöðu ríkja um þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt hefði verið árið 2016. Á grundvelli hennar og samstarfsins við NATO hefðu framlög til varnarmála verið aukin á síðasta kjörtímabili. Unnið væri að uppfærslu áætlunarinnar eftir innrás Rússa. „Það verkefni að tryggja varnir landsins snýst ekki aðeins um hefðbundna hernaðarlega ógn heldur líka um netöryggi, fjarskiptaöryggi og öryggi okkar mikilvægu innviða. Háttvirtur þingmaður nefnir hér hinar ógnvæglegu fréttir sem hafa borist af skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasaltinu. Þessir atburðir færa ógnina mjög nærri okkur sem nú steðjar að. Við höfum fylgst grannt með þessum atburðum, verið í samskiptum við okkar nágrannaríki um aðgerðir og viðbúnað og munum bregðast við í samræmi við þau gögn sem við fáum,” sagði forsætisráðherra. Hersveitir úr landher, flugher og flota NATO ríkja æfa reglulega á og við Ísland. Milljörðum króna hefur verið varið í viðhald og uppbyggingu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Þorgerður spurði hvaða mat hefði verið lagt á kosti viðvarandi veru varnarliðs á Íslandi. Forsætisráðherra sagði það ekki forgangsmál hjá ríkisstjórninni. „Það er nokkuð sem ég hef meðal annars rætt á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og ekki fengið kröfu um þaðan,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu NATO Keflavíkurflugvöllur Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar telur mikilvægt að efla varnir Íslands á öllum sviðum í samstarfi við NATO og Bandaríkin.Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hóf sérstaka umræðu um öryggis- og varnarmál á Alþingi í dag. Staðan hefði gjörbreyst eftir inrás Rússa í Úkraínu og tók forsætisráðherra undir þau sjónarmið. Formaðurinn sagði að efla þyrfti samstarfið við NATO og Bandaríkjamenn í tengslum við varnarsamninginn og tryggja varnir Íslands á öllum sviðum. Rússar hafi kortlagt sæstrengina við landið og síðast í ágúst verið með herskip í íslenskri lögsögu. „Nú þegar Ísland er skilgreint sem óvinveitt ríki í augum þeirra og ekki síst í ljósi þess að spennan á Norðurslóðum fer vaxandi, þarf að fá það á hreint hvort fjarskiptaöryggi okkar og samskipti við umheiminn séu nægilega tryggð. Og nú hafa enn ríkari ástæður til þess skapast eftir skemmdirnar á Nord Stream gasleiðslunni í Eystrasaltinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þjóðaröryggisstefnuna frá 2016 hafa reynst vel og almenn sátt ríkti um hana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði samstöðu ríkja um þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt hefði verið árið 2016. Á grundvelli hennar og samstarfsins við NATO hefðu framlög til varnarmála verið aukin á síðasta kjörtímabili. Unnið væri að uppfærslu áætlunarinnar eftir innrás Rússa. „Það verkefni að tryggja varnir landsins snýst ekki aðeins um hefðbundna hernaðarlega ógn heldur líka um netöryggi, fjarskiptaöryggi og öryggi okkar mikilvægu innviða. Háttvirtur þingmaður nefnir hér hinar ógnvæglegu fréttir sem hafa borist af skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasaltinu. Þessir atburðir færa ógnina mjög nærri okkur sem nú steðjar að. Við höfum fylgst grannt með þessum atburðum, verið í samskiptum við okkar nágrannaríki um aðgerðir og viðbúnað og munum bregðast við í samræmi við þau gögn sem við fáum,” sagði forsætisráðherra. Hersveitir úr landher, flugher og flota NATO ríkja æfa reglulega á og við Ísland. Milljörðum króna hefur verið varið í viðhald og uppbyggingu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Þorgerður spurði hvaða mat hefði verið lagt á kosti viðvarandi veru varnarliðs á Íslandi. Forsætisráðherra sagði það ekki forgangsmál hjá ríkisstjórninni. „Það er nokkuð sem ég hef meðal annars rætt á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og ekki fengið kröfu um þaðan,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu NATO Keflavíkurflugvöllur Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04
Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10