Þjóðaröryggisstefnan uppfærð eftir innrás Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2022 19:20 Af hverju vill hún ekki herstöð á Íslandi, gæti forseti Alþingis Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins verið að hugsa á þessu augnabliki sem ljósmyndari Vísis fangaði í dag. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir þjóðaröryggisstefnu Íslands hafa sannað gildi sitt og væri í uppfærslu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Framlög til varnarmála hafi verið aukin á undanförnum árum og náið samstarf sé haft við bandalagsríki. Ekki hafi verið óskað eftir varanlegri herstöð á Íslandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar telur mikilvægt að efla varnir Íslands á öllum sviðum í samstarfi við NATO og Bandaríkin.Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hóf sérstaka umræðu um öryggis- og varnarmál á Alþingi í dag. Staðan hefði gjörbreyst eftir inrás Rússa í Úkraínu og tók forsætisráðherra undir þau sjónarmið. Formaðurinn sagði að efla þyrfti samstarfið við NATO og Bandaríkjamenn í tengslum við varnarsamninginn og tryggja varnir Íslands á öllum sviðum. Rússar hafi kortlagt sæstrengina við landið og síðast í ágúst verið með herskip í íslenskri lögsögu. „Nú þegar Ísland er skilgreint sem óvinveitt ríki í augum þeirra og ekki síst í ljósi þess að spennan á Norðurslóðum fer vaxandi, þarf að fá það á hreint hvort fjarskiptaöryggi okkar og samskipti við umheiminn séu nægilega tryggð. Og nú hafa enn ríkari ástæður til þess skapast eftir skemmdirnar á Nord Stream gasleiðslunni í Eystrasaltinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þjóðaröryggisstefnuna frá 2016 hafa reynst vel og almenn sátt ríkti um hana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði samstöðu ríkja um þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt hefði verið árið 2016. Á grundvelli hennar og samstarfsins við NATO hefðu framlög til varnarmála verið aukin á síðasta kjörtímabili. Unnið væri að uppfærslu áætlunarinnar eftir innrás Rússa. „Það verkefni að tryggja varnir landsins snýst ekki aðeins um hefðbundna hernaðarlega ógn heldur líka um netöryggi, fjarskiptaöryggi og öryggi okkar mikilvægu innviða. Háttvirtur þingmaður nefnir hér hinar ógnvæglegu fréttir sem hafa borist af skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasaltinu. Þessir atburðir færa ógnina mjög nærri okkur sem nú steðjar að. Við höfum fylgst grannt með þessum atburðum, verið í samskiptum við okkar nágrannaríki um aðgerðir og viðbúnað og munum bregðast við í samræmi við þau gögn sem við fáum,” sagði forsætisráðherra. Hersveitir úr landher, flugher og flota NATO ríkja æfa reglulega á og við Ísland. Milljörðum króna hefur verið varið í viðhald og uppbyggingu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Þorgerður spurði hvaða mat hefði verið lagt á kosti viðvarandi veru varnarliðs á Íslandi. Forsætisráðherra sagði það ekki forgangsmál hjá ríkisstjórninni. „Það er nokkuð sem ég hef meðal annars rætt á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og ekki fengið kröfu um þaðan,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu NATO Keflavíkurflugvöllur Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar telur mikilvægt að efla varnir Íslands á öllum sviðum í samstarfi við NATO og Bandaríkin.Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hóf sérstaka umræðu um öryggis- og varnarmál á Alþingi í dag. Staðan hefði gjörbreyst eftir inrás Rússa í Úkraínu og tók forsætisráðherra undir þau sjónarmið. Formaðurinn sagði að efla þyrfti samstarfið við NATO og Bandaríkjamenn í tengslum við varnarsamninginn og tryggja varnir Íslands á öllum sviðum. Rússar hafi kortlagt sæstrengina við landið og síðast í ágúst verið með herskip í íslenskri lögsögu. „Nú þegar Ísland er skilgreint sem óvinveitt ríki í augum þeirra og ekki síst í ljósi þess að spennan á Norðurslóðum fer vaxandi, þarf að fá það á hreint hvort fjarskiptaöryggi okkar og samskipti við umheiminn séu nægilega tryggð. Og nú hafa enn ríkari ástæður til þess skapast eftir skemmdirnar á Nord Stream gasleiðslunni í Eystrasaltinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þjóðaröryggisstefnuna frá 2016 hafa reynst vel og almenn sátt ríkti um hana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði samstöðu ríkja um þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt hefði verið árið 2016. Á grundvelli hennar og samstarfsins við NATO hefðu framlög til varnarmála verið aukin á síðasta kjörtímabili. Unnið væri að uppfærslu áætlunarinnar eftir innrás Rússa. „Það verkefni að tryggja varnir landsins snýst ekki aðeins um hefðbundna hernaðarlega ógn heldur líka um netöryggi, fjarskiptaöryggi og öryggi okkar mikilvægu innviða. Háttvirtur þingmaður nefnir hér hinar ógnvæglegu fréttir sem hafa borist af skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasaltinu. Þessir atburðir færa ógnina mjög nærri okkur sem nú steðjar að. Við höfum fylgst grannt með þessum atburðum, verið í samskiptum við okkar nágrannaríki um aðgerðir og viðbúnað og munum bregðast við í samræmi við þau gögn sem við fáum,” sagði forsætisráðherra. Hersveitir úr landher, flugher og flota NATO ríkja æfa reglulega á og við Ísland. Milljörðum króna hefur verið varið í viðhald og uppbyggingu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Þorgerður spurði hvaða mat hefði verið lagt á kosti viðvarandi veru varnarliðs á Íslandi. Forsætisráðherra sagði það ekki forgangsmál hjá ríkisstjórninni. „Það er nokkuð sem ég hef meðal annars rætt á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og ekki fengið kröfu um þaðan,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu NATO Keflavíkurflugvöllur Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04
Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent