Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2022 07:30 Svíar hafa fundið fjórða lekann á Nord Stream gaslögnunum. epa/Varnarmálaráðuneyti Danmerkur Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Sky News í morgun að um væri að ræða viljaverk og fordæmalausa árás. Hann sagði ríki Evrópu þurfa að vera meðvituð um þá ógn sem steðjaði að mikilvægum innviðum. Kofod sagði skemmdarverkin enn fremur áminningu um nauðsyn þess að verða óháð orku frá Rússlandi. Alþjóðleg nefnd um refsiaðgerðir hefur komist að þeirri niðurstöðu að lýsa ætti Rússland ríki sem styður við hryðjuverk og að landið falli nú undir skilgreininguna á „hryðjuverkaríki“ í Bandaríkjunum og Kanada. Yfirvöld í Rússlandi hafa freistað þess að kenna Bandaríkjamönnum um gaslekann og samkvæmt RIA Novosti sendi utanríkisráðuneytið frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði að lekarnir hefðu komið upp á svæði sem væri undir stjórn bandarískra öryggisyfirvalda. Rússar hafa meðal annars vísað til ummæla Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í aðdraganda innrásarinnar að ef Rússar færu inn í Úkraínu yrði ekkert af Nord Stream 2. Þess ber þó að geta að Þjóðverjar lokuðu á það samstarf strax í kjölfar innrásarinnar. Stjórnvöld vestanhafs tilkynntu í gær að þau hygðust senda Úkraínumönnum átján Himars-eldflaugakerfi til viðbótar við þau sextán sem þeir hefðu þegar fengið. Úkraínuher hefur notað kerfin í gagnsókn sinni með góðum árangri. Í vopnapakkanum nýja, sem er metinn á 1,1 milljarð Bandaríkjadala, verður einnig að finna 150 brynvarin farartæki, 150 önnur farartæki og kerfi sem munu nýtast Úkraínumönnum til að verjast írönskum drónum sem Rússar hafa verið að nota á vígvellinum. Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Svíþjóð Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Sky News í morgun að um væri að ræða viljaverk og fordæmalausa árás. Hann sagði ríki Evrópu þurfa að vera meðvituð um þá ógn sem steðjaði að mikilvægum innviðum. Kofod sagði skemmdarverkin enn fremur áminningu um nauðsyn þess að verða óháð orku frá Rússlandi. Alþjóðleg nefnd um refsiaðgerðir hefur komist að þeirri niðurstöðu að lýsa ætti Rússland ríki sem styður við hryðjuverk og að landið falli nú undir skilgreininguna á „hryðjuverkaríki“ í Bandaríkjunum og Kanada. Yfirvöld í Rússlandi hafa freistað þess að kenna Bandaríkjamönnum um gaslekann og samkvæmt RIA Novosti sendi utanríkisráðuneytið frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði að lekarnir hefðu komið upp á svæði sem væri undir stjórn bandarískra öryggisyfirvalda. Rússar hafa meðal annars vísað til ummæla Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í aðdraganda innrásarinnar að ef Rússar færu inn í Úkraínu yrði ekkert af Nord Stream 2. Þess ber þó að geta að Þjóðverjar lokuðu á það samstarf strax í kjölfar innrásarinnar. Stjórnvöld vestanhafs tilkynntu í gær að þau hygðust senda Úkraínumönnum átján Himars-eldflaugakerfi til viðbótar við þau sextán sem þeir hefðu þegar fengið. Úkraínuher hefur notað kerfin í gagnsókn sinni með góðum árangri. Í vopnapakkanum nýja, sem er metinn á 1,1 milljarð Bandaríkjadala, verður einnig að finna 150 brynvarin farartæki, 150 önnur farartæki og kerfi sem munu nýtast Úkraínumönnum til að verjast írönskum drónum sem Rússar hafa verið að nota á vígvellinum.
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Svíþjóð Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira