Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. september 2022 14:09 Jóakim prins með Marie eiginkonu sinni, börnum þeirra og börnum Jóakims og Alexöndru, fyrrverandi eiginkonu hans. Getty/Patrick van Katwijk Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. Alexandra segist hneyksluð. Öll fjölskyldan sé sammála um það. Bæði Jóakim og núverandi eiginkona hans, María prinsessa. „Við skiljum ekkert í þessari ákvörðun. Við erum sorgmædd og í áfalli. Ákvörðunin kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Börnunum finnst þau útskúfuð. Þau skilja ekki hvers vegna sjálfsmynd þeirra er tekin af þeim,“ segir Alexandra í samtali við BT. Hvað gengur drottningunni til? Jóakim og Alexandra eiga börnin Nikolai og Felix. Jóakim á svo Henrik og Aþenu með núverandi konu sinni Marie. Þau munu áfram geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpezat. Þann titil fá þau frá afa sínum Hinriki prins sem jafnframt var franskur greifi og hét fullu nafni Hinrik de Laborde de Monpezat. Jakob Steen Olsen er álitsgjafi hjá Berlingske í málefnum konungsfjölskyldunnar. Hann segir óvenjulegt að Alexandra bregðist svo harkalega við. Ákvarðanir Margrétar Þórhildar innan konungsfjölskyldunnar séu yfirleitt ekki til umræðu. Margrét Þórhildur, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Hinrik prins í Kaupmannahöfn í fyrstu opinberu heimsókn íslensku forsetahjónanna til erlends ríkis árið 2017.Vísir/AFP „Ég spyr mig hver þörfin sé. Hvers vegna að styggja fjölskyldu Jóakims prins þegar það er algjör óþarfi? Þetta snýst ekkert um peninga,“ segir Olsen. Vísar hann til þess að ákvörðunin leiddi ekki til neins sparnaðar fyrir danska ríkið. Börn Jóakims þiggja ekki lengur laun frá danska ríkinu eftir breytingu árið 2016. Olsen telur aðgerðina leið Margrétar drottningar til að styrkja konungsfjölskylduna til framtíðar. „Þetta er tilraun hennar til að snyrta tréð svo það geti haldið áfram að vaxa. “ Friðrik krónprins, sem verður Friðrik X, með eiginkonu sinni Maríu og börnum þeirra. Til vinstri við krónprinsinn er Kristján, elsti sonur þeirra sem yrði Kristján XI. Lengst til hægri er Ísabella sem er á fimmtánda ári í dag. Fremst eru tvíburasystkinin Vincent og Jósefína sem í dag eru á ellefta ári. Myndin var tekin í maí 2018.Getty Ákvörðunin gæti þó kynt undir mögulegum sögusögnum þess efnis að köldu andi milli drottningar og yngri sonar hennar. Það sé goðsögn sem nú væri ýtt undir. Ekki síst vegna þess að börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, þau Ísabella, Vincent og Jósefína, haldi sínum titlum sem prinsar og prinsessur. Segja má að Friðrik krónprins og María eiginkona hans hafi nú þegar tryggt erfðaröðina eins langt og hægt er að sjá fram í tímann. Kristján, elsti sonur þeirra, er gjörfulegur ungur maður á sautjánda ári. Ef svo vildi til að honum yrði ekki barna auðið á hann þrjú yngri systkini. Ísabellu sem er tveimur árum yngri en hann og tvíburasystkinin Vincent og Jósefínu sem eru á ellefta aldursári. Nokkuð víst má telja að eitthvert þeirra muni eignast börn í framtíðinni. Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Sjá meira
Alexandra segist hneyksluð. Öll fjölskyldan sé sammála um það. Bæði Jóakim og núverandi eiginkona hans, María prinsessa. „Við skiljum ekkert í þessari ákvörðun. Við erum sorgmædd og í áfalli. Ákvörðunin kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Börnunum finnst þau útskúfuð. Þau skilja ekki hvers vegna sjálfsmynd þeirra er tekin af þeim,“ segir Alexandra í samtali við BT. Hvað gengur drottningunni til? Jóakim og Alexandra eiga börnin Nikolai og Felix. Jóakim á svo Henrik og Aþenu með núverandi konu sinni Marie. Þau munu áfram geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpezat. Þann titil fá þau frá afa sínum Hinriki prins sem jafnframt var franskur greifi og hét fullu nafni Hinrik de Laborde de Monpezat. Jakob Steen Olsen er álitsgjafi hjá Berlingske í málefnum konungsfjölskyldunnar. Hann segir óvenjulegt að Alexandra bregðist svo harkalega við. Ákvarðanir Margrétar Þórhildar innan konungsfjölskyldunnar séu yfirleitt ekki til umræðu. Margrét Þórhildur, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Hinrik prins í Kaupmannahöfn í fyrstu opinberu heimsókn íslensku forsetahjónanna til erlends ríkis árið 2017.Vísir/AFP „Ég spyr mig hver þörfin sé. Hvers vegna að styggja fjölskyldu Jóakims prins þegar það er algjör óþarfi? Þetta snýst ekkert um peninga,“ segir Olsen. Vísar hann til þess að ákvörðunin leiddi ekki til neins sparnaðar fyrir danska ríkið. Börn Jóakims þiggja ekki lengur laun frá danska ríkinu eftir breytingu árið 2016. Olsen telur aðgerðina leið Margrétar drottningar til að styrkja konungsfjölskylduna til framtíðar. „Þetta er tilraun hennar til að snyrta tréð svo það geti haldið áfram að vaxa. “ Friðrik krónprins, sem verður Friðrik X, með eiginkonu sinni Maríu og börnum þeirra. Til vinstri við krónprinsinn er Kristján, elsti sonur þeirra sem yrði Kristján XI. Lengst til hægri er Ísabella sem er á fimmtánda ári í dag. Fremst eru tvíburasystkinin Vincent og Jósefína sem í dag eru á ellefta ári. Myndin var tekin í maí 2018.Getty Ákvörðunin gæti þó kynt undir mögulegum sögusögnum þess efnis að köldu andi milli drottningar og yngri sonar hennar. Það sé goðsögn sem nú væri ýtt undir. Ekki síst vegna þess að börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, þau Ísabella, Vincent og Jósefína, haldi sínum titlum sem prinsar og prinsessur. Segja má að Friðrik krónprins og María eiginkona hans hafi nú þegar tryggt erfðaröðina eins langt og hægt er að sjá fram í tímann. Kristján, elsti sonur þeirra, er gjörfulegur ungur maður á sautjánda ári. Ef svo vildi til að honum yrði ekki barna auðið á hann þrjú yngri systkini. Ísabellu sem er tveimur árum yngri en hann og tvíburasystkinin Vincent og Jósefínu sem eru á ellefta aldursári. Nokkuð víst má telja að eitthvert þeirra muni eignast börn í framtíðinni.
Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Sjá meira