Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. september 2022 14:09 Jóakim prins með Marie eiginkonu sinni, börnum þeirra og börnum Jóakims og Alexöndru, fyrrverandi eiginkonu hans. Getty/Patrick van Katwijk Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. Alexandra segist hneyksluð. Öll fjölskyldan sé sammála um það. Bæði Jóakim og núverandi eiginkona hans, María prinsessa. „Við skiljum ekkert í þessari ákvörðun. Við erum sorgmædd og í áfalli. Ákvörðunin kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Börnunum finnst þau útskúfuð. Þau skilja ekki hvers vegna sjálfsmynd þeirra er tekin af þeim,“ segir Alexandra í samtali við BT. Hvað gengur drottningunni til? Jóakim og Alexandra eiga börnin Nikolai og Felix. Jóakim á svo Henrik og Aþenu með núverandi konu sinni Marie. Þau munu áfram geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpezat. Þann titil fá þau frá afa sínum Hinriki prins sem jafnframt var franskur greifi og hét fullu nafni Hinrik de Laborde de Monpezat. Jakob Steen Olsen er álitsgjafi hjá Berlingske í málefnum konungsfjölskyldunnar. Hann segir óvenjulegt að Alexandra bregðist svo harkalega við. Ákvarðanir Margrétar Þórhildar innan konungsfjölskyldunnar séu yfirleitt ekki til umræðu. Margrét Þórhildur, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Hinrik prins í Kaupmannahöfn í fyrstu opinberu heimsókn íslensku forsetahjónanna til erlends ríkis árið 2017.Vísir/AFP „Ég spyr mig hver þörfin sé. Hvers vegna að styggja fjölskyldu Jóakims prins þegar það er algjör óþarfi? Þetta snýst ekkert um peninga,“ segir Olsen. Vísar hann til þess að ákvörðunin leiddi ekki til neins sparnaðar fyrir danska ríkið. Börn Jóakims þiggja ekki lengur laun frá danska ríkinu eftir breytingu árið 2016. Olsen telur aðgerðina leið Margrétar drottningar til að styrkja konungsfjölskylduna til framtíðar. „Þetta er tilraun hennar til að snyrta tréð svo það geti haldið áfram að vaxa. “ Friðrik krónprins, sem verður Friðrik X, með eiginkonu sinni Maríu og börnum þeirra. Til vinstri við krónprinsinn er Kristján, elsti sonur þeirra sem yrði Kristján XI. Lengst til hægri er Ísabella sem er á fimmtánda ári í dag. Fremst eru tvíburasystkinin Vincent og Jósefína sem í dag eru á ellefta ári. Myndin var tekin í maí 2018.Getty Ákvörðunin gæti þó kynt undir mögulegum sögusögnum þess efnis að köldu andi milli drottningar og yngri sonar hennar. Það sé goðsögn sem nú væri ýtt undir. Ekki síst vegna þess að börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, þau Ísabella, Vincent og Jósefína, haldi sínum titlum sem prinsar og prinsessur. Segja má að Friðrik krónprins og María eiginkona hans hafi nú þegar tryggt erfðaröðina eins langt og hægt er að sjá fram í tímann. Kristján, elsti sonur þeirra, er gjörfulegur ungur maður á sautjánda ári. Ef svo vildi til að honum yrði ekki barna auðið á hann þrjú yngri systkini. Ísabellu sem er tveimur árum yngri en hann og tvíburasystkinin Vincent og Jósefínu sem eru á ellefta aldursári. Nokkuð víst má telja að eitthvert þeirra muni eignast börn í framtíðinni. Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Alexandra segist hneyksluð. Öll fjölskyldan sé sammála um það. Bæði Jóakim og núverandi eiginkona hans, María prinsessa. „Við skiljum ekkert í þessari ákvörðun. Við erum sorgmædd og í áfalli. Ákvörðunin kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Börnunum finnst þau útskúfuð. Þau skilja ekki hvers vegna sjálfsmynd þeirra er tekin af þeim,“ segir Alexandra í samtali við BT. Hvað gengur drottningunni til? Jóakim og Alexandra eiga börnin Nikolai og Felix. Jóakim á svo Henrik og Aþenu með núverandi konu sinni Marie. Þau munu áfram geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpezat. Þann titil fá þau frá afa sínum Hinriki prins sem jafnframt var franskur greifi og hét fullu nafni Hinrik de Laborde de Monpezat. Jakob Steen Olsen er álitsgjafi hjá Berlingske í málefnum konungsfjölskyldunnar. Hann segir óvenjulegt að Alexandra bregðist svo harkalega við. Ákvarðanir Margrétar Þórhildar innan konungsfjölskyldunnar séu yfirleitt ekki til umræðu. Margrét Þórhildur, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Hinrik prins í Kaupmannahöfn í fyrstu opinberu heimsókn íslensku forsetahjónanna til erlends ríkis árið 2017.Vísir/AFP „Ég spyr mig hver þörfin sé. Hvers vegna að styggja fjölskyldu Jóakims prins þegar það er algjör óþarfi? Þetta snýst ekkert um peninga,“ segir Olsen. Vísar hann til þess að ákvörðunin leiddi ekki til neins sparnaðar fyrir danska ríkið. Börn Jóakims þiggja ekki lengur laun frá danska ríkinu eftir breytingu árið 2016. Olsen telur aðgerðina leið Margrétar drottningar til að styrkja konungsfjölskylduna til framtíðar. „Þetta er tilraun hennar til að snyrta tréð svo það geti haldið áfram að vaxa. “ Friðrik krónprins, sem verður Friðrik X, með eiginkonu sinni Maríu og börnum þeirra. Til vinstri við krónprinsinn er Kristján, elsti sonur þeirra sem yrði Kristján XI. Lengst til hægri er Ísabella sem er á fimmtánda ári í dag. Fremst eru tvíburasystkinin Vincent og Jósefína sem í dag eru á ellefta ári. Myndin var tekin í maí 2018.Getty Ákvörðunin gæti þó kynt undir mögulegum sögusögnum þess efnis að köldu andi milli drottningar og yngri sonar hennar. Það sé goðsögn sem nú væri ýtt undir. Ekki síst vegna þess að börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, þau Ísabella, Vincent og Jósefína, haldi sínum titlum sem prinsar og prinsessur. Segja má að Friðrik krónprins og María eiginkona hans hafi nú þegar tryggt erfðaröðina eins langt og hægt er að sjá fram í tímann. Kristján, elsti sonur þeirra, er gjörfulegur ungur maður á sautjánda ári. Ef svo vildi til að honum yrði ekki barna auðið á hann þrjú yngri systkini. Ísabellu sem er tveimur árum yngri en hann og tvíburasystkinin Vincent og Jósefínu sem eru á ellefta aldursári. Nokkuð víst má telja að eitthvert þeirra muni eignast börn í framtíðinni.
Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira