Michele deildi myndinni sjálfur á Instagram.

Michele og Khloé sátu saman á fremsta bekk á tískusýningunni sjálfri, sem byggð var í kringum Kim Kardashian.
Mikið hefur verið skrifað um ástarlíf Khloé en hún hætti á dögunum í sambandi með barnsföður sínum, Tristan Tompson, eftir ítrekað framhjáhald hans.

Myndin af Michele og Khloé fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum og vonuðu margir aðdáendur hennar að hún hefði nú fundið ástina á ný.
„Dolce and Gabbana báðu þau um að vera á mynd saman,“ hefur People nú eftir fulltrúa ítalska leikarans. Bæði eru þau á lausu en svo virðist sem þau séu ekki að fara að hittast neitt meira á næstunni. Michele skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hann fór með aðalhlutverkið í Netflix myndinni 365 days.
„Þetta er myndarlegur maður,“ sagði Birta Líf í Brennslunni fyrr í dag.
„Myndin af þeim var svo hot að allir misstu vitið,“ segir hún um allt fjaðrafokið í kringum myndina.
„Ég held að allir vilji sjá Khloé hamingjusama.“
Brennslute vikunnar með Birtu Líf má heyra í spilaranum hér fyrir neðan og hefst á mínútu 1:34:04. Þar ræðir hún einnig um breytt útlit Zach Effron, Adam Livine og margt fleira tengt stjörnunum í Hollywood.