Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2022 21:18 Giorgia Meloni, líklegasti verðandi forsætisráðherra Ítalíu. Getty/Franco Origlia Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. Sameinuð Ítalía, fyrir alla Ítali, sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. En mörgum þykir Meloni frekar táknmynd sundrungar. Hún lýsti sig fyrr á árinu „andstæðing hinsegin-áróðurs“ og stuðningsmann hinnar „náttúrulegu fjölskyldu“, þ.e. hins hefðbundna fjölskyldumynsturs með móður og föður. Hún vill stöðva straum flóttamanna til Ítalíu og vakti reiði í heimalandinu þegar hún lofaði einræðisherrann Benito Mussolini. Þá hóf hún stjórnmálaferilinn í ungliðahreyfingu nýfasista. Því hefur verið fleygt að vegferð hennar í pólitík sé í grunninn hefndarför gegn vinstri sinnuðum föður hennar, sem yfirgaf hana í frumbernsku. Roberto Luigi Pagani, doktorsnemi við Háskóla Íslands og staddur hjá fjölskyldu sinni á Ítalíu, segist ósammála Meloni um flest. En hann virði hana fyrir að hafa sigrast á fátækt og erfiðum uppvexti. „Hún kemur fyrir sem mjög svona einföld kona sem talar einfalt og margir til vinstri hafa gagnrýnt þetta og gert grín að henni sem er hræðilegt,“ segir Roberto. „Hún fór að tala við fjölskyldur, við ungt fólk, við eldra fólk og þetta er meirihluti af fólki sem kýs á Ítalíu. En vinstri flokkarnir voru að tala sérstaklega held ég við minnihluta. Það er margt fólk sem er mjög reitt, það hefur verið rosa erfitt eftir tvö ár með Covid og allt þetta og ég held að hún hafi sagt í rauninni rétta hluti.“ Hann hafi ekki þungar áhyggjur af þessum uppgangi þjóðernispopúlisma á Ítalíu. „Það er búið að fara hægri og vinstri á Ítalíu síðusutu sextiu ár og ekki mikið búið að breytast i rauninni. Sama hvað. Þannig að flestir á Ítalíu eru ekki sérstaklega áhyggjufullir, þeir eru bara búnir að kjósa eitthvað nýtt, prófa eitthvað nýtt. Það er hægri ríkisstjórn núna en heimurinn er ekki að fara að enda held ég,“ segir Roberto. Ítalía Kosningar á Ítalíu Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Sameinuð Ítalía, fyrir alla Ítali, sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. En mörgum þykir Meloni frekar táknmynd sundrungar. Hún lýsti sig fyrr á árinu „andstæðing hinsegin-áróðurs“ og stuðningsmann hinnar „náttúrulegu fjölskyldu“, þ.e. hins hefðbundna fjölskyldumynsturs með móður og föður. Hún vill stöðva straum flóttamanna til Ítalíu og vakti reiði í heimalandinu þegar hún lofaði einræðisherrann Benito Mussolini. Þá hóf hún stjórnmálaferilinn í ungliðahreyfingu nýfasista. Því hefur verið fleygt að vegferð hennar í pólitík sé í grunninn hefndarför gegn vinstri sinnuðum föður hennar, sem yfirgaf hana í frumbernsku. Roberto Luigi Pagani, doktorsnemi við Háskóla Íslands og staddur hjá fjölskyldu sinni á Ítalíu, segist ósammála Meloni um flest. En hann virði hana fyrir að hafa sigrast á fátækt og erfiðum uppvexti. „Hún kemur fyrir sem mjög svona einföld kona sem talar einfalt og margir til vinstri hafa gagnrýnt þetta og gert grín að henni sem er hræðilegt,“ segir Roberto. „Hún fór að tala við fjölskyldur, við ungt fólk, við eldra fólk og þetta er meirihluti af fólki sem kýs á Ítalíu. En vinstri flokkarnir voru að tala sérstaklega held ég við minnihluta. Það er margt fólk sem er mjög reitt, það hefur verið rosa erfitt eftir tvö ár með Covid og allt þetta og ég held að hún hafi sagt í rauninni rétta hluti.“ Hann hafi ekki þungar áhyggjur af þessum uppgangi þjóðernispopúlisma á Ítalíu. „Það er búið að fara hægri og vinstri á Ítalíu síðusutu sextiu ár og ekki mikið búið að breytast i rauninni. Sama hvað. Þannig að flestir á Ítalíu eru ekki sérstaklega áhyggjufullir, þeir eru bara búnir að kjósa eitthvað nýtt, prófa eitthvað nýtt. Það er hægri ríkisstjórn núna en heimurinn er ekki að fara að enda held ég,“ segir Roberto.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira