Steffen Hebestreit, talsmaður hins 64 ára Scholz, segir að kanslarinn hafi farið í einangrun um leið og hann greindist og að hann ætli sér að sinna embættisverkum sínum í fjarvinnu. Muni hann þannig sækja fyrirhugaðan fund forsætisráðherra einstakra sambandsríkja í gegnum fjarfundarbúnað.
Scholz sneri aftur úr tveggja daga heimsókn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í gær, en hann hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi bæði áður en hann hélt utan og svo aftur á sunnudag. Hann fékk svo jákvæða niðurstöðu í morgun.
Í heimsókn sinni til Sameinuðu arabísku frustafæmanna hafði Scholz skrifað undir samning við þarlend stjórnvöld um sölu á gasi til Þýskalands.
Innanríkisráðherrann Nancy Faeser tilkynnti sömuleiðis í morgun að hún hafi greinst með Covid-19 í fyrsta sinn í morgun.
Jetzt hat mich Corona auch erwischt, zum ersten Mal. Das Virus bleibt tückisch. Passt alle in diesem Herbst gut auf Euch auf!
— Nancy Faeser (@NancyFaeser) September 26, 2022